Vikan


Vikan - 17.01.1946, Qupperneq 7

Vikan - 17.01.1946, Qupperneq 7
VTKAN, nr. 3, 1946 7 LAGIÐ, SEM IIAFÐI GLEYMST. (Framhald af bls. 4). hann henni. Líf hans var fólgið í vinnu og starfi. Loks fékk hann vinnu við borgar- hljómsveitina, hann vann eins og þræll, hann vildi læra að spila á hvert einasta hljóðfæri, sem notað var í hljómsveitinni. Mest voru leikin herlög og væmnir valsar og örsjaldan sígild tónverk. Hljómsveitarstjórinn hataði nútíma tónlist og kaus fremur dauðann en að láta hljómsveit sína leika trylltan „jazz.“ Smátt og smátt óx andúðinn á Gyðing- um. Það sást greinilega, að Karl var af gyðinglegum uppruna. Hann sá fljótt að skynsamlegast fyrir sig væri að fara til New York. Og hann var sannarlega heppinn! Vit- anlega átti hann það skilið. Hann þurfti að hafa mikið fyrir frægð sinni. Það eina sem hrjáði hann þessa stundina var það, að hann fitnaði ört. Hann hreyfði sig aldrei neitt, og svo þessi sífeldu heimboð---! En þrátt fyrir hinar mörgu veizlur fannst Charlie hann vera mjög einmana. Ást á heimili og fjölskyldu er mjög rík í sérhverjum Þjóðverja, svo að í seinni tíð var hann farinn„að hugsa fyrir giftingu. Stundum, þegar hann var í viðkvæmu skapi, hugsaði hann um, hvað orðið hefði af Carlottu — hún var sjálfsagt gift og átti fullt hús af börnum. Charlie elskaði börn. Hann vildi helst eiga enska konu — amerísku stúlkurnar voru snotrar og kaldar og það var von- laust að ætla sér að snúa aftur til Þýzka- lands á þessum tíma. Hann ætlaði að nota tímann meðan hann var í Englandi til þess að líta í kring um sig. Charlie tók þátt í því að fara yfir hand- ritin, sem send voru til samkeppninnar. Flest þeirra voru hræðileg — það var sýni- lega ekki svo auðvelt að yrkja! Hann leit á eitt af handritunum — það var mjög viðkvæmt kvæði — með mjög hverssdagslegum orðum eins og hjarta og þjáning, þrá og þrenging. Hann las það með gleiðu brosi — svo varð honum litið á undirskriftina. — Hjartað barðist í brjósti honum. — Eftir öll þessi ár! tautaði hann, því að kvæðið var undirritað Carlotta Bruce og heimilisfangið var Hawen Mews, Chelsea. Hún hafði sem sagt munað eftir honum — og biðið hans. Hermann sá hana í anda þar sem hún sat einsömul fyrir framan arininn í flöktandi birtu frá loga hans — útvarpið var opið. Það stóð á borðinu við hliðina á henni. Hún hlustaði á dagskrána — og svo hljómaði allt í einu þetta gamal- kunna lag um herbergið — lagið hennar, lagið, sem hann hafði leikið fyrir hana niður við vatnið, meðan tunglið gægðist hægt upp yfir f jallatoppana. Hún hefir ef til vill tárast — og svo þegar hún hefir heyrt að launum væri heitið fyrir að yrkja við lagið, hafði hún sent þessi vers, sem hún hafði samið um þær mundir, er hún áleit, að hún fengi aldrei að sjá hann framar. Charlie varð að viðurkenna, að þetta væri mjög lélegur kveðskapur, en hann hafði djúp áhrif á hann, af því að hann kom frá dyggu hjarta. Hann skrifaði henni til Chelsea og spurði hana, hvort hún vildi borða með sér — mjög formfast og kurteislegt bréf. Hann varð mjög æstur, þegar hann fékk bréf hennar, þar sem hún þakkaði hornun gott boð og sagðist mundu koma. Hann klæddist x skyndi og gætti þess að fötin færu vel — hann óskaði þess, að hún sæi, að hann væri mikill og ríkur maður. Hann þekkti hana strax aftur, þegar hún gekk upp tröppur gistihússins, enda þótt hún hefði breytzt nokkuð. Hún var mjög grönn og bláa dragtin hennar var snjáð. „Carlotta! En hvað það er yndislegt að sjá þig aftur!“ „Komdu sæll Karl,“ sagði hún brosandi. „Það er engu líkara en að þú komist vel áfram!“ „Guð minn góður! Já, það getur þú ver- ið viss um! Hvað má ég bjóða þér?“ Þau fengu sér sæti og hann bað um sherry. Meðan þau borðuðu sagði hann henni frá því, sem skeð hafði síðan þau vom saman í Blauensee. Loks þagnaði hann og horfði rannsakandi á hana. „— Carlotta, augu þín eru alltaf eins!“ „— Já, Karl — það voru ánægjuríkir dagar, ekki satt?“ Þau byrjuðu að rifja upp gamlar endurminningar. Þau voru búin að borða, en þau héldu áfram að tala. Loks sagði hún, að hún þyrfti að fara, vegna þess að hún væri búin að mæla sér mót við vinkonu sína. Charlie æfði það, sem eftir var dagsins. Á eftir fór hann með umboðsmanni sínum upp í veitingasalinn. Meðan þeir drukku whisky og sóda sagði Charlie honum frá Carlottu. ,,— En góði Charlie, þetta er stórkost- legt. Fyrsta flokks auglýsing!" sagði Heinz „Hvers vegna giftist þú henni ekki, þar sem þú hefir fundið hana aftur ? Æsku- unnusta þín!“ „Þetta er ekki svo vitlaus hugmynd,“ Pramh. á. bls. 14. • BYGGIÐ HÚS YÐAR SJÁLFIR. (Framhald af bls. 3). „hall“ og þau stærstu einnig góða setustofu með stórum bogaglugga. í þessu herbergi verður vél, sem getur hitað vatn. Þar inn af er eldhús og búr, svo og setustofa með frönskum glugga. Góð geymsla og þvottahús eru á neðri hæð- inni, en þrjú svefnherbergi uppi á íofti. Þessi hústegund er fyrir sveitirnar. Svo er önnur gerð, minni, fyrir sveitirnar í upp- löndum Skotlands, ög hefir hún eitt herbergi niðri í stað setu- stofunnar. Bæjarhúsin, sem eni að nokkni sambyggð, hafa minna eldhús en stóra setustofu, f jórir sinnum fimm metrar. Tvö svefnherbergjanna eru þrisvar sinnum fjórir metrar og hið þriðja þrisvar sinnum fimm metrar. Þau hafa innbyggða skápa og eru slíkir skápar víða í húsinu. Baðherbergið er niðri, en þvottahúsi og geymslu sleppt. Öll húsin hafa anddyri. Skilnim milli húsanna verða ekki úr timbri heldur úr steypu eða múrsteini. Ykkur mun þykja einkenni- legt að við kaupum ekki nema fimm þúsund þessara húsa. Ástæðan er einfaldlega sú, að okkur skortir nauðsynlegan gjaldeyri. Svía langar ekki í sterlingspundin okkar heldur þær vörur, sem sú mynt getur keypt. En við höfum ekki aflögu þær vörur, sem þá vanhagar um. PÓSTIJRINN. Pramh. af bls. 2. að bera aðeins á þá joð, og ef það ekki nægir til að slökkva þá, að láta þá grafa út ósnerta. Er reynslan sú, að ískurður I graftarbólur og kýli á þessum stöðum og einkum ef kreist er, getur leitt til hættulegra, jafnvel lífshættulegra, Igerða. Melting þarf að vera í lagi og oft hefir D-bæti- efnaát góð áhrif.“ (trr „Fegrun og Snyrting.") Stúlkan: Ég veit hvernig á að bjarga manni frá drukknun: Taka hann fyrst upp úr vatninu og ná svo vatninu upp úr honum." Húsmóðirin við vinnukonuna: „Hvernig stendur á því, Jóna, að það heyrist aldrei nokkurt hljóð í eld- húsinu, þegar þessi kunningi þinn er þar hjá þér á kvöldin." „Jú,“ svaraði Jóna, „sjáið þér til, frú. Hann er svo ákaflega matlystug- ur, að hann gerir ekkert annað en borða." IGömuS 1 kross - saumsmynztur | | allt frá 1851 og eldri, fást nú í bókaverzlunum. Með þess- | ^ um Kross-saumsmynztrum eru prentaðar litaskýringar. |

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.