Vikan


Vikan - 17.01.1946, Qupperneq 12

Vikan - 17.01.1946, Qupperneq 12
n VIKAN, nr. 3, 1946 aði hlerunum og þaut burtu niður eplagarðinn. Og þá var það, að hann byrjaði fyrir alvöru að hvessa, og ég taldi því best að hypja mig burtu, bæði vegna þess og svo hins, að mig langaði ekki til að láta flækja mér inni í þetta mál.“ Hann snýtti sér hraustlega. Ég varð þess vör, að ég hafði hiustað á hann með opinn munninn. „En hverjir voru inni á stofu 18, Higgins? Nú getið þér ekki dregið iengur að skýra mér frá því.“ „Hverjir það voru? Jú, það var nú auðvitað dr. Letheny. Og svo þessi héma Gainsay, sem býr uppi á lofti hjá Corole. Og svo var sjálf Corole Letheny og dr. Hajek---------.“ „Og sáuð þér þetta fólk greinilega og þekktuö það, Higgins?" „Hvort ég sá! Eg sem var að enda við að segja yður, að ég hefði góða heym!“ „Já, en góði maður, ekki hafið þér t. d. getað þekt hr. Gainsay á röddinni." „Nei — satt er það, en það var andlitið á hon- um, sem ég sá í bjarmanum af eldspítunni." „Nú jæja. En í guðanna bænum, haldið þér áfram frásögn yðar, Higgins. Vora nokkrir fleiri þarna og hverjir? Og hvað varð um radíumið?“ „Hvað skyldi annars vera framorðið?" spurði hann og leit á armbandsúrið mitt. „Nú, það er þá svona, ég má þá ekki slóra lengur núna.“ „Biðið þér, bíðið þér!“ hrópaði ég og greip í handlegginn á honum. En hann beið ekki. „Eg verð að fara núna,“ sagði hann og reif sig laus- an, „en ég skal segja yður þetta allt seinna í kvöld." Og þar með var hann rokinn burt. Eg horfði á eftir honum þar til hann hvarf mér úr augsýn. Eg stóð hreyfingalaus og var eins og hálfragluð. Hvað hafði hann séð? Hvað hafði hann heyrt ? Hver . . . ? Eg ætlaði að fara að snúa heimleiðis þegar ég veitti því athygli, að blöðin á trjánum skammt Irá mér bærðust eins og í vindi. En það var blanka-logn og því fannst mér þetta einkennilegt. Ég gekk í áttina til trjánna og sveigði greinarn- ar til hliðar. Eg sá mann ganga burtu hröð- um skrefum. Hann leit ekki við, en ég þekti hann greinilega — það var Jim Gainsay. Hann hafði þá staðið á hleri bak við tréin og sjálfsagt heyrt hvert orð, sem við sögðum. Eg veit ekki hvort ég undraðist meir, frásögn Higgins eða framferði Jim Gainsay. 1. Gunni; Halló félagar! Raggi: Gunni er að kalla í okkur við látum ; sem við höfum ekki heyrt það, annars losnum við a,ldrei við hann! 2. Maggi: Þetta er svoddan skrafskjóða, það ér' ómögulegt að vera með honum! Ég sá nú, að ég varð að ná sem fyrst í O'Leary og skýra honum frá sögu Higgins. Hann var viss með að fá Higgins til að segja mér alla söguna afdráttarlaust. Og þó — satt að segja langaði mig til þess að láta Higgins segja mér þetta fyrst. Ég'ákvað þvi að bíða með að tala við O’Leary og sjá til hvort Higgins efndi loforð sitt um að segja mér nieira um þetta í kvöld. Það var hringt til kvöldverðar. Ég er ekki vön því að láta mig vanta við máltíðimar, en nú ætlaði ég mér samt ekki að borða. í stað þess hugðist ég ná í Higgins og fá hann til að halda áfram frásögn sinni. En hvernig sem ég leitaði, þá tókst mér ekki að finna hann, og þegar ég spurði hjúkrunarkonurnar um hann, fékk ég það svar, að hann hefði farið niður í bæ. Ég hætti þá leitinni og fór níður í borðsal. Þegar þangað kom, veitti ég því athygli, að allir voru mjög alvarlegir og töluðu i hálfum hljóðum. Melvina Smith virtist halda upp sam- ræðunum, og ég snéri mér þvi að henni og spurði: „Er nokkuð að — eða hvað?" Melvina leit á mig og svaraði með sorgar- hreim í röddinni: „Apoplex er dauður!“ „Apoplexi?" Ég hafði alveg gleymt því að við höfðum skirt einn ketlinginn þessu nafni og ég skildi því ekki hvert Melvína var að fara. „Já, Apoplexi," sagði Melvina. „Þriðja óhappið kemur því bráðum!" Ég var engu nær og leit spurnaraugum á Mel- vinu. „Manstu ekki eftir honum Apoplexi ? Ketlingn- um — svarta ketlingnum? Hann er dáinn og það veit á illt!“ „Já, ketlinguum — jú, ég man eftir honum.“ „Það gekk ekkert að honum," sagði Melvina sannfærandi, „Alls ekkert, og hann var meira að segja hraustari en allir hinir kettlingarnir. Og — samt er hann dauður.“ „Æ, vertu ekki með þessa vitleysu,“ sagði ég önug. „Þetta er fyrirboði," sagði Melvina alvarleg. Hún stakk hendinni niður i stóra vasann á svuntu sinni — og tók kettlinginn upp úr honum! Það var fljótséð að ketlingurinn var dauður — stein- dauður. Okkur brá öllum, nema Melvinu. Hún var jafn róleg og sagði: „Hann var al-heilbrigð- 3. Eva: Hann Gunni hefir verið að leita að ykkur í allan dag. Maggi: Við sáum hann en stungum hann af. 4, Eva: Frændi hans lét hann hafa peninga og Gunni gaf okkur öllum sítrón og við fengum tvaér flöskur hver! ur, en samt dó hann — alveg að ástæðulausu. Þetta er fyrirbæri.“ „Melvina Smith,“ sagði ég ákveðin. „Farðu með ketlinginn út í eplagarðinn og grafðu hann þar. Síðan skaltu þvo þér vel um hendumar og skifta um föt. Hvað ertu búin að vera lengi með hann í vasanum? En það uppátæki. Gerðu þetta nú þegar!“ „Já, ég skal gera það, ungfrú Keate. En segðu mér: Att þú að vaka í suðurálmunni í nótt?“ „Já — hversvegna spyrðu?“ ' „Guð sé oss næstur!" hrópaði Melvina. „Það kemur áreiðanlega eitthvað fyrir. A ég ekki að vaka með ykkur?" „Nei — þess þarf ekki með. Og hættið þið nú þessu tali.“ Melvína stóð upp frá borðinu og gekk út. Eftir kvöldverðinn fór ég upp á skrifstofuna. Ég hafði ekki verið þar lengi þegar síminn hringdi og spurt var um mig. Það var O’Leary og mér heyrðist hann vera í órafjarlægð. „Erað þér einar á skrifstofunni ?“ „Já“ „Er þetta ekki beint samband eða er það frá skiftiborði ? Getur nokkur hlustað á samtalið ? „Nei.“ „Hejrrið þér, ungfrú Keate. Ég get ekki komið út á sjúkrahúsið strax, en það er nokkuð, sem ég þarf nauðsynlega að fá að vita: Hefir nokkuð verið flutt burt af stofu 18, húsgögn eða sængur- fatnaður eða nokkuð slíkt?" „Við tókum óhreina sængurfatnaðinn, en ekk- ert annað." Það varð löng þögn, svo löng, að ég hélt hann hefði ekki heyrt til mín og endurtók svar mitt. „Jæja,“ svaraði hann, „mér hefir verið sagt, að ákveðinn hlutur hafi verið fluttur út úr stofunni.“ „Það er ekki rétt,“ svaraði ég, en bætti við: „Æ-jú, það var líka rétt, ég skipti urn hátalara í gær í stofu 18 og annari stofu.“ „Nú, já — gjörðuð þér það? Var það áður eða eftir að ég kom í stofuna?" „Það var áður en þér komuð.“ „Hvers vegna skiptuð þér?“ „Sjúklingurinn kvartaði um að hátalarinn væri í ólagi.“ „Hvað gerðuð þér við hann og hvar er hann nú?“ „Hann er inni hjá Sonny, þar sem ég lét hann.“ „Jæja. Bölvaður bjáni var ég að athuga þetta ekki. En hérna, ungfrú Keate, takið þér hátalar- ann og komið honum fyrir á öruggum stað og látið engan snerta á honum. Heyrið þér það?“ „Já,“ sagði ég dræmt. „En ég — en hérna haldið þér að hann---------.“ „Jæja þakka yður nú fyrir, ungfrú. Og verið þér sælar.“ Og hann lagði heyrnartólið á, áður en ég gæti sagt eitt orð um Higgins. Ég kallaði: „Herra O’Leary! Herra O’Leary," en enginn svaraði. Mér datt í hug að reynandi væri að hringja í númerið, sem hann hafði látið mig hafa um dag- inn. Þjónn kom í símann og sagði mér heldur byrstur, að hr. O’Leary væri ekki heima. Ég sagði honum, að ég hefði mjög áríðandi erindi við O’- Leary og þá varð hann kurteisin sjálf, skrifaði hjá sér símanúmer mitt og kvaðst skyldi biðja O’Leary að hringja til mín strax og hann kæmi. Ég þóttist skilja það á orðum O’Leary að hann teldi radímið hafa verið falið í hátalaranum. Mér fannst þetta mjög ólíklegt, en við nánari um- hugsun komst ég samt að þeirri niðurstöðu að þetta gæti vel hafa átt sér stað. Ég flýtti mér inn i stofuna til Sonny og tók hátalarann. Ég fór með hann inn í herbergið mitt og var að hugsa um að opna hann og líta innan í hann, en hætti svo við það? Ég lét mér nægja að hrista hann dálítið og hlusta hvort nokkuð lauslegt væri innan í honum, en ég heyrði ekkert. Þá setti ég hann í neðstu hillu á klæða- skápnum og læsti skápnum. Og nú var um að gera að finna Higgins! En það reyndist ekki svo auðvelt. Ég leitaði í kring MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. O o , ? °l\_____________ eatures Syndicatc, ínc., World rights rcscrvcd.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.