Vikan


Vikan - 31.01.1946, Blaðsíða 2

Vikan - 31.01.1946, Blaðsíða 2
2 / VIKAN, nr. 5, 1946 Pósturínn |~^ Kæra Vika! Viltu segja mér eitthvað um Errol Flynn og hvenær Anne Gwynne er fædd. Kærar þakkir. Tóta. Svar: Errol Flynn er fæddur í Bel- fast fyrir rúmum 34 árum og er sonur prófessors. Hann hefir ferðazt víða, og getur tlað mörg tungumál, þar á meðal kínversku. Hefir hann gefið út bók um ferðalög sín og ævintýri. Er hann mikill íþróttamaður, stundar bæði sund, reiðmennsku og tennis. Hann er 6 fet og 2 þumlungar að hæð og vegur 180 pund. Hann hefir brúnt hár og brún augu. Anne Gwynne er fædd 10. desember 1918. Heil og sæl Vika góð. Viltu gjöra svo vel og segja okkur, hvort sé hreinna silfur, það sem stimplað er með Sterling, eða það sem stimplað er með þrem tumum (þriggja tuma silfur) ? Vinstúlka min heldur því fram, að Sterling sé silfur- plett, en ég held að það sé ekta silfur, og hreinna en þriggja tuma. Treystum við þér að leysa úr vandamáli okkar. Með mestu vinsemd. Pála. Svar: Sterling 925/1000, þriggja tuma 828/1000. Hreint silfur er mið- að við 999/1000. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að birta eftir- farandi. Ég undirrituð óska að kom- ast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára. Æskilegt að mynd fylgdi bréfi. In^ibjörg Indriðadóttir Menntaskólanum Akureyri. Iæstrarmerkjavísur, eftir I. G. Vikunni hafa verið sendar eftirfar- andi vísur, og getur fólk nú spreytt sig á að lesa rétt úr þeim og sent blaðinu lausnir, ef það vill, en ráðn- ing vísnanna verður birt 14. febrúar. Karlinn standast kjassið mun , --------- og ! í>ó Gudda klappi gömlum skrögg it »» » Gunnar : gimtist „fljóð" .... hjá í (sat hann) ; ; lítils mat hann. Svar til „18 ára gamallar stúlku": Það er ekki gaman að geta ekki hjálpað ungri stúlku í vandræðum, gefið henni holl ráð og bendingar eða veita aðra liðveizlu, en þetta mál er þann veg vaxið og lítið upplýst, að við erum engu nær en þér um það,' hvemig þér eigið að fara að þessu. En það verðum við að segja í fullri hreinskilni, að það er engin sönnun fyrir því, að pilturinn sé hrifinn af yður, þó að hann hafi horft mikið á yður i þessi fáu skipti, sem þið hafið sést. Eina ráðið er, höldum við, að bíða og sjá, hvemig fer, þegar þið hittist næst. ■ Kæra Vika! Getur þú sagt mér hverrar þjóðar maðurinn var, sem stofnaði Rauða krossinn og hvað hann hét? Forvitinn. Svar: Hann var Svisslendingur, hét Henri Dunant og stofnaði Rauða krossinn 1863. Kærá Vika! Viltu gefa mér upplýsingar um hvaðan nafnið á Maraþonhlaupinu er komið. Var það maður, sem hét Maraþon ? Hlaupagikkur. Svar: Marathon eru vellir á a ■ stur- strönd Attíku, 22% mílu frá Aþenu. Þegar Grikkir sigraðu Persa þar, var hermaður sendur með sigurfréttirnar til Aþenu. Hann hét Pheidippides og hljóp þessar 26 mílur eins hratt. og hann komst, en féll dauður niður, er hann hafði skilað sigurfréttunum. Maraþon-hlaupið hefir verið háð síð- an 1896. Kæra Vika! Er það satt, að tóbakið komi úr jurtum og hvar era þær ræktaðar? Lítill. Svar: Já. Tóbaksjurtin er upprann- in í Ameríku, en í Evrópu var farið að rækta tóbak um 1600. Tóbaks- ræktin er mest í Kína, Vestur-Ind- landi og Bandaríkjunum, en útflutn- ingur er mestur frá Bandarikunum, Brasilíu og Grikklandi. Larry Chastain litli, sem er tveggja ára gamali er andstæða við Warren Colman fyrrverandi hnefaleikameist- ara. Colman er ákærður fyrir að hafa barið og síðan brennt litla drenginn. Eini munurinn á sjóræningja frá miðöldum og nútíma arðræningja er sá, að sjóræninginn er dauður. Sandvikens-sagir NICH0LS0N! DJALIR MILLERS FALLS Verkfæri Verzlunin BRYNJA Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri ög ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.