Vikan - 31.01.1946, Blaðsíða 8
8
VIKAN, nr, 5, 1946
Hjónin fara í heimsókn.
Teikning eftir George Mc Manus.
»
Rasmina: Halló! Er það frú Móran? Við hljótum
að hafa farið eitthvað vitlaust, við finnum ekki
húsið ? Þér verðið að segja mér aftur, hvaða götur
við eigum að fara' —.
Gissur: Hún veit náttúrlega varla sjálf, hvar hún
á heima! »
Rasmína (inni í bílnum): Við getum ekki verið á
réttri leið — hún sagði okkur að fara fyrst til hægri
og svo til vinstri og síðan beygja til hægri og þar
átti að vera tré á horninu —. /
Gissur (inni í bílnum): Við verðum að hringja
aftur, við hljótum að vera á rangri leið —.
Gissur: Er það Móran? Við erum enn að villast,
þér verðið að leiðbeina okkur — við erum stödd í
lyfjabúð á Þorstagötu 4 —.
Rasmína: Við erum komin langt út úr bænum
og þetta kemur til með að kosta okkur of fjár!
Frú Móran: Já, þér eruð langt í burtu —
að minnsta kosti fimmtíu kílómetra —.
Rasmína: Reyndu nú að fá almennilegar upplýs-
ingar núna!
Gissur: Halló! Frú Móran! Eg held ennþá stilling-
unni, en konan er alveg að ganga af göflunum! Þér
verðið enn að visa okkur til vegar —.
Rasmína: Þetta er vitlaust, þú áttir að beygja til
hægri fyrir hitt homið!
Gissur: Ég þarf að hringja einu sinni enn — við
höfum villst aftur —.
Gissur: Afsakið, frú Móran, ég hélt, að við vær-
um komin til Alaska — viljið þér leiðbeina okkur
enn einu sinni?
Rasmina: Skrifaðu það!
Rasmína: Nú fer ég ekki fet lengra,
þú ert enn á rangri leið —.
Gissur: Þú hefir rétt að mæla, ég ætla
að hlaupa þama inn í húsið og fá að
hringja —. -
Gissur: Viljið þér gera svo vel að lána okkur síma - hvað?
Er þetta ekki frú Móran?
Rasmína: Þér eigið þó ekki heima héma?
Frú Móran: Jú, við eigum heima hér, en hvað þið vomð
glögg að rata! Reyndar héldum við, að þið munduð aldrei finna
húsið!