Vikan


Vikan - 31.01.1946, Blaðsíða 5

Vikan - 31.01.1946, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 5, 1946 5 Ættfaðirinn r ■ diiiiiciiuooci^ca ■ Eftir NAOMI JACOB. París." Miriam gretti sig. „öllu frekar — einstök eftirlíking, frú Hirsch," greip hún fram í. Hachel bað þau að borða með þeim, en það þágu þau gjarnan, og hún hraðaði sér út til þess að ráðstafa því sem þurfti í því skyni. Hermann var hrifinn af þvi, að Hirsch skyldi sjá heimili sitt í því ástandi, sem það var í. Undir borðum talaði Ishmael hreykinn um áform sín. Hann sagði, að þetta væru mestu fram- fara tímar. Nú var tími til fyrir gáfað fólk að taka sér þá stöðu í heiminum, sem það gat gert kröfu til með rétti: Verzlunin óx, samband við umheiminn krafðist alheimsviðskipta. Það var hægt að græða peninga, og ekki þurfti einu sinni að verzla með vörur, heldur aðeins fást við af- hendingu þeirra frá einu landi til annars. „Ég og félagi minn höfum fundið okkur heppi- !ega skrifstofu nærri leikhúsi borgarinnar." Miriam hallaði sér fram í stólnum og sagði: „Pélagi yðar? Er það Mulcher?" Það var eins og Ishmael brygði. Hann þagði nokkrar sekúndur. „Mulcher? Nei, nei. Hann er í Paris, sá veslingur, honum vegnar ekki vel að Því, er ég bezt veit. Nei félagi minn er bróðir konu minnar — Louis Sousa. Hann er einnig kominn til Vínar með fjölskyldu sína. Við byrj- úm að starfa á morgun. Þetta er stór fjölskylda, Rachel, sem ég hefi tekið með mér, systur og hræður." Hermann varð ekkert glaður við, er harm heyrði þessar fréttir. Ishmael var nógu slæmur, Þótt ekki bættist við heil hersing af Frökkum sem áhangendum fjölskyldunnar. Allt hafði ver- ið svo skemmtilegt undanfarin sex ár. H. Hermann fann það á sér, að friðinum var lokið úieð komu Ishmaels. Mágurinn var si og æ að koma, til að biðja um leiðbeiningar og ráð, alltaf var hann að biðja um eitthvað. Hann vantaði hús- Sögn í skrifstofuna sína, hann vildi fá smiðinn lánaðan, hann vantaði dálítið lán, unz nokkur fyr- irtæki hefðu greitt skuldir sinar; og innan eins hiánaðar fann Hermann að friðinum á heimili hans hafði verið spillt. Henrietta, kona Ishmaels, kom oft í heimsókn 01 Rachelar. Þá þurfti hún að fá lánað fat og sultutau og siðan aðeins uppskrift á lyfrarpylsu eða einhverjum kökum, og þannig hélt það áfram; lahmael gat svo vel afborið hitt og þetta. Börnin hennar — Maria og Jón — hengu alltaf í pils- unum hennar. Það voru ljót og lítil böm með Sráleitan hörundslit og eins var nefið. Frú Sousa kom líka með, drakk kaffi, borðaði mikið af kökum og var sífellt malandi. Hinn feiti eigin- hiaður hennar rakst og inn og fékk einn af vindl- únum Hermanns og kvartaði sáran yfir því að hann hefði ekki efni á að reykja slíka vindla <ia&lega. „Húsið er alltaf fullt af fólki," sagði Miriam önug. „Ég kem aldrei svo inn í mína eigin íbúð, a'5 ág heyri ekki frú Hirsch eða frú Sousa klaka eða ég mæti þessum leiðinlegu ungum eða ég uiissi matarlystina við að sjá þennan feita Frakka ' blettótta vestinu. Maður gæti alveg eins búið í einhverju úthverfi Parísar." I hálft annað ár var heimilisfriðinum spillt fyr- ir Hermanni. Svo gekk sá orðrómur, að allt væri uppi i loft hjá Hirsch og Sousa; þar að auki, að þeir hefðu gert sviksamlegan samning. Þeir höfðu tekið við greiðslu fyrir vörur, sem þeir svo aldrei afhentu, og þeir höfðu afhent aðrar vörur en vera bar, samkvæmt sýnishomum, og þeir höfðu flutt inn vörur, sem þeir aldrei greiddu. Þá sneri Hermann sér angistarfullur til Marcusar Brael. „Ef þú hefðir ekki komið til mín," sagði Brael, „þá hefði ég komið til þín. Þeir eru erkisvindlar- ar. Allt fyrirtækið — nei, öllu heldur svo að segja allt fyrirtækið — er svik og prettir." „Þetta datt mér í hug,“ sagði Hermann. „Og sjáðu til Markus. Þetta fer að fá á taugar mtnar og veldur mér tjóni. Ég hefi oft heyrt talað illa um þá og fengið sneiðar, vegna þess að Ishmael er mágur minn, en þó i hófi. Markus, þetta mun snerta fyrirtæki mitt. Hvað á ég að gera?" Breal hugsaði sig um andartak. „Þú ert alls ekki ríkur, Hermann," „Nei, það er ég ekki. Við höfum það gott og líf okkar er þægilegt. En ég get alls ekki sagt, að það sé neitt um of — auk þess þurfa bömin sitt á uppvaxtarárunum. Mig langar til þess, að Markus geti fengið þá beztu kennslu í tónlist, sem völ er á, og að Emanuel geti ferðazt um Evrópu. Hann verður að þroskast og verða jafngóður list- dómari og faðir minn var — þú veizt, að Napole- on keisari tók hann í þjónustu sina." „Geturðu hugsað þér, að þú getir útvegað stærri fjárupphæð? Ef ég gæti lagt til helminginn af tíu þúsund gyllinum, heldurðu að þú getir þá lagt annan helming á móti?" Hann hallaði sér fram og talaði við hann í fullri einlægni. „Ég vil, að þú vitir Ijóslega hversu ástandið er alvar- legt. Fyrirtæki þitt er eins persónulegt eins og eitt fyrirtæki getur verið — þú hefir sjálfur byggt það upp, og þú hefir ekki efni á að missa þá við- skiptamenn,- sem þú hefir. Það þarf ekki nema svo lítið til þess að þeir fari annað." „Það veit ég," sagði Hermann hugsi. „Ég veit það. En tíu þúsund gyllini!" Þetta kvöld sat Hermann í skrifstofu sinni og reiknaði út, hversu mikið hann gæti fórnað til þess að kaupa af mági sínum. Vildi hann yfirleitt selja? Myndi hann ekki gmna hann um græsku og álykta af því, að hann yrði glapinn í þeim viðskiptum. Hann skuldaði Hermanni þegar nokkur hundruð gyllini, og það gerði Sousa líka. Það var svo erfitt; ekkert virtist hagga ást Rachelar á bróður sínum. Svo skeði það, að Ishmael Hirsch kom. Hann gekk um náfölur og hendur hans skulfu. „Hermann! Hermann!" stamaði hann óttasleg- inn. „Ég kem til þess að biðja þig hjálpar." Hermann starði á hann og svaraði kuldalega: „Það er áreiðanlega ekki í fyrsta skipti." „Það er alvarlegt," sagði Ishmael. „Hg á ekki sök á því. Við erum í hræðilegri klípu. Það er Sousa að kenna, ekki mér — þeim hálfvita! Hann hefir leyst af hendi erfið viðfangsefni áður og fullyrti, að hann gæti gert það aftur. Vörur, sem ekki hafa komið fram, vegna þess að þær munu hafa tapazt, og svo hefir verið tekið á móti hluta af greiðslunni, af því að þær höfðu verið sendar — já, þú skilur, það er nú ekki svo slæmt." Hann var í þann veginn að rétta sig upp gortandi af viðskiptum sínum. Hermann virti hann fyrir sér með viðbjóði. „Segðu mér þetta allt," sagði Hermann. „Segðu. mér alla þessa svikasögu." Ismael horfði á hann hatursfullu augnaráði. „Á, þín hefir þó ekki verið freistað. Allt hefir verið lagt upp í hendumar á þér. Þú áttir ríkan frænda og ríka móður. Ég á engan ríkan ættingja. Ég, hefi ávallt mátt heyja harða baráttu fyrir tilveru minni." „En þú hefir alltaf barizt i bökkum? Já, ég get hugsað mér að það sé sama sagan. Það eru pantaðar hjá þér vörur, sem eru borgaðar — og þið hafið alltaf haft falskt sýnishorn, er ekki svo? Og nú standið þið félagamir fastir." „Hvemig gat ég vitað, að Feluca í Verona ætti. bróður hérna? Hvemig gat ég átt von á því, að aumur Itali myndi gera fyrirspumir imdir fölsku nafni og biðja um sýnishorn af fíkjum frá Smyrna? Það er ekki hægt að vita alla hluti fyrirfram." Þarna var hann að gorta af svikum sinum. „Og útkoman af því?" „Utkoman? Já, hún er sú, að Feluca heimtar peningana fyrir vömr bróðiir sins, strax!" „Og þá hafið þið auðvitað ekki," sagði Her- mann stuttur í spuna. „Og hvað svo?“ „Hann hefir kært hjá Brucio í Milano, en frændi hans býr hér, og nú hafa þeir talað við Fern- andez, en fyrirtæki hans í Madrid hefir pantað vömr hjá okkur. Þeir hafa komizt að öllu saman og hóta að leita til lögreglunnar, en heimta fyrst borgun. Ekki einungis þeir, heldur allir, sem eiga peninga hjá okkur! Það lítur út fyrir, að öll Vínarborg hafi heyrt um það.“ Hermann hafði staðið við skrifborð sitt og studdi hendinni á plötuna. Brátt fann hann, hvemig fætur hans skulfu og gátu naumast borið hann. Hann dró andann djúpt og settist niður. „Þeir ætla ekki að leita til lögreglunnar, ef peningarnir verða greiddir? Sem sagt, ef ^inhver vill greiða þá fyrir þig, sleppur þú þá við hegn- ingu — fyrir svik?" Ishmael beit i vörina. „Já, þeir lofuðu því. Ég hefi spurt þá um það." Hermann hallaði sér fram, augun urðu blóð- hlaupin og það skein í hvítar tennumar. Ishmael hörfaði. „Og þeir vissu, að peningamir yrðu greiddir, þar sem þú áttir Gyðing fyrir mág,“ sagði Her- mann, „og þeir hétu því, að þú skyldir sleppa!" Hann þaut upp, þreif í axlimar á Ishmael og hristi hann af öllum mætti. „Hvað er það mikið? segðu mér það, hundurinn þinn. Ef ég gerði það, sem þér væri mátulegt, léti ég setja þig í fangelsi, og ég ætti að láta konu þína og börn þjást af því. Þessi feiti, óþverralegi félagi þinn ætti með réttu að sitja í tukthúsi, í stað þess, að ég léti eitt einasta gyllini af hendi til þess að frelsa þig. I hvert skipti, sem ég geri það, reisi ég mér hurðarás um öxl. Ég þori ekki að selja þig í hend- ur lögreglunnar vegna systur þinnar. Hvað er það mikið? Segðu það fljótt, áður en ég drep þig. „Alls níu þúsund og átta hundruð gyllini!" Hermann, sem var viti sinu fjær af reiði, urr- aði: „Þú lýgur því! Þjófar hafa aldrei sagt frá öllu, sem þeir hafa stolið. Ég krefst þess að fá að heyra sannleikann — alla upphæðina og við það skaltu leggja þá upphæð, sem þarf til þess, að þú, fjölskylda þin og félagi þinn getið flutt frá Vín. Ég fer með þér og greiði sjálfur skuld-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.