Vikan


Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 2

Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 8, 1946 Pósturinn Blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar hef- ir sent blaðinu svohljóðajidi bréf: „Viljið þér gera svo vel að birta eftirfarandi bréf í einhverju næstu blaða „Vikunnar": — „Ég er ensk stúlka og mig langar til að skrifast á við einhvem pilt eða stúlku á aldrinum 25—35 ára. Því miður kann ég ekki íslenzku, þýzku ^ftur á móti vel, og örlítið í frönsku og spænsku. Annars þætti mér bezt að skrifa á ensku. — Eg vona að einhver vilji sinna þessu. Yðar Isabel D. Taylor, 39, Montpellier Grove, Kentish Town, London, N. W. 5, England." Kæra Vika! , Nú em samgöngumar komnar aft- ur milli Danmerkur og Islands og þess vegna ætla ég að biðja þig að gjöra svo vel að fara að birta aftur Binna og Pinna. 10 ára telpa. Svar: Að svo stöddu getum við ekki lofað þér, að þetta verði hægt, en málið verður athugað. Kæra Vika! Við emm héma tveir imgir piltar, sem lásum bréf sænska piltsins i „Vikunni" 22. nóv. Nú vill svo til, að annar okkar safnar myntum, en hinn frímerkjum. Nú langar okkur auðvitað til þess að hafa viðskipti við þennan pilt, en sá er gallinn á, að við vitum ekki hvort leyfilegt er að senda frímerki eða myntir í bréfum (eða bögglum). Nú kannske gætir þú sagt okkur þetta. En ef það má nú karmske ekki, langaði okkur til að spyrja, hvort ekki værl hægt að fá einhvers konar leyfi til þess. Einnig langaði mig að biðja þig um að gefa mér „adressu" einhverrar myntstofnunar í útlöndum (helzt á Norðurlöndum), sem hægt væri að hafa samband við nú eða seinna. Virðingarfyllst. „Skólabræður". Svar: Peninga mun ekki mega flytja út nema með leyfi viðskipta- ráðs. Samband við myntstofnanir í útlöndum höfum við ekki hugmynd um, en ef þið kæmust í samband við erlendan frímerkjasafnara, gæti hann ef til vill komið ykkur á sporið. Kæra Vika! Viltu segja mér eitthvað um Idu Lupino og hvað Van Johnson gerði, áður en hann varð kvikmyndaleikari. Vonast eftir svari sem fyrst. Áhugasöm. Ida Lupino er fædd 1916 í London. Lék fyrst í kvikmynd 1932 og fór stuttu síðar til Hollywood. Hlaut hún fyrst frægð við myndina „Ladies in retirement", 1941. Síðari myndir hennar eru „In our Time", ,,The hard way“ (1943), „Devotion" (1944). Van Johnson var kórdrengur á Broadway áður en hann gerðist kvikmyndaleik- ari. (Framh. á bls. 15). Flokksforingjar kvenskátanna. — Fremri röð, talið frá vinstri: Kristin Þorvarðardóttir, Sigurlaug Amórs- dóttir, sveitarforingi, Elín Frímanns- dóttir. Aftari röð: Sigríður Guð- mundsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir, Urmur Ágústsdóttir, Þórdís Kristins- dóttir. Kvenskátar í Hafnarfirði. — Fremsta röð, talið frá vinstri (sitjandi): Kristín Jónsdóttir, aðalheiður Alexandersdóttir, Steinimn Óskarsdóttir, Ema Másdóttir, Guðrún Jóhannes- dóttir, Jóhanna Þorbjömsdótt- ir. Önnur röð: Kristín Sigurrós Tónasdóttir, Guðrún Rannveig Guðmundsdóttir, Elin Jónsdótt- ir, Steinunn Jónsdóttir, Sigrún lónsdóttir, Amdís Kristinsdótt- ir, Helga Guðmarsdóttir. Þriðja röð: Marta Áslaug Marteins- dóttir, Friða Halldórsdóttir, Sigurlína Ámadóttir, Andrea Tryggvadóttir, Anna Erlends- dóttir, Vigfúsína Ketilsdóttir, Elísabeth Cristine Grundtvig. Fjórða röð: Sigurlaug Amórs- dóttir sveitarforingi, . Kristín Þorvarðardóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir, Rannveig Ólafs- dóttir, Torfhildur Steingríms- dóttir, Ólafía Jóhannesdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Sigríður Valgerður Ámadóttir, Þórdís Krist- insdóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Elín Frímanns- dóttir. — (Myndimar eru úr „Hraun- búanum", sem gefinn er út af skáta- félaginu Hraunbúar í Hafnarfirði). Getum enn tekið á móti nokkrum pöntunum í mokstursvélar, byggðar á bíla, til afgreiðslu í marz—apríl. VÉUR & SKIP H.F. Borgartún 4. — Sípii 2059. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, simi 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.