Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 8, 1946
„Mér tókst að gabba varðhundana hans
O’Learys," sagði hún loksins.
„Var einhver á eftir þér?“, spurði ég.
„Já,“ svaraði hún. „Ég veit ekki hver það var.
Eg skal segja þér, Sara, ég varð að komast burt.
Ég þori ekki að vera ein í húsinu í nótt. Þú veist,
að Hulda er farin, og ég er svo hrædd. Get ég
ekki fengið að vera hér í nótt?“
„Nei, það er ómögulegt. Vertu nú ekki með
neina vitleysu, Corole. Þú veizt, að St-önnu
sjúkrahús er ekkert gistihús."
Hún þreif um handlegg mér og ég fann að
hönd hennar skalf.
„Eg segi þér það satt, Sara, ég er svo hrædd.
Þú verður að leyfa mér að vera hér. Þú mátt
setja mig hvar sem þú vilt, ég skal jafnvel ekki
setja það fyrir mig að vera hér í þessari stofu."
„Ertu orðin vitstola! Það er ómögulegt, alls-
endis ómögulegt!"
„Eg verð að fá að vera hér! Þú getur ekki
verið svo harðbrjósta að henda mér út. Þú skilur
það, ég verð. „Ég fann að hún byrjaði að skjálfa
að nýju. „Ég get ekki farið einu sinni enn i
gegn um þennan hræðilega eplagarð! Ég get
ekki sofið í húsi Louis Lethenys í nótt. Það er
eitthvað óhreint þar. ö, þú veizt ekki hvernig
þetta allt er!“
„Eitthvert óhreint? Hvaða vitleysa! Láttu
mig ekki heyra svona hjátrú," sagði ég ákveðin,
en ég fann að ég hvítnaði upp.
„Það getur verið að þetta sé hjátrú, en ég
fer þangað ekki. Þú verður að lofa mér að vera.“
Ég neitaði stöðugt og bar fyrir mig allar þær
ástæður, sem ég mundi eftir í svipinn, en hún
hélt áfram að þrábiðja og að lokum bauðst hún
til að leggjast inn sem hálsbólgu-sjúklingur, „því
ég er að fá hálsbólgu af því að hafa verið úti í
svona mikilli rigningu og roki." Ég sagði henni,
að hún liti ekki út fyrir að vera neitt veik og
hún fengi engan til að trúa að svo væri.
„En ég skal nú samt lofa þér að vera," sagði
ég, „en þá verður þú að gera allt eins og ég
fyrirskipa þér og steinþegja."
„Auðvitað — elskan," sagði Corole smeðju-
lega. „Ég óska einskis frekar en að komast hjá
umtafi. En hvar á ég að vera — hér í stofu 18?
Ég er ekkert hrædd við það...“
Hún gekk í áttina að rúminu. Ég greip í kápu
hennar og dró hana að mér.
1. Eva: Nú situr Sammi frændi með sveittan
skallann!
Raggi: Hvemig stendur á þvi?
2. Eva: Hann er að reyna að hjálpa Súsan,
„Nei,“ sagði ég fljótmælt, „hér getur þú ekki
verið!“
Röddin í mér hefir víst verið nokkuð ákveðin
því mér fannst ég heyra eitthvert fliss bak við
rúmið. Corole hafði líka heyrt þetta.
„Hvað var þetta?" spurði hún óttasleginn og
kom þjótandi í fang mér.
„Það er víst köttur hér inni,“ sagði ég. ,
„Köttur! Ég hata ketti. Þeir minna mig á . . . .
Nei, ég hef óbeit á þeirn."
„Nú skalt þú, Corole, bíða hérna inni nokkur
augnablik, en þú verður að lofa mér því að þú
farir ekki fet héðan frá dyrunum. Ég kem að
vörmu spori aftur og opna hurðina, þegar öllu er
óhætt og þá ferð þú eins hratt og fætur toga
beint inn í aðalskrifstofuna. Reyndu að láta
engan sjá þig og bíddu síðan þar eftir mér, þang-
að til ég kem."
Hún muldraði etithvað í barm sér, en ég
hlustaði ekki á hana, heldur þaut út og fann upp
einhverjar ástæður til að senda hjúkrunarkonurn-
ar inn í eldhúsi eða birgðaherbergi. Síðan opnaði
ég fyrir Corole og horfði á eftir henni fram
ganginn og sá hana hverfa inn í aðalskrifstofuna.
Ég hafði engan stað fyrir hana annan en herbergi
mitt og ég lánaði henni meira að segja einn nátt-
kjólinn minn.
Ég hafði í sannleika sagt gaman af að læsa
hana inni í herbergi mínu og stinga lyklinum í
vasann. Ég veit ekki hvort Corole hefir heyrt
skrjáfið í skránni þegar ég læsti, enda var mér
sama. Ég vildi umfram allt sjá til þess, að Corole
væri ekki að flækjast um í göngum sjúkrahúss-
ins.
Klukkan var farin að ganga eitt þegar ég
kom aftur niður í suðurálmuna. Við fyrsta tæki-
færi skaust ég inn í eldhús og lagaði velsterkt
kaffi handa mér. Mér hafði 'satt að segja brugðið
talsvert við komu Coroles og mér hálfleiddist hvað
veðrið var vont. Það heyrðist mjög mikið á,
gluggar skelltust og regnið lamdi rúðurnar.
Það var frekar rólegt á næturvaktinni. Við
vorum að vísu allkvíðnar og reyndum að vera
sem mest saman. Einu sinni blöktu ljósin svo
mikið, að ég hélt að þau ætluðu nú enn að slokna,
en sem betur fór varð þó ekki af því.
Mér fannst tíminn líða ósköp hægt, einkum
vegna þess að ég beið dagsins með óþreyju og
óttaðist fyrirætlanir Hajeks og Corole, sem þau
dóttur sinni, með heimadæmin.
3. Eva: Hún á að taka próf upp úr öðrum bekk,
en hann hefir aldrei komizt upp úr fyrsta og alltaf
fengið núll í reikningi!
voru að tala um að framkvæma „í dag,“ eins og
þau komust að orði í morgun, þegar ég hlustaði
á samtal þeirra.
Að vísu var Corole nú vel geymd, þar sem
hún var lokuð inni í herbergi mínu. Ef hún hafði
gert sér upp hræðsluna og beiðni hennar um húsa-
skjól í sjúkrahúsinu hefir verið bragð hennar
þá hafði ég séð við þeim leka og sett undir hann.
Ég gat þó varla trúað því að þetta hefði verið
uppgerð hjá henni, eins og hún leit út.
Það var komið fram undir morgun og við
Maida sátum saman við skrifborðið og vorum að
athuga sjúkradagabókina, þegar við heyrðum
skyndilega hratt fótatak fyrir aftan okkur. Við
litum báðar strax við og sáum þá, að þetta var
Qlma Flynn. Hún var náföl og skjálfandi og
stamaði því út úr sér, að það væri ábyggilega
einhver inni í stofu 18. Mér brá, en svo minntist
ég O’Leary, sem falið hafði sig þar. Maicja varð
dauðhrædd sem von var, því hún vissi ekkert
um þetta.
Ég reyndi að gera sem minnst úr þessu og
sagði að þetta væri aðeins misheyrn í Olmu, en
hún varð þá fjúkandi reið og kvað það ekki
verða mér að þakka, þótt svo færi að enginn
yrði drepinn hér í nótt.
Mér fanst ég verða að aðvara O’Leary og
biðja hann að fara gætilega, ef hann vildi ekki
láta alla í sjúkrahúsinu komast að því, að hann
væri inni i stofunni. Það leið ekki á löngu þar
til ég fékk tækifæri til að skjótast inn í stofu
18. Það var aðeins byrjað að birta af degi, og ég
sá móta fyrir húsgögnunum í hálfrökkrinu. Það
var enginn í herberginu, að minnsta kosti enginn
lifandi vera. Ég sá, að hlerarnir fyrir glugganum
höfðu verið opnaðir og ég þóttist vita að O’Leary
hefði farið út um gluggann, eins og venja var
orðin í þessu herbergi!
Það var hringt til morgunverðar og hjúkrunar-
konurnar flyktust niður í kjallara. Ég var að
hugsa um, hvort ég ætti að fara upp og opna
fyrir Corole, en þá mundi ég eftir því, að hún
svaf venjulega svo lengi fram eftir á morgnana,
að ég ákvað að fara ekki upp fyr en ég hafði
borðað morgunverðinn.
Mér datt í hug að rétt væri að reyna að finna
O’Leary áður en ég opnaði fyrir Corole. Ég fór
aftur inn í stofu 18, en hann var ekki þar. Ég
hætti þá leitinni og fór upp að herbergi mínu.
Ég opnaði hurðina hægt og gægðist inn til að
aðgæta, hvort Corole svæfi enn. En viti menn,
þar var engin Corole. Sængurfötin lágu á við og
dreif um herbergið, og hún hafði sýnilega sofið
í þeim, en náttlcjóllinn, sem ég hafði lánað henni,
lá kirfilega samanbrotin á stól. Glugginn var
opinn upp á gátt og það ringdi inn í herbergið.
Ég gekk að glugganum og lokaði honum
— og á meðan ég var að því, sá ég
hvernig Corole hafði komizt burt. Hún hafði
fa.rið út um gluggann og gengið eftir þakbrún-
inni að næsta glugga, en þaðan lá gamall ryðg-
aður brunastigi niður á jörð. Stiginn var úr járni
og var festur með þykkum járnteinum, sem
steyptir voru inn í húsvegginn. Þessa leið hafði
Corole þá farið og það var sannarlega vel gert
af henni, en hún var líka bæði liðug og huguð.
Ég var hálf-skömmustuleg yfir því að hafa lát-
ið Corole smjúga þannig í gegn um greipar mér.
En ég huggaði mig við það, að O’Leary hafði
vitað um að hún var í sjúkrahúsinu og því verið
á verði, og Corole hefði varla farið iangt í
kvöldkápu sinni og hattlaus!
Ég opnaði klæðaskápinn minn og komst þá að
raun um að besti hatturinn minn var horfinn,
svo hattlaus hefir hún ekki verið. Ég hafði haft
mikið fyrir að ná í þennan hatt, því ég hef sítt
hár og get því ekki notað nema einstöku hatta,
en Corole hefir víst staðið á sama um slíkt! Ég
skal játa, að hún óx ekki' í áliti hjá mér við
þetta síðasta uppátæki sitt.
Ég flýtti mér niður til þess að leita að O’Leary.
Hann varð að fá að vita það sem fyrst, að Corole
hefði strokið burt. Að lokum tókst mér að finna
hann úti í bílskúr bak við sjúkrahúsið. Hann
MAGGI
OG
RAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.