Vikan


Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 15

Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 15
YIKAJST, nr. 8, 1946 15 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS TILKYNNINQ Frá næstu mánaðamótum hættir breska flutningamálaráðuneytið (Ministry of War Transport) að annast siglingar milli Bretlands og Islands. Vér munum því á ný hef ja reglubundnar siglingar frá HULL og LEITH til Islands með eigin skipum og leiguskipum og mun E.s. „L E C H“ byrja að ferma í Hull síðari hluta þessa mánaðar. Þaðan fer skipið til Leith og tekur þar farm til íslands. Umboðsmenn vorir eru eins og áður: McGREGOR, GOW & HOLLAND LTD., R. CAIRNS & CO., Ocean House, Alfred Gelder Street, 8. Commercial Street, HULL. LEITH. Símnefni: Eimskip, Hull. Símnefni: Eimsldp, Leith. H.F. EIMSKIPAFÉLAG fSLANDS PÓSTURINN. FramJiald al bls. 2. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og upplýsa dá- lítið fyrir okkur. Við erum hér 4 og. deilum um hvort sé eitt, tvö eða ekkert Borgfirð- ingafélag hér í Reykjavík. Sigga seg- ir að til sé Borgfirðingafélag, sem sé bara fyrir gamalt fólk, og þar séu , engir Akumesingar, því þeir séu ekki taldir með Borgfirðingum. Magga segir félögin vera tvö, ann- að fyrir unga fólkið; þar sé bara dansað og þar megi allir vera, sem hafi verið eitt sumar í Borgarfirði. Gunna segir að ekki sé til neitt fé- lag, sem heiti Borgfirðingafélag, því þeim komi ekki saman um neinn fé- lagsskap, en mig minnir að félagið sé til, og þar séu oft kaffikvöld, og allskonar skemmtanir, og ungir og gamlir skemmti sér saman. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. 4 frænkur. Svar: Hér. í bænum mun nú ekki vera starfandi nema eitt Borgfirð- ingafélag, tiltölulega nýstofnað. For- maður þess er Eyjólfur Jóhannesson, framkvæmdastjóri. Kvöld- og morgunþvottur barna. (Framhald af bls. 10). hnerrum. Ef húðfellingar og læri eru viðkvæm eða afrifin, er bezt að láta nokkra dropa af bómolíu í baðmull og strjúka húðina með gætni. Púður er þá ekki notað á hina viðkvæmu staði, en einungis borið annars staðar á kroppinn. Látið bamið aldrei leika sér að púðurbauknum, jafnvel þótt hann sé tómur, það er óþarfur ávani. Aðrir sérfræðingar ráðieggja hvorki olíu né púður á húð nýburans, en einungis volgt vatn, milda sápu og þerra húðina gætilega, en þó vandlega á eftir. Sum böm þola ekki bómolíu á húðina, og ef yður virðist, að bam sé ofnæmt fyrir henni, skulu þér tala við lækni. Að baðinu loknu fær bamið létta máltíð eftir fyrirmælum læknis. Útvegum frá Danmörku LÍMPAPPÍR í rúllum með áletruðum firmanöfnum. Fjölbreytt sýnishorn fyrirliggjandi. ö LW ■ R -¥■ umboðs- og heildverzlun. Sími 6444. slökkvarann er hægt að drepa þann, sem í stólnum situr á einu augnabliki. Blöðin í fyrramálið mun flytja greinar um hætt- una við permanenttöku. Fyrirsögnin mun hljóða eitthvað á þessa leið. „Sorglegur at- burður á hárgreiðslustofu," en að viku liðinni mun allt þetta vera gleymt. Ég gef yður eina mínútu í viðbót — fröken X------- Hann leit á úrið og hlustaði. Útidyrnar höfðu verið opnaðar og einhver rak upp hálfkæft óp. Nú heyrðist fótatak í stig- anum. „Þetta hlýtur að vera tvífarinn yðar,“ muldraði Drane. „Þrjátíu sekúndur eftir, tuttugu og fimm sekúndur." Joan sá í speglinum, að mannvera birt- ist í stiganum, það var ekki Anita, heldur sterklegur og herðabreiður lögreglumað- ur. Tveir aðrir stóðu fyrir aftan hann og beindu skammbyssum að Roger Drane. „Hendurnar upp.“ Joan sá Drane hrökkva við og líta í spegilinn. Þegar hann sá skammbyssurn- ar, lyfti hann ósjálfrátt báðum höndun- um. Hann leit af skammbyssunum í augu Joans og hún gat lesið í andliti hans spurn- inguna bak við skelfingarsvipinn. „Já, Roger Drane!“ sagði Joan og svar- aði þögulli spurningu hans. „Yður skjátl- aðist. Anita mætti yður ekki af tilviljun; hún var send af lögreglunni, til að elta yð- ur. Hún er tvíburasystir mín — fröken Y.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.