Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 8, 1946
3
Verzlunarmannalélag
Reykjavíkur fimmtíu og fimm ára.
Þann 27. janúar átti félagið afmæli, en 1. febrúar var haldið
upp á það með hófi að Hótel Borg og mun þar hafa verið
um 400 manns.
Nefnd sú, er kosin var 12. janúar, var
fljótlega búin að ljúka sér af, og kallaði
hún saman fund á veitingastað Þorláks
27. janúar til þess að ganga frá lögum fé-
lagsins og endanlegri stofnun . . .“
Um tilgang félagsins segir í fyrstu lög-
unum, að hann sé, ,,að útvega samkomu-
stað fyrir verzlunarstéttina, til þess að
leitast við að efla samheldni og nánari við-
kynning meðal verzlunarmanna innbyrðis
með iðulegum samkomum. Jafnframt er
það tilgangur félagsins, að gæta hagsmuna
Félagsheimili
V erzlunarmanna-
fólaga Reykjavikur
T Tm aðdragandann að stofnun Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur segir í fimm-
tíu ára afmælisriti rélagsins: ,,.. . 12. jan.
1891 komu ýmsir verzlunarmenn saman í
kaffihúsi því „Hermes“, sem Þorl. Ó. John-
son lét átarfrækja í Lækjargötu 4, til þess
að athuga möguleikana á því að koma á
fót félagi, er sérstaklega hefði það að
markmiði að efla samheldni og einingu
verzlunarstéttarinnar hér á landi. Var þar
kosin nefnd til undirbúnings málinu, og
voru í henni kaupmennirnir Th. Thor-
steinsson, Detlev Thomsen, Matthías Jó-
hannessen og Þorlákur Ó. Johnson og
Jóhannes Hansen, verzlunarstjóri. Engin
gögn eru til fyrir því, hver hafi átt upp-
tökin að þessu, en líkur miklar má leiða
að því, hver maðurinn hafi verið. Það
tvennt vekur þegar athygli, að fundur
þessi er haldinn í veitingahúsi Þorláks Ö.
Johnson, og að sami maður er í undirbún-
ingsnefndinni. Þorlákur hafði verið vakinn
og sofinn í því að reyna að koma einhverri
mynd á íslenzka verzlunarstétt og íslenzka
verzlun, og þessi atriði benda því ótvírætt
í áttina til hans . . . Eitt mesta áhugamál
Þorláks hafði verið að koma hér á fót
verzlunarskóla, og hafði hann margritað
um það, meðal annars í hinum nafntoguðu
vöruskrám sínum. Fóru svo leikar þar, að
11. marz 1890 var stofnað svo nefnt
„Menntunarfélag verzlunarmanna,“ er
hafði það að markmiði, að starfrækja
verzlunarskóla. Var Þorlákur í stjórn fé-
lagsins, og þegar skólinn tók til starfa 1.
október sama haust, var hann rekinn í
húsnæði Þorláks, og lagði hann það ókeyp-
is til. Það þarf því ekki að efa, að honum
var þetta tiltæki sérstaklega að þakka,
enda þótt öðrum hafi verið þakkað það,
Hallgrímur stórkaupmaður Benediktsson, formaður Verzlunarráðs Islands, flytur ræðu í hófi Verzl-
unarmannafélags Reykjavikur að Hótel Borg.
en hitt er auðvitað rétt, að þó hann væri
lífið og sálin í þessu, þá.leitaði hann hjálp-
ar annarra góðra manna til. Það er og
bezta sönnunin fyrir þessu, að skóli þessi
hvarf úr sögunni um leið og heilsa Þor-
láks þraut, sem varð rétt upp úr þessu.
Það þarf því ekki að efa, að það hafi verið
fyrir forgöngu Þorláks, að Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur var stofnað, en
einsog síðar verður bent á, hefir hann
vafalaust hugsað sér, að starf félagsins
yrði annað og veigameira, en það varð
um sinn, þó að margt gott megi þakka fé-
laginu á fyrri árum þess.
félagsmanna, einkanlega með því að út-
vega dugandi og verðugum verzlunarmönn-
um stöðu hjá góðum húsbændum. Félagið
reynir að ná þessum tilgangi á þennan
hátt: 1. með því að veita félagsmönnum
aðgang að hæfilegu og þægilegu húsi, þar
sem þeim gefst kostur á að lesa innlend
og útlend blöð og njóta þeirra þæginda,
sem hver og einn vill og getur veitt sér,
við sanngjörnu verði; 2. með því að halda
skemmtisamkomur; 3. með upplestri, fyr-
irlestrum og umræðum um málefni, er séu
skemmtandi og fræðandi eða gagnleg og
heillavænleg fyrir verzlunarstéttina; 4.
með því að stuðla að því, að verzlunar-
Framhald á bls. 7.
Setustofa í félagsheimllinu.