Vikan


Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 10

Vikan - 21.02.1946, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 8, 1946 .U in iii ni i i B nci IIIIILIU <KmjÖÍLcL Og. M.OAQ.Lm(oVI>t£uh &CLh.KCL Úr „Fyrstu árin“. MatseSillinn Eggjamjólk. 2 1. mjólk, 50 gr. hrísgrjón, 80 gr. sykur, 2 egg, rommdropar, tví- bökur og ávaxtamauk. Hrísmjölið er hrært út í % 1. af mjóik. Þ>að, sem eftir er af mjólkinni, er látið sjóða, og jafningnum hellt samaui við og þeytt, þar til það sýð- ur. Soðið í 10 minútur. Eggin og syk- urinn hrært saman og látið út í á meðan stöðugt er hrært í. Romm- dropamir eru settir út í rétt áður en súpan er borin fram. Borið fram með tvibökum og ávaxtamauki. Kjötbollur. 250 gr. kjöt, 250 gr. soðnar kart- öflur, 25 gr. tvíbökumylsna, 25 gr. maizenamjöl, 2% dl. mjólk, 1 til 2 egg, pipar og salt. Kjötið er þvegið og brytjað smátt, látið saman við afhýddar, kaldar kartöflur, tvíbökumylsnu og mjöl. Allt hakkað tvisvar eða þrisvar í iiakkavél. Síðan eru eggin ásamt jnjólkinni, lítið í seim, látið saman -við, og farsið svo hrært vel. Salt og pipar látið út í og dálítið af lauk, ef -vill. Bollumar steiktar ljósar í smjöri. Bera má fram með þessu kartöflu- salat eða grænmeti, brúnað smjör eða tómatsósu. Tízkumynd Hentugur, svartur og aðskorinn frakki. Á öxlunum em stangaðar örv- ar og handvegimir víðir. Tölumar em „yfirdekktar" með svörtu flaueli eða sama efni og er í frakkanum. Ábætir. % kg. epli, 125 gr. sykur, 3 til 4 eggjahvítur, dálítið vín, sítrón. Epliy eru soðin í þykkan graut, sykurinn settur út í; hvítumar stif- þeyttar og settar út í grautinn, þegar hann er orðinn alveg kaldur, og hrært í 20 minútur. Siðan er vín og sítrón sett saman við. Borið fram í gler- skái skreytt með þeyttum rjóma. H úsráð Kennið börnunum að hreinsa striga- skóna sina sjálfum. Látið þau bursta þá upp úr sápuvatni með stífum bursta, og ef þeir em hvítir að bera krít á þá á eftir og þurrka þá í sól. Það er hægt að ná ryðblettum af ullarfötum, og er það gert á þennan hátt: Blandaðu saman linsterkju og „peroxidi“ og gerðu úr því deig. Láttu það liggja á blettinum í 3—4 klukku- stundir og burstaðu það síðan úr. Það er ljómandi gott að nota brytj- aðar ferskjur úr dósum í kökur. Er bæði hægt að hafa þær í tertur sem lög og einnig að setja þær í deigið sjálft. Kvöld- og morgunþvottur. Baðið. Ef læknir hefur ekki ráð- lagt annað, er hæfilegur háttatími bama á aldrinum tveggja til fimm ára kl. 7 að kveldi. Hálftíma áður en þau fara í rúmið, á að baða þau úr volgu vatni. Baðið á að framkvæma með kostgæfni, án þess þó að gera það leiðinlegt fyrir bamið, en til- gangurinn með baðinu er' auðvitað sá að þvo því rækilega, en ekki sá að skemmta því. Margar mæður fylla baðkerið með alls konar leikföngum úr tréni, og verður þetta tU þess, að þær era óþarflega lengi að baða bamið og það fer að gráta, þegar það er tekið upp úr baðkerinu. Það er svo hugfangið af leikjum sinum, að sér- hver tilraun til að kenna því að hjálpa sér sjálft er árangurslaus. Þegar bamið er árs gamalt, ætti það þegar að læra að fara með þvotta- klútinn, og þegar það er hálfs fjórða árs gamalt, ætti það að geta þvegið sér að mestu leyti sjálft. Mikillar varfæmi verður að gæta þegar frá byrjun, þvi að óhapp eins og það, að bamið renni til í baðkerinu, getur orðið til þess, að það verði hrætt við baðið langan tíma á eftir. Vatnið í kerinu á ekki að vera meira en 10—• 20 cm. djúpt, eftir aldri bamsins, og aldrei má skilja bamið eitt eftir, á meðan það baðar sig, fyrr en í fyrsta lagi þegar það er orðið sex ára gam- alt. En gætið þess einnig að vera ekki harðleikin og kæmlaus, því að þá getur baðið orðið baminu hreinasta kvöl. Þegar eyra bamsins eru þveg- in, þarf t. d. að fara mjög varfæmis- lega, og ef það kemur fyrir, að bam fær sápu í augun, þegar því er þvegið um höfuðið, getur það orðið þess valdandi, að hárþvottur verði því sífellt óttaefni. Kynfæri verður að þvo vel, en varlega, þvi að langvinn erting getur vanið bamið á sjálfsfró- un. Drengir, sem ekki hafa verið umskomir, þurfa að læra að ýta for- húðinni upp og hreinsa vel undir henni a. m. k. þrisvar í viku. Þetta ætti að kenna þeim, þegar þeir em 3%—4 ára gamlir. Aldrei má baða tvö böm i sama vatni, hvort sem þau em samkynja eða ekki, en þau mega gjaman sjá hvort annað nakið, annað hvort þegar þau em böðuð eða þar fyrir utan. Að afloknu baði á að þerra bamið með mjúku handklæði. Á meðan það er mjög imgt er bezt að klappa á kroppinn með handklæðinu, þangað til hann er orðinn þurr, en seinna, þegar bamið stækkar og verður harð- gerara, má nudda bak, handleggi og fætur með varúð. Margir bamalæknar ráðleggja að bera beztu tegund bómolíu eða min- eralolíu á böm yngri en tveggja mánaða, þegar þau hafa verið þerr- uð eftir baðið. Seinna má nota örlít- ið púður, en gæta verður þess að púðra bamið varlega, svo að púðrið rjúki ekki upp I vit þess og valdi þvi Pramh. á bls. 15. Faðirinn: Hefir þú yfirgefið Bill? Móðir þín er ekki hér — hún hljóp frá mér, heim til mömmu sinnar!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.