Vikan - 30.05.1946, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 22, 1946
Framhaldssaga
5
Ævintýri á Indlandi
11
1
SKÁLDSAGA eftir J. A. R. Wylie.
■ ■IIBIBIIIIIIHIIIIUIIHIIUMUBB
„Mundi furstinn eftir, að mín væri von?“ spurði
Travers.
„Já, Sahib. Furstinn mælti svo fyrir, að höllin
skyldi herranum til umráða meðan hann biði.“
Þetta kom Travers ágætlega. Hann losaði sig
þvi fljótlega við Indverjann til þess að geta á
eigin spýtur lagt af stað í rannsóknarferð um hina
margbrotnu ganga og tómu sali. Ummál hallar-
innar var svo stórt, að ekki voru tiltök í fljótu
bragði að gera sér grein fyrir því, en er hálf
klukkustund var liðin, hafði Travers séð nóg til
þess að vera viss i sinni sök. Hér voru saman
komin stórkostleg auðæfi, sem aðeins biðu eftir
að koma fram i dagsljósið. Það var ekki laust við
að honum yrði þungt um hjartað, er augu hans
hvíldu á hinum skrautlegu, glmsteinasettu súlum
og öllu því gulli og silfri, er greypt var hingað og
þangað — i anda sá hann öllum þessum auðæfum
breytt í gjaldgenga peninga, sem hann vant-
aði til þess að koma fyrirætlunum sínum i fram-
kvæmd. Og þetta olli honum nokkurrar hryggðar,
svo að jafnvel braskarinn i honum varð að vikja
augnablik vegna menningarmannsins, sem elsk-
aði listina. Vel getur verið að Travers hefði hætt
við allt saman, ef hann hefði fengið að vera einn
fimm mínútum lengur. En fimm mínútur eru
nógu langar til að breyta örlögum margra manna.
Archibald Travers sneri sér við. Eitthvað, sem
hann vissi ekki hvað var og var sterkara en vilji
hans, rak hann til að stíga eitt skref í áttina til
dyranna — og svo stóð hann grafkyrr eins og
hann væri negldur við gólfið. I baksýn salsins
stóð hinn stóri hásætisstóll með páfuglahöfðun-
um; hann hafði varla veitt honum eftirtekt, er
hann kom inn, en kom núna fyrst eiginlega auga
á hann sökum þess að honum sýndist, að eitthvað
hreyfðist þar. ösjálfrátt þreifaði hann með hend-
inni eftir marghleypu sinni. Bak stólsins var
heilt og skrautlega útskorið og á því miðju var
hrúga af rúbínum>sem greyptir voru í það í spor-
öskjulöguðum hring. Gegnum op i loftinu skein
sólin inn og féllu sólargeislarnir beint á rúbínana,
svo að þeir voru eins og blóð á að líta. En Trav-
ers var ekki að hugsa um það. Honum til mikill-
ar undrunar fór hringurinn allt í einu að hreyf-
ast og hvarf svo alveg, og kom þá í ljós op á
stærð við mannshönd. Travers stóð eins og stein-
gerfingur og beið þess, hvað koma myndi í ljós
í dimmu opinu — hvít hönd og handleggur var
réttur gegnum opið og höndin benti honum að
koma. Hann sá að þetta var hönd gamallar konu;
hún var sinaber og mögur, en merkilega hvít.
Og hinir krepptu fingur, sem bentu honum, höfðu
svo óþægileg áhrif á hann, að hann gat hvorki
hrært hönd né fót. Sjálfsagt hefir heil mínúta
liðið, þar til höndin allt í einu hvarf, eins og hún
væri orðin þreytt af hinum árangurslausu til-
raunum sínum, og þögnin var rofin af skjálfandi
rödd, sem lét i eyrum eins og hún kæmi frá
dauðra manna gröfum:
„Englendingur, hlustaðu á mig í Jesú nafni!“
Á sama augnabliki þaut Travers gegnum sal-
inn, hljóp upp tröppurnar að hásætisstólnum og
beygði sig niður að opinu. ósjálfrátt lækkaði hann
röddina og hvíslaði:
„Hvað er þetta? Hver eruð þér? Hvað viljið
þér mér ?“
„Kyrr, kyrr, enginn má heyra til mín. Kemur
nokkur?“
Travers lagði við hlustirnar.
„Já,“ hvíslaði hann. ,,Ég heyri að einhver kem-
ur. Flýtið yður. Hver eruð þér?“
„Enginn má vita, hvað þér hafið heyrt og séð —
flýtið yður — ef þér metið líf yðar nokkurs.
Takið við þessu.“
Travers taldi sér trú um, að hann hefði séð
tvö skínandi augu; svo kom höndin í ljós aftur
og í þetta sinn með þykkan skjalaböggul. Travers
greip böggulinn og tróð honum í brjóstvasa
sinn. Fótatakið fyrir utan færðist nær. Hann
heyrði hina fyrirmannlegu rödd Nehal Singhs —
hann varð að hraða sér. Með rödd, sem titraði af
æsingu, hvíslaði hann:
„Hvað á ég að gera við þessi skjöl?“
„Lesið þau — og dæmið svo sjálfur, hvað gera
skal — ég þekki ekki ástæðurnar. Og farið svo
— í guðs nafni.“
„Get ég ekki gert eitthvað fyrir yður? Þér
eruð þó enskar —.“
Lágur, veiklulegur hlátur, sem skar mann í
hjartað, heyrðist.
„Eg er ekkert. Þér getið ekki hjálpað mér.
Innan skamms er ég dauð —.“
„Hver eruð þér?“
Ekkert svar. Aftur sá Travers blikandi rúbín-
ana. Allt var horfið eins fljótt og óvænt og það
hafði komið. Augnablik stóð hann álútur eins og
hann væri að skoða útskurðinn á stólnum, svo
sneri hann sér við og var þá fullkomlega búinn
að ná sér — og stóð augliti til auglitis við Nehal
Singh.
Furstinn lyfti hendinni í kveðjuskyni og gekk
brosandi til Travers.
„Þjónar mínir sögðu, að ég myndi finna yður
hér. Ég vona að yður hafi ekki leiðst?“
„Nei, sannarlega ekki,“ mælti Travers og gekk
niður tröppurnar, sem lágu upp að hásætisstóln-
um. „Ég hefi skemmt mér konunglega. Ég er
viss um, að þeir eigið skrautlegasta og dýrmætasta
gimsteinasafnið, sem til er á Indlandi."
„Jæja, einmitt það,“ svaraði Nehal og hló.
„Þér hafið ef til vill verið að reikna út, hve mikils
virði það væri?“
„Ef til vill,“ mælti Travers og það var ekki
laust við að ofurlitillar beiskju kenndi í röddinni.
„En svo lítilsigldur er ég þó ekki, að ég kunni
ekki að meta fegurðina, hvað svo sem verðmætinu
líður."
Nehal Singh benti honum með hendinni að
setjast við lágt borð, sem þjónn einn hafði komið
með inn.
„Fyrirgefið," mælti hann, „Þér megið ekki
móðgast af athugasemdum mínum. Ég hélt, að
þér skoðuðuð allt frá viðsklptalegu sjónarmiði —
að minnsta kosti hefir mér virzt svo eftir orðum
yðar að dæma.“
„Það er líka alveg rétt,“ mælti Travers og var
nú allt í einu kominn í sitt venjulega glaðværa
skap. „Þér megið ekki taka það of hátíðlega,
Rajah, þótt þetta fagra umhverfi hafi snöggvast
látið mig gleyma hinum venjulegu hagkvæmu
skoðunum mínum á hlutunum. Þetta varaði að-
eins stutta stund, og nú er ég aftur orðinn fjár-
aflamaðurinn með skýra hugsun og heila, reiðu-
búinn til þénustu yðar, Rajah.“
Nehal kinkaði kolli.
„Það er lika sjálfsagt hið eina rétta. Maður
hefir ekkert leyfi til að ganga gegnum lífið eins
og draumóramaður, enda þótt draumurinn sé
fagur, ef maður getur í raun og veru ekki komið
honum í framkvæmd. I draumum mínum hefi
ég elskað heiminn og meðbræður mína. En til
hvaða gagns er það, ef ég geri ekki neitt til að
draga úr allri þeirri neyð og sorg, sem til er i
veröldinni? Ég verð að hefjast handa og hjálpa.
Ég verð að „selja allt, sem ég á.“ Var það ekki
þetta, sem Kristur ykkar sagði við unga mann-
inn?“
Travers gat ekki dulið undrun sína.
„Er nokkuð það til, sem þér ekki vitið eða
hafið ekki lesið?“ spurði hann brosandi.
„Ég hefi lesið mikið,“ svaraði hann alvarlega,
„en mér finnst að það hafi verið fyrst í gær, að
ég í raun og veru lærði nokkuð. Á skammri
stundu í gær rann upp nýr heimur fyrir mér.“
Hann hallaði sér áfram og rétti út höndina. „Ég
spyr yður við drengskap yðar, áður en þér skýrið
mér frá fyrirætlunum yðar og áður en ég fyrir
alvöru legg hönd að hinu stóra verki — haldið
þér að það muni verða til eins mikillar hamingju
fyrir þjóð mína og þér látið í veðri vaka? Mun
það bjarga henni úr neyð hennar og örbirgð ? Mun
það gera hana sjálfstæða og hamingjusama ? “
„Ef ég á annað borð er sannfærður um nokk-
urn hlut, þá mun þetta verða þjóð yðar allt það,
sem ég hefi sagt,“ svaraði Travers.
Nehal Singh dró borðið nær sér og andvarpaði
léttilega.
„Segið mér fyrirætlanir yðar,“ mælti hann.
XIV.
Opin leiö.
Það voru blandaðar tilfinningar fólks í
ensku nýlendunni, er rætt var um fyrirtæki
furstans. Carmichall ofursti lét í ljós tilfinning-
ar sínar með þeim orðum, að heldur vildi hann
stinga hendinni í býflugnabú en reyna að gera
nokkrar tilraunir til bóta í þeirn hluta bæjarins,
þar sem hinir innfæddu bjuggu, og hann var
sannfærður um, að hinir innfæddu væru eins
fastheldnir við óhreinindin og ójn'ifnaöinn eins og
trúarbrögðin. En þrátt fyrir þessa svartsýni, mið-
aði verkinu drjúgum áfram. Og það bezta við
þetta var, að fjöldi innfæddra bauð sig fram til
hjálpar, miklu fleiri en hægt var að nota; þeir,
sem ekki komust að, voru sendir burtu aftur og
hughreystir með því, að bráðum yrði byrjað á
öðru stórvirki, þar sem þeir fengju vinnu og
kraftar þeirra kæmu að notum.
Mánuði eftir að hornsteinninn hafði verið lagð-
ur, kom Stafford í eftirlitsferð. 1 fylgd með hon-
um voru furstinn og Travers. Á heimleiðinni fór
hann fram hjá bústað Mrs. Cary, og þegar hann
sá Beatrice á veröndinni, reið hann þangað til að
heilsa upp á hana. Það var engum erfiðleikum
bundið að fá hann til að koma inn í hina þægi-
legu og svölu dagstofu. Hann vissi, að Lois var í
klúbbnum, og þá var ekki neitt slorlegt að njóta
samvlsta Beatrices eftir heitan og erfiðan síðari
hluta dags. Þessi tvö voru nefnilega orðin mjög
góðir vinir og mátti þó merkilegt heita. Stolt
hans og staðföstu lyndiseinkunnir voru í beinni
mótsetningu við kæruleysi hennar gagnvart al-
menningsálitinu og það sem einu sinni var orðið
að hefðbundinni venju. Og þá féll hún honum vel
í geð.
Einkum var honum ánægja að því í dag að
geta í ró og næði talað við Beatrice. Efi hafði
allt í einu vaknað í sál hans og hann þarfnaðist
að tala við einhvern, svo að þetta skýrðist betur
fyrir honum.
„Þér þekkið skoðanir mínar,“ tók hann til
máls, er hann hafði komið sér þægilega fyrir í
notalegum stól, þar sem hann gat séð Beatrice,