Vikan - 30.05.1946, Page 11
{tiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiittiltliiiilitiiitiiiiirtij^
VIKAN, nr. 22, 1946
11
Ættfaðirinn
„Það er vegna þess, að hún er svo máttfarin.
Ég býst ekki við, að hún vakni framar úr þessu
dái. Eru ættingjar hennar viðstaddir hér?“
„Bróðir hennar er hér. Hann er eini ættinginn,
sem hún á hér í Vínarborg."
„Ég býst við, að réttast sé að senda eftir honum
sem fyrst, ef hann á að sjá hana lifandi."
Emanuel sneri sér að Simoni, sem stóð við hlið
hans og sagði: „Sækið Hirsch!“ En Ishmael
Hirsch neitaði að koma. Hann óttaðist dauðann.
Emanuel stóð við rúmið og horfði á móður
sína. Það var mjög kyrrt í herberginu, hann
heyrði aðeins andardráttinn í móður sinni. Hjúkr-
unarkonan gekk hægt um í hálfdimmu herberg-
inu, bar inn vatnsskálar og flöskur og annað,
sem með þurfti. Skyndilega byrjaði ljósið að
blakta, og móðir hans kipptist við. Emanuel
beygði sig niður að henni og sagði áfjáður:
„Mamma, mamma, talaðu við mig!“
Hún opnaði augun og þau virtust jafnskær og
venjulega. Hún brosti við honum:
„Hermann, elsku Hermann . . . ," sagði hún
lágt. Augnalokin sigu hægt saman, og hún hné
aftur látin.
III.
Hirsch dreypti á koníakinu sínu. Þetta var
fyrirtaks koníak, sem hann Hermann átti, nei —
ekki hann Hermann, því hann átti ekkert framar.
Það var hvolpurinn hann Emanuel, sem nú átti
allt. Hann þreifaði um vestisvasann, til þess að
fullvissa sig um, að blaðið, sem upplýsingarnar
voru skrifaðar á, væru þar enn. Jú, þarna var það
enn og í krafti þess skyldi hann ná sér niðri á
Emanuel. Prinsessan Maria Dietrich! — ja, hann
skyldi sýna Emanuel hvað það kostaði að fjand-
skapast við Ishmael — eða réttara sagt Justus
— Hirsch!
Hurðinni var hrundið upp, og Emanuel gekk
inn. Hann virtist hærri en venjulega, nú þegar
hann var i sorgar-búningnum, og það virtist lýsa
af andliti hans í hálf-dimmu herberginu. Það var
fölt, en með festusvip.
„Mamma er dáin,“ sagði hann blátt áfram.
Hirsch hrökk við og stóð upp. „Er Rachel dá-
in — systir mín? Hvers vegna var ég ekki lát-
inn vita fyrr? Hver leyfði sér slíka ósvífni?"
„Þú varst látinn vita. Símon Cohen kom til
þín og bað þig að verða sér samferða, en þú vild-
ir heldur sitja hér við koniaksdrykkju." Hann
þagði andartak, en bætti svo við: „En nú má ég
kannske biðja þig um að fara héðan?"
„Fara! An þess að sjá systur mína?“
„Kvenfólkið er inni hjá henni núna, en ef þú
vilt bíða svolítið, þá getur þú farið inn til hennar
á eftir til að kveðja hana. En mundu, að svo
verður þú að fara tafarlaust, og að frá þessari
stundu þekki ég þig ekki framar."
Tárin komu fram í augu Ishmael og hann hafði
grátviprur um munninn. Hann var skjálfraddað-
ur, þegar hann sagði: „Ég trúði ykkur ekki, þegar
þið sögðuð mér, að Rachel væri hættulega veik.
Ég hélt, að þið væruð að hræða mig.“
Emanuel starði á hann með samanbitnar varir:
„Biddu Símon að aðgæta, hvort kvenfólkið er
farið, og ef svo er, skaltu hraða þér þangað og
kveðja systur þína — og fara síðan burt.“
„Er þér alvara?"
„Já, það veit hamingjan, Ishmael Hirsch."
Emanuel gekk út og lokaði dyrunum á eftir sér.
Nokkru síðar kom Símon Cohen að honum þar
sem hann sat í stól og faldi andlitið í höndum
sér. Simon gekk hægt að honum og lagði lófann
á öxl honum.
„Emanuel, Emanuel," hvíslaði hann, „komdu nú,
þú mátt ekki gráta svona mikið."
Emanuel leit upp og virti fyrir sér þennan litla
vingjarnlega mann, sem hann hafði þekkt allt
sitt líf. Hvílík brey ting á einum manni! Hann bar
eltki minnsta svip af hinum fríða, unga Gyðingi,
sem hafði sprangað um götur Vínarborgar, eins
og hann ætti þær og sveiflað montprikinu eins
liðlega og foringi í lífvarðaliði keisarans, háleitur
og virðulegur.
„Ég veit það, Símon,“ sagði hann hásri röddu.
„En ég get ekki hætt, mér finnst ég svo einmana
og mér finnst ég hafa gert svo margt á hluta
foreldra minna, en nú er of seint að biðja um
fyrirgefningu á því. Nú verð ég að standa á eig-
in fótum, en get ég ekki látið foreldra mína styðja
mig og vernda. Bylgjur hafsins og stormar lofts-
ins skella nú beint á mér! ó, Símon, mér finnst
byrði mín allt of þung. Vilt þú vera hjá mér og
vera mér eins góður og hjálplegur og þú varst
föður minum?"
Símon Cohen leit úndan. Hann kreppti hnefana
og dró annan fótinn hægt eftir mynztrinu á gólf-
ábreiðunni.
„Það getur, held ég, varla orðið algerlega eins
okkar á milli," sagði hann hægt.
„En svipað?"
„Við skulum ekki tala um þetta núna, Emanuel.
Það er orðið framorðið og þú þarft nauðsynlega
að fara að hvíla þig. Morgundagurinn verður erf-
iður fyrir þig. Við skulum bjóða hvor öðrum góða
nótt!"
FJORÐA BÓK.
I. KAFLI.
I.
Markus Breal settist í stóra hægiindastólinn og
grúfði sig yfir skjölin á skrifborðinu. Emanuel
sat andspænis honum við borðið og beið með sýni-
legri eftirvæntingu eftir áliti hans um fjárhaginn.
Það var liðinn meir en mánuður frá dauða for-
eldra Emanuels, og rannsókninni á eignum og
skuldum, búsins var nú að verða lokið.
„Ég hef farið yfir öll þessi plögg," sagði Breal,
„ og get gefið þér nákvæmar upplýsingar um hag
búsins og verzlunarinnar."
„Það er ágætt," svaraði Emanúel. „Ég hef
beðið þess með eftirvæntingu að fá að vita, hvern-
ig útkoman verður.“
Breal fór aftur að blaða í skjölunum, og Ema-
nuel varð enn óþolinmóðari en áður. Hann vissi,
að Markus Breal var af öllum talinn duglegur
lögfræðingur, en það var eins og hann fengi sig
ekki til að segja frá ástandinu eins og það var.
Vesalings Markus, hann var allt of viðkvæmur!
Hann ætti að geta skilið, að hér var aðeins um
álit hans sem lögfræðings að ræða, en ekki hvað
hann sem ættingi Emanuels vildi að væri eða
væri ekki.
„Jæja, Markus frændi," sagði Emanuel, „láttu
mig nú heyra þetta, þó illt sé. Settu það ekki
fyrir þig, þótt útkoman sé ekki sem bezt. Ég er
við öllu búinn."
„Ertu við öllu búinn? Jæja, það er ágætt, ekki
mun af veita. Það er sárt til þess að vita, að eins
Framhaldssaga:
Eftir NAOMI JACOB.
duglegur kaupmaður og Hermann Gollantz var,
skuli ekki hafa komizt betur af en þetta."
„Eru eignirnar þá — engar?“, spurði Emanuel
hægt.
Það var eins og hin rólega framkoma Ema-
nules gæfi Markúsi kjark til að leysa frá skjóð-
unni: „Fyrirtækin sem lagt hefir verið í, eru
einskis virði. Húseignirnar eru svo veðsettar, að
þær eru næstum verðlausar. Peningar í banka —
smá-upphæðir ? Þetta er allt og sumt! Mér þykir
fyrir að þurfa að segja þér þetta, við vitum báðir,
hvert peningarnir hafa rtmnið." Hann kreppti
hnefana i bræði og hrópaði: „Þessi bannsetti
Gonoph! Ég vildi að hann væri kominn hingað
og . .. .“
„Hvað mundi það stoða? Hann hvorki getur
né vill borga nokkurn eyri af því aftur, sem hann
hefir fengið. — Jæja, það er þá ekki um nein-
ar eignir að ræða?“
„Ekki nema birgðirnar í verzluninni."
„Þær verð ég að selja til að borga skuldir með,
laun og fleira. Látum okkur nú sjá — æ, ég get
aldrei reiknað með þessrnn dölum og krónum, því
pabbi reiknaði allt í gyllinum. Atta þúsund dalir
— ég skulda klæðskeranum mínum sex hundruð.
Ég hef fengið mér nokkuð mikið af fötum, það
er satt, en nú þarf ég heldur ekki að fá mér
nokkra flik í mörg ár. Aðrar skuldir munu vera
nálægt þremur þúsundum, varla meira. Þá get-
ur Simon Cohen fengið fjögur þúsund dali og
ég fjögur hundruð. Þá bjargast þetta allt nokk-
urn veginn."
„Ætlarðu að láta Simon Cohen hafa fjögur
þúsund — er þér alvara?"
„Já.“ Emanuel sagði þetta svo ákveðið, að
Breal vissi að honum var þetta alvara.
„Þú lifir ekki lengi á fjögur hundruð dölum,"
sagði hann hægt.
„Nei, aðeins fyrst um sinn. Síðan ætla ég að
reyna að vinna mér inn peninga. Faðir mínn var
ekki aðeins listmunasali, heldur einnig safnari, og
þetta safn hans á að verða upphafið að verzlun
minni. Safnið er að vísu lítið, en það eru margir fá-
séðir hlutir í því. Ég hef skoðað það og mig rak í
rogastanz. Fáséðir vasar, málaðir ævintýralegum
myndum, keramik, kennt við Rouen, með fíngerðu
rósaskrauti — það er því dýrara sem það er
eldra — og svo er það María mey með Jesú-barn-
ið, eftir d’Evreux, og yndisleg húsgögn, teppi,
fílabein . . . Fyrirgefðu, Markús frændi, þér hlýt-
ur að leiðafet þetta mas i mér. Þú veizt hvemig
óg er, þegar ég fer að tala um gamla muni, þá
get ég aldrei hætt. En þú skalt ekki vorkenna
mér. Ég er ánægður með hlutskipti mitt og mér
mun takast að koma undir mig fótunum."
„Fjögur hundruð krónur endast ekki lengi,"
sagði Breal hugsi.
„Fjögur hundruð eru að vísu minna en fjögur
þúsund, en þó eru þau betri en ekki neitt.“
„Þig hefir aldrei skort neitt og stundum hefir
þú lifað við góð kjör.“
„Ég ætla heldur ekki að láta mig skorta neitt
og helzt hef ég hugsað mér að lifa við mjög
góð kjör!"
„Viltu leyfa mér að leggja fram nokkurt fé til
fyrirtækisins, sem þú ætlar að fara að stofna?"
Nú hvarf brosið af vörum Emanuels. Hann
stóð upp og gekk að Markúsi Breal, horfði blítt,
á hann og sagði vingarnlega:
„Kæri Markús frændi. Ég get ekki fundið nógu-
sterk orð til þess að þakka þér veglyndi þitt. Ég
I