Vikan


Vikan - 20.06.1946, Blaðsíða 3

Vikan - 20.06.1946, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 25, 1946 3 Síðasta viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur: „Tondeleyo66. TC'IMMTUDAGINN 6. JÚNl 1 hafði Leikfélag Reykjavík- ur frumsýningu á „Tondeleyo“ (White Cargo), leikriti í þrem þáttum (sex sýningmn), eftir Leon Gordon. Leikurinn gerist á vesturströnd Afríku. Höfund- ur lætur eftirfarandi athuga- semd fylgja leiknum: „Við samningu þessa leikrits hefur ekki verið gerð nein vísvitandi tilraun til að skapa eða útiloka „sensationalisma". Leikurinn er tilraun til þess að draga upp mynd af þróunarbaráttu í landi, sem stöðugt þrjóskast við ásælni menningarinnar. Hann er harmleikur hinnar sí-brenn- andi sólar, sem veldur óum- flýjanlegum fúa, fúa, sem feyskir ekki einungis allan jurtagróður og ýmislegt annað, heldur einnig hug og hjarta hinna hvítu manna, sem eru að reyna að sigra landið.“ Það er fengur að fara og sjá þennan leik. Hann hefði átt skil- ið að vera til sýningar á heppi- legri árstíma og fólk ætti að sækja svo vel þessar fáu sýn- ingar, sem verða í sumar, að tryggt sé, að hann verði sýndur áfram í haust. Svona góðir leik- ir og vel leiknir þurfa að ganga vel. Indriði Waage sýnir það nú enn einu sinni, að hann er af- bragðs leikstjóri og þó að hann virtist mjög slæmur af kvefi á frumsýningunni lék hann sitt vandasama hlutverk ágætlega. Leikurinn gerist allur í sama umhverfi, kofa Ashleys, manns- ins, „sem fer“, bugaður á líkama og sál. Brynjólfur Jóhannesson leikur hann vel. Langford er „maðurinn, sem kemur,“ tekur við af Ashley, og leikur Indriði Waage hann. Weston er sá, „sem er kyrr“ og leikur Jón Aðils hann. Við höfum áður sagt það um Jón, að hann væri alltaf að vaxa sem leikari og hann þurfi að fá tækifæri til Jón Aðils sem Weston (maðurinn, „sem er kyrr“) og- Inga Þórðardóttir sem Tondeleyo. Frá vinstri: Inga Þórðardóttir sem Tondeleyo og Indriði Waage sem Langford („maðurinn, sem kemur“). dórsson, leiksviðsstjórn og vinnuteikningar voru verk Finns Kristinssonar, en leik- tjaldasmíði annaðist Kristinn Friðfinnsson; ljósameistari Ein- ar Bachmann. Hljómsveitar- stjóri var Þórarinn Guðmunds- son. Það skal endurtekið, að þenn- an leik ættu sem flestir að sjá. Inga Þórðardóttir sem Tondeleyo. Þetta er sagan um það, hve harða baráttu hvíti maðurinn verður að heyja á þeim stöðum á hnettinum, þar sem hann er ekki hagvanur, þar sem „stað- hættirnir“ eru á þann veg, að hann á illt með að þola þá, bæði líkamlega og andlega. Þessari baráttu lýsir leikrit- ið mjög vel, þrátt fyrir einfald- leik sinn — maður finnur til með þessum mönnum, sem eru að berjast við hitann og fúann og hina innfæddu. að sýna það. Hann gerði það í þessu hlutverki. Okkur finnst hann vera kominn í fremstu röð þeirra leikara, sem nú starfa hér. Hann lék afbragðs vel manninn, sem er kyrr. Valur Gíslason lék lækni og hefir stórt hlutverk. Þegar hann fær hlut- verk við sitt hæfi, þá stendur hann sig prýðilega og það var að þessu sinni; um hæfileika hans þarf ekki að deila. Tonde- leyo er eina kvenpersónan í leiknum, vel gefin, en „óupp- lýstur“ kynblendingur, er farið hefir illa með margan manninn, og leikur Inga Þórðardóttir þetta hlutverk mjög vel. Gestur Pálsson leikur skipstjóra og gerir honum ágæt skil. Aðrar persónur eru: Vélstjóri (Valdi- mar Helgason), Worthing (Rú- rik T. Haraldsson) og Jim Fish, innfæddur (Sigfús Halldórs- son). Frá vinstri: Indriði Waage sem Langford og Valur Gislason sem lœknirinn. Leiktjöld málaði Sigfús Hall- Sigfús Halldórsson sem Jim Fish (innfæddur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.