Vikan


Vikan - 20.06.1946, Blaðsíða 13

Vikan - 20.06.1946, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 25, 1946 13 Veiztu þetta: Skritlur. hefi ekki gert það, þá geri ég það ekki. Með virðingu, yðar — Hún: Áður en við giftumst sagðist þú geta hlustað á fögru röddina mína heila nótt. Hann: Mig grunaði ekki, að ég þyrfti að gera það! 1. maður: Leyfir þú konunni þinni, að gera allt, sem hana langar til? 2. maður: Nei, hún gerið það í leyf- isleysi! Bóksali nokkip- fékk endursenda pöntun með þessum orðum: „Herra bóksali! Ég hefi aldrei pantað þessa andstyggilegu bók. Hafi ég gert það, þá hafið þér aldrei sent hana. Og ef þér hafið sent hana, þá hefi ég ekki fengið hana. Ef ég hefi fengið hana, þá er ég búinn að borga hana. Ef ég Stúikan (nýkomin í blaðamennsk- una): Það er ekkert hægt að skrifa um þetta brúðkaup, ritstjóri. Brúð- guminn mætti ekki! 1. Lengst til vinstri:: Öm var „verndarfugl" í Wisconsin, í þrælastríðinu í Bandaríkj- unurn. — 2. Að ofan í miðju: Hillingar eru ljósöldur, sem sveiflast til af misheitu lofti. — 3. Lengst til hægri: Svona voru ferðaljósmyndarar útbúnir í Bandaríkjunum 1840. — 4. Að neðan í miðju: Maturinn er sex sekúndur að fara frá munninum og niður í magann. í kofa skógarvarðarins. BARNASAGA. SÖLIN skein í heiði og fuglarnir sung og það var svo yndislegt í skóginum, að Bent litli gat ekki skilið, hvers *fregna fólk undi annars staðar en þarna á milli trjánna. Hann hljóp syngjandi eftir skóg- argötunum, en allt í einu nam hann staðar og varð undrandi á svipinn. Upp við gamla beikitréð, sem hafði fallið í ofviðrinu, stóð yndisleg kona, en tvö börn héngu í pilsum hennar. „Þetta er drottningin,“ hugsaði Bent. „Hvernig stendur á að hún er hérna?“ Hann tók ofan húfuna og gekk nær með mikilli virðingu, þegar drottn- ingin benti honum að koma og sagði: „Heyrðu, drengur minn, veiztu hvort það er eitthvert hús hér í nánd? Ég og börnin mín erum orðin svo þreytt og svöng." „Jú, göfuga drottning," svaraði Bent. „ég er einmitt að fara til föður- bróður míns; ef drottningin, prinsinn og prinsessan vilja koma með mér, þá skal ég fylgja ykkur þangað.“ Siðan gekk Bent með þeim, þar til þau komu að litla, snotra skógarvarð- arhúsinu, þar sem Bent átti heima ásamt föðurbróður sínum. „Eg er skógarvörðurinn," sagði föðurbróðir Bents, „og býð ég drottn- inguna og börn hennar velkomin und- ir þak mitt hér er maturog drykk- ur og góð rúm handa þreyttum!" Þegar máltíðinni var lokið og sól- in gengin til viðar, settust gestirnir í dyrnar og horfðu á bjarta tungl- skinsgeislana gægjast í gegnum trjá- krónurnar. Sumarnóttin varð hlý og skógarvörðurinn dró fram flautu sína og tók að leika á hana. Það voru undarlegir, blíðir og ang- urværir tónar, sem komu úr flaut- unni, og alls konau dýr streymdu að til að hlusta á lögin. Skógarmús og íkomi komu alveg að dyrunum, nokkrir hérar gægðust fyrir húshorn- ið, froskar, broddgeltir og sníglar stóðu álengdar og uppi í trjánum tistu fuglarnir og kvökuðu. Skógarvörðurinn spilaði um stund fyrir gesti sína, bæði þá, sem í dyr- unum sátu, og þá, sem fyrir utan stóðu, en að síðustu sagði hann: „Hvernig víkur því við, að drottn- ingin og konungsbörnin fara ein út í skóg og reika þar um svöng og in, „skýrði hann frá því að svarti prinsinn, húsbóndi sinn, væri á leið- inni með mikið herlið og ætlaði sér að leggja undir sig land mitt og setj- ast að í höllinni. Yrði ég að hverfa sem skjótast burt með börn mín, ef ég vildi komast hjá blóðsúthelling- um og bardaga. Fólk mitt bað mig að vera kyrra og berjast, en það vildi ég ekki, því að ég vissi að prinsinn hafði miklu öflugra lið en ég, þess vegna yfirgaf ég höllina í morgun, ásamt börnum mínum.“ „Þið hafið öll heyrt þetta!" hróp- aði skógarvörðurinn til dýranna, >,far- ið nú og gerið skyldu ykkar.“ í sama bili heyrðist mikill vængja- þreytt, í stað þess að fara heim að höllinni ?“ „Við eigum enga höll framar," svaraði drottningin, „óvinur okkar, svarti prinsinn, hertók hana!“ „Hvemig vildi það til?“ spurði skógarvörðurinn. „Ég hefi ekki heyrt, að styrjöld væri í landinu." „Nei, það hefir heldur ekki verið barizt," svaraði drottningin, „ég vildi ekki að hraustu hermennirnir mínir yrðu drepnir af mönnum svarta prinsins. Nú ætla ég að segja ykkur alla söguna." „Já, sagði skógarvörðurinn, „og það er bezt að dýrin hlusti einnig á hana." „Dag nokkurn kom riddari ríðandi upp að höll minni," sagði drottning- þytur og skrjáf og dýrin hurfu brott. Þessa sömu nótt var mikil hátíð í höllinni, þar sem svarti prinsinn og menn hans voru setztir að. Þegar há- tíðarhöldin stóðu sem hæst varð loft- ið svart af mýflugum, sem stungu mennina, svo að þeir flúðu öskrandi og veinandi inn í þau herbergi, sem flugurnar gátu ekki komizt inn í. Þúsundir af músum og rottum þyrptust að matarleyfunum og átu þær. Stórir fuglar flugu á rúðurnar og brutu þær, svo að smáfuglarnir kæmust inn, og gerðu þeir ennþá meiri usla í matnum en mýsnar og rotturnar. Hérar og íkornar komu á eftir, og þegar svarti prinsinn ætlaði að fara að hátta, lágu margir broddgeltir í rúminu hans. Froskar og sníglar voru dreifðir um allt og þarna var svo öm- urlegt að prinsinum og förunautum hans varð ekki um sel. Morguninn eftir var ekkert til að borða, því að það, sem dýrin höfðu ekki lokið við, var svo óhreint og sundurétið, að engin leið var að leggja sér það til mimns. „Hér getum við ekki verið!" sögðu liðsmenn prinsins, „þessari höll fylgja einhverjir töfrar og gjömingar!" Þeir söðluðu hesta sina og riðu brott og prinsinn varð að fara með þeim, því að hann þorði ekki að vera einn eftir í höllinni. Reiðir og svangir riðu þeir af stað og sneru sér aldrei við, þvi að þeir þráðu að komast burt frá þessari draugalegu höll, sem var full af ó- vættum, er áreittu þá á allar lundir. Þegar þeir voru horfnir, sneru dýr-. in aftur til skógar, og skógarvörQui>- inn, sem skildi dýramál, sagðl við drottninguna. „Kæra drottning, nú getur þú farið aftur til hallar þinnar, því að óvin- irnir hafa yfirgefið hana. En leitaðl* aftur til okkar hérna í skóginúm, ef þú lendir i vandræðum!" Drottningin þakkaði skógarverðin- um innilega fyrir og bað hann að koma og heimsækja sig í höllina. Hún sagði einnig við Bent að hann mætti búa í höllinni, ef hann vildi. En Bent hristi höfuðið og sagði: „Ég og föðurbróðir minn munum koma einhvem tima og heimsækja drottninguna, prinsinn og prinsess- una, en við viljum ekki búa í höll- inni — við elskum skóginn og dýr- in í honum og getum ekki án þeirra verið!" Upp frá þessu komu drottningin og börn hennar á hverju sumri i heimsókn til skógarvarðarins. Lék hann þá á flautuna fyrir þau, og fugl- ar og önnur dýr merkurinnar söfnuð- ust saman til að hlusta á lögin. Drottningin gleymdi aldrei að það var skógarvörðurinn og vinir hans, sem sigruðu óvini hennar — án bardaga og blóðsúthellinga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.