Vikan


Vikan - 20.06.1946, Page 10

Vikan - 20.06.1946, Page 10
10 VIKAN, nr. 25, 1946 I • HEIIVI Matseðillinn. Hakkað buff. ( 2 kg. malað kjöt (nauta- eða kálfskjöt). % 1. kjötsoð eða vatn. 50 gr. hveiti. 6 iaukar. Steikt í : 175 gr. smjöri 1% tesk. salt. Kjötið er þvegið með klút; stœrstu Sinar og himnur teknar af, skorið í litla bita og hakkað einu sinni. Bún- ar til litlar buffkökur með hníf, Stráð á salti og pipar. Kökunum dýft í hveiti og brúnaðar fallega ljósbrúnar báðum megin. Látnar í pott með heitu vatni eða soði og soðnar hægt í 45 mín. Þá eru þær teknar upp og haldið heitum; sósan jöfnuð með hveitinu, sem áður er hrært út í köldu vatni, hún er soðin í nokkrar mínútur; salt látið í, ef þarf. Kökunum raðað á fat og sós- unni hellt yfir. — Laukurinn er brytjaður smátt, brúnaður og stráð yfir stykkin. Brúnaðar kartöflur bornar með. Brúnaðar kartöflur. 1% kg. kartöflur. 150 gr. smjör. 100 gr. sykur (gjarnan púður- sykur). Kartöfiurnar eru þvegnar, soðnar og afhýddar og látnar kólna. Syk- t HtJSMÆÐUR ! MUNIÐ: mœr REYKJAVIKUR Í i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ILIÐ • urinn er settur á pönnu, og þegar hann er fallega brúnn, er smjörinu hrært saman við, kartöflurnar látn- ar á og brúnaðar ljósbrúnar. Tizkumynd Gulir, grænir og rauðir litir eru mjög í tízku núna í sumar. Þessi frakki er úr gulu, þunnu ullarefni og er léttur og hentugur utan yfir sum- arkjóla. Ermarnar eru með víðum handvegi og ein felling sitt hvoru megin að framan. Á beltinu er dökk- brún beinspenna. Þegar brúnir blettir koma á diska og bolla, núið þá uppúr sóda og þvoið síðan úr sápuvatni. Rafmagnsverkstöðin Barónsstíg 13. Sími 1254. FRAMKVÆMIR: Allskonar rafvirkjun við vélar og nýbyggingar, einnig viðgerðir á hverskonar rafmagnsvélum og tækjum. llfimMIIMIIKIIIMIII 3 Sænska listíðna ða rsýningin Hún er haldin á vegum Norræna félagsins og var opnuð 13. þ. m., en skömmu áður höfðu blaðamenn fengið eftirfarandi greinargerð um hana: Kynni nytjalistar. Hvaða aðilar og hvers konar þróun liggur að baki þeirri mynd af sænskri listiðn og sænskri handavinnu, sem kemur í ljós á sýningunni i Listamannaskál- anum? Svarið við þessari spurningu getur bæði verið langt og skammt. Hér skal það veitt með þeim hætti að áhorfendur fái hugmynd um undir- stöðuna að sýningunni og um höfuð- drættina í sænskri nytjalist. Ekki er það venja að sýnendur tali um sín eigin afrek, en þar sem sænska nytjalistin og þróun hennar á seinustu 30 árum verður ekki að- skilin frá hugsjónum og starfsemi „Sænska handiðnaðarfélagsins“ er hér gerð grein fyrir höfuðdrátt- um í framgangi félagsins, sem í raun og veru verður um leið þróun- arsaga sænsks listiðnaðar. 1 100 ára sögu íélagsins er árið 1917 veigamik- ill áfangi. Á hinni svo kölluðu heim- ilissýningu í Liljevalchs sýningar- skálanum i Stokkhólmi var sýnd- ur fyrsti árangurinn af þeim hug- sjónum, sem handiðnaðarfélagið vildi túlka og sem tákna má með slagorð- unum „Flytjið listamennina til iðn- aðarins." Ötul vinna að endumýjun listiðn- aðarins bar fyrst greinilegan árang- ur í gler- og leirgerð (keramik), en einnig í silfursmíði, húsgagnagerð, listbókbandi og bókaframleiðslu. Þetta varð undirstaðan að komandi þróun. Lítill hópur listamanna byrjaði með aðstoð víðsýnna iðnframleiðenda og i nánu sambandi við verksmiðjurnar að skapa nýtízku nytjavörur, sem ekki voru aðeins ætlaðar fámennri efnastétt, heldur einnig almenningi. Samtímis þessu sköpuðu listamenn- imir einnig einstaka sérkennilega og hálistræna hluti, sem að lit og lögun bentu á nýjar leiðir til þróunar. Brautryðjendur i þessari listiðn, sem nú er orðin hefðbundin, hug- hugsjónamennirnir, þ. e. lista- mennirnir og framleiðendurnir, gátu notið ávaxtar af frum- herjastörfum sínum þegar á næstu árum. Á árunum 1920—30 vann sænski listamaðurinn sína fyrstu sigra erlendis, fyrst og fremst á sýningunum í París 1925 og í New York 1927. Glerið og leirinn og um fram allt skrautmunirnir vöktu al- þjóða athygli, en þannig var aðeins helmingurinn af áætlun vorri fram- kvæmdur. Hinn helmingurinn varð erfiðari og lengri, en hann var að skapa fegurri hverdagsvöru, góða nytjalist fyrir allar stéttir. Árangurinn drógst lengi og kom ekki í ljós fyrr en með sýn- ingu sænska handiðnaðarfélagsins í Stokkhólmi 1930. Þessi veigamikla og umfangsmikla sýning hafði það takmark að „sýna afrek Sviþjóðar í viðleitni vorra tíma til að gera bústaði og bústaðahluti útlitsfegurri og gæðameiri með á- taki listrænna krafta til afnota fyrir allan almenning." Sýningin sýndi mikil átök listiðn- aðarins og nýsköpun sérstaklega í félagsmála tilliti. Hversdagsvörumar sátu í fyrirrúmi og íbúðirnar og hús- gögnin urðu sameiginlegt hugtak, en það varð um leið endurnýjun í húsa- gerðarlist, sem kallaðist „funktional- ismus“ og nefna mætti á íslenzku hagræðisstíllinn. Tæknin skapaði formin og stefna sýningarinnar og munirnir gerðu hana alþýðlega, en um leið varð hún tilefni til deilu milli hagræöismanna og erfðavenjumanna. Þrátt fyrir ýmislegt ófullkomið í verkum hagræðismanna urðu þeir sigurvegararnir, eins og sjá má á sýningunni héí' í Listamannaskálan- um, enda þótt stefnuskráin sé hér mildari og öfgaminni. Þó að handa- vinnan hafi þannig í fyrsta sinni ver- ið sýnd - sem hópvara, þá hafði sýn- ingin mikla þýðingu og eftir að deil- unum er lokið milli verksmiðju og handiðnaðar hefir komið greinilega í ljós gagnið af skiptiáhrifunum milli þessa tveggja starfsgréina. Á fjórða og fimmta áratugi þess- arar aldar hefir sænska handiðnað- arfélagið lagt mikla áherzlu á að göfga listræna handavinnu og list- rænan verksmiðjuiðnað, jafnframt því sem mikil áherzla hefir verið lögð á upplýsinga- og útbreiðslustarf- semi. Félagið hefir ástundað alls kon- ar endurbætur með umferðasýningum og íbúðarsýningum víðsvegar um landið, fyrirlestrum, útgáfustarfsemi, svo og með umfangsmikilli undir- búningsvinnu í húsgagnagerð og í- búðarfyrirkomulagi, seinast á íbúð- arsýningunni „Búið betur" í Gauta- borg 1945. Félagið hefir myndað eigin íbúð- amefnd, sem hefir stofnað til náms- flokka og sýninga um allt landið til Framhald á bls. 15. Þegar þér þvoið mislit föt og ótt- ist að litir renni til í þeim, þá skulið þér skola þau að síðustu úr ediks- vatni. Það hindrar að fötin verði skellótt. Þegar þér þvoið föt úr gerfisilki, skulið þér ekki vinda þau. Þér gætuð þá rifið eða stórlega skemmt þau.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.