Vikan


Vikan - 20.06.1946, Page 11

Vikan - 20.06.1946, Page 11
 VIKAN, nr. 25, 1946 11 F ramhaldssaga: 38 Ættfaðirinn Eftir NAOMI JACOB. Breal yppti öxlum. „Nú jæja, þá segjum við tíu af hundraði." Emanuel hló. „En ég greiði aðeins svo háan hundraðshluta fyrir vörur, sem ég bið sérstaklega um, muni, sem ég þekki og ég hef virt sjálfur. f*ótt þú kaupir einhverja hluti, sem þér líst vel á þá er ekki víst að þeir falli mér í geð, eða séu seljanlegir í Englandi. Ég greiði þér aðeins 5% fyrir slika hluti, frændi minn." „Fimm af hundraði, það borgar sig ekki fyrir mig að eltast við þetta upp á það.“ „Og þó sagðir þú, að fyrir sérstaka náð skyldi ég fá fjóra af hundraði í vexti af þeim peningum, sem ég legði inn í bankann þinn.“ „Þú talar eins og kjáni. Nú, jæja, þú getur haft það eins og þú vilt Segjum þá fimm af hundraði." Litlu síðar fór Emanuel og hann minntist þess, hvað frændi hans hafði kvatt hann innilega. Hann vissi að Harkús Breal var sannur vinur hans. Þaö hafði gengið öðruvísi að kveðja gæða- blóðið hann Símon Cohen. Hann hafði vafið Emanuel örmum og tárin streymdu niður kinnar hans, er hann bað honum allrar blessunar í fram- tíðinni. Hann hafði talað um Hermann og Rachel af mikilli lotningu og sagt, að þegar Emanuel væri farinn burt, væri lífi hans i raun og veru lokið. „Nei, nei, segðu þetta ekki Simon! Þú kernur ef til vill einhvern tíma til Englands, og ég kem áreiðanlega til Vínarborgar seinna. Við skulum ekki líta svo á, að við séum að skilja fyrir fullt og allt. „Faðir þinn — friður sé með dufti.hans — var mér sem bezti bróðir, faðir og verndari, móðir þín var mér sem bezti vinur, systir og velgjörðar- maður. Þú, Emanuel, ert eins og sonur minn. Guð forfeðra þinna verndi þig nú og alla tíma. Ég skal aldrei láta hjá liða að biðja fyrir þér og hamingju þinni." „Hamingja," sagði Emanuel. „Eg hef haft lítið af henni að segja. Eg hef að vísu orðið henn- ar var öðru hverju, en óhamingjan hefir jafnan verið á hælum h.ennar, eða að minnsta kosti fannst mér það. Ef til vill finn ég hamingjuna í Englandi. Ég var hamingjusamur með bróður mínum og stundum með föður mínum og um hríð með Caro. En hvenær sem ég sagði: „Nú er ég hamingjusamur, nú hef ég fengið allar óskir mín- ar uppfylltar," þá kom ólánið yfir mig. Ég verð kannske aldrei hamingjusamur. Gústaf segir, að sá, sem sé heppinn í spilum, sé óheppinn í ástar- málum. Hver veit, nema ég verði heppinn í verzl- un minni, úr því að ég er óheppinn að öðru leyti?" Hann stóð upp og leit út um klefagluggann, virti fyrir sér landslagið. Vínarborg var að hverfa í fjarska. Honum fannst hann hafa misst mikils, er hann hugsaði um allt það, sem hann var nú að hverfa frá. Það er aðeins til ein keisaraleg borg — og það er Vínarborg. Hann hafði þekkt hana og elskað frá því hann mundi eftir sér, hann hafði skilið hana og alizt upp við valtz-hljómlist. Fegurð kvennanna, skraut einkennisbúninganna, viðhöfn söng- og leikhúsanna, allt hafði þetta heillað hann. En nú var því öllu lokið fyrir honum. Hann hafði yfirgefið frændur og vini og stóð nú einn og einmana og ætlaði að flytja til fram- andi lands, þar sem hann var öllum ókunnugur. Hann hafði peninga af skornum skammti. Vöru- birgðirnar voru litlar, en að vísu góðar, en hann var með öllu ókunrugur hvaða smekk menn höfðu 1 nýja landinu. Honum fannst Lundúnaborg einhver skugga- legasti staðurinn, sem hann hafði nokkurn tíma séð. Hann stóð á járnbrautarpallinum innan um kistur sinar, kassa og töskur og starði kvíða- fullur út í þokuna. Klukkan var aðeins fjögur, þetta var snemma í marzmánuði, og honum fannst öll borgin sveipuð næturmyrkri. Burðarmaður kom og leit yfir allan farangurinn og spurði síð- an, hvort hann ætti ekki að útvega leiguvagn. Emanuel hætti að skima í kring um sig og svaraði: „Jú, þökk fyrir." „En við komum ekki öllu í einni ferð." ,,Þá," svaraði Emanuel virðulega — „þá leigi ég tvo vagna!" Þannig hélt hann, forfaðir ættarinnar Gollantz, innreið sína í höfuðborg Englands, akandi í fjór- hjóla-vagni, sem angaði af röku heyi og hristist og skoppaði, svo varla var hægt að sitja í hon- um. Hann hélt fínum vasaklút upp að vitum sér og reyndi að koma auga á Westminster Abbey eða St.-Pauls kirkjuna. Honum lá við að spýja af viðbjóði, þegar vagninn nam staðar við skít- ugt slcrauthlið, sem var á letrað með upplituðum gullbókstöfum „Nillet’^ Hotel." Emanuel fór út úr vagninum og beið á meðan burðarmaðurinn var að koma farangri hans inn I húsið. Rauðhærður náungi, klæddur I vesti með svörtum ermum, var á þönum fyrir framan húsið og gaf fyrirskipanir. Hann sneri sér loks að Emanuel og spurði: „Eruð þér ferðamaður, herra?" „Já,“ svaraði Emanuel vingjarnlega. „Ég kem frá Vínarborg." Ökumennirnir komu nú til Emanuels, réttu fram hendurnar og muldruðu eitthvað, sem hann skildi ekki. „Gjörið svo vel og segið mér, hve mikið ég á að borga ykkur?" „Það má ekki vera minna en eitt pund," svar- aði annar þeirra, „eitt pund handa hvorum okkar fyrir allan þennan flutning. Eiguin við að segja fimmtán hlunka fyrir hvorn. Finnst yður það of mikið, herra minn?" Emanuel tók upp budduna. „Hlunka?" endur- tók hann, en skyndilega áttaði hann sig. „Já, bíð- ið rólegir — ég skil ykkur, karlar mínir! Skild- ingur ■— hlunkur! Of mikið, ónei. Gjörið svo vel.“ Hann gekk upp í herbergi sitt brosandi. Þetta fólk var að minnsta kosti vingjarnlegt, hvað sem öðru leið. En bros hans hvarf, þegar hann kom inn úr dyrunum. Þar var rykugt og óhreint og skorti allt, sem hann taldi tilheyra almennum þægindum. Rúmið var úr tré og virtist mjög hart að liggja á, gluggatjöldin voru úr grófu blúndu- efni, spegillinn á borðinu blettóttur og víða dott- ið upp úr honum. Gólfábreiðan var mjög þunn og einlit. Arininn var fullur af bréfarusli, það var aðeins eitt gasljósastæði í herberginu og mynd- irnar á veggjunum voru svo ljótar og ósmekkleg- ar, að Emanuel hryllti við. Honum varð hugsað til Vínarborgar, virðuleikans, smekksins og þæg- indanna þar. Hann reyndi að leyna vonbrigðum sínum, þegar skóburstarinn kom inn, en sagði við hann glað- lega: „Crtvegið mér hreint vatn — mikið af heitu vatni. Og heitt, velsterkt kaffi. Og“ — hann leit á arininn — „gjörið svo vel og kveikið upp hérna strax!" ,,Ha?“ kváði skóburstarinn. „Sögðuð þér kveikja upp?“ „Já, ég sagði það. Og strax!" „Það er ekki oft sem menn hafa beðið um það hér. Eg held, að ekki hafi verið borinn eldur í arininn hérna síðastliðin tuttugu ár." Þrátt fyrir það að hann hafði einsett sér að láta ekki hugfallast, átti hann þó bágt með að halda sér í sæmilegu skapi, það var ekki fyrr en seinna um kvöldið, eftir að hann var búinn að skipta um föt, að heldur hýrnaði yfir honum. Hann sagði við sjálfan sig, að hann væri kominn hingað til að sigra London. Hann varð að bera höfuðið hátt eins og sigurvegari. Dökku fötin hans voru ágæt i sniðinu, hálslínið, bindisnælan og hringurinn, allt var af flnustu gerð. Vegna þess, hve fölur hann var I andliti, sýndist hár hans og yfirskegg enn dekkra. Hann greiddi hárið niður á enni og gaf það honum róm- antízkan blæ, sem hafði valdið því, að stúlkumar í Vínarborg stungu jafnan nefjum saman, er hann kom inn í veitingahús. Hann tók stafinn með gyllta handfanginu sér í hönd og gekk niður dimman stigann. Skóburstarinn, ung feitlagin stúlka og gamal} þjónn horfðu á eftir honum fram ganginn. „Sjáið þið spjátrunginn ?“ sagði stúlkan. „Spjátrunginn?" endurtók þjónninn í ásökun- arróm. „Þetta er — skal ég segja ykkur — land- flótta aðalsmaður." „Hvað er hann að flýja?" spurði skóburst- arinn. „Hvernig ætti ég að vita það ? Það hefir enginn sagt mér það." „Landflótta — flóttamaður — hi/a . . . ," sagði skóburstarinn, en hætti skyndilega, þegar hann sá, að Emanuel hafði snúið við og gekk í áttina til þeirra. „Gjörið svo vel og segið mér hvar fyrsta leik- húsið er hér.“ „Fyrsta? Þér eigið víst við það bezta? Það bezta, það er Drury Lane, herra. Frumsýning i kvöld á „The scholl for Scandal." Phelps leikur aðalhlutverkið," svaraði skóburstarinn kurteis- lega. Emanuel brosti. Þetta var einkennileg tilvilj- un. Theodora Hettner hafði einu sinni ráðlagt honum að sjá þennan leikara. „Gjörið svo vel að útvega mér vagn. Farið síðan og kaupið aðgöngu- miða fyrir mig að þessu leikhúsi og komið með hann til Romano’s. Eg bíð þar. Spyrjið eftir herra — ég heiti Emanuel Gollantz." Hann sveipaði síðu kápunni að sér, athugaði hvítu hanzkana sína, sem hann óttaðist að hefðu óhreinkazt á leiðinni niður, og brosti til fólksins. Síðan gekk hann hægt og virðulega út, en fólkið starði undrandi á eftir honum. Þjónninn sneri sér að feitlagnu stúlkunni og sagði: „Hafði ég ekki rétt fyrir mér. Svona hegð- ar sér enginn nema fyrirmaður. Spjátrungur! Nei, ég skal veðja hverju sem vill á það, að hann er erkihertogi í heimalandi sínu." Þegar mánuður var liðinn hafði hann komið sér fyrir. Þeir litlu peningar, sem hann hafði, voru geymdir í Englandsbanka. Glitvefnaðurinn, fíla- beinið, ábreiðurnar og húsgögnin voru nú til sýn- is og sölu í húsi því, er hann hafði leigt sér i Campden Hill. Hann hafði hætt við að leigja sér verzlunarhúsnæði, þvi honum fannst það ekki eiga við þau viðskipti. sem hann ætlaði að koma á. Menn yrðu að sjá söluvarning hans í viðeigandi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.