Vikan


Vikan - 20.06.1946, Síða 12

Vikan - 20.06.1946, Síða 12
12 VIKAN, nr. 25, 1946 umhverfi. Verzlunarhúsnæði átti við kaupmenn, en Emanuel Gollantz var sérfræðingur. Hann heimsótti þá menn, sem meðmælabréfin voru til. Pramkoma hans var svo fáguð, og gagn- vart þeim, sem voru éldri en hann, kom hann fram með svo mikilli lotningu og þó með svo mikilli festu, að harm ávann sér bæði álit og virðingu. Gamla Gelbe í St.-James leizt svo vel á þennan unga og fríða mann, að hann bauð honum að verða meðeiganda sinn og taka við safni hans. Marchant heimsótti hann í Campden Hill og bauð honum að kaupa«allt, sem hann hafði komið með, eða að selja það í umboðssölu á meðan Emanuel færi aftur til meginlandsins og leitaði að nýjum listmunum. Emanuel afþakkaði bæði þessi góðu boð. Hann hafði ekki komið til Englands til að ganga í félag við aðra, hann vár ákveðinn í að stofnsetja sjálf- stæðan atvinnurekstur. Hinn feiti Moses Abrahams kom másandi og blásandi og í fylgd með honum var sonur hans, sem samdi sig sem mest að siðum Englendinga og talaði um að breyta nafni sínu í Marcus Ar- buthnot. Gamli maðurinn stamaði og hjakkaði og talaði enskuna mjog illa, en sonur hans var mjög Ifurteis og vingjarnlegur í garð unga mannsins frá Vinarborg og vildi gjarnan vera honum til aðstoðar að ýmsu leyti. Augustus Morris heim- sótti hann einnig. Emanuel leizt vel á hinn þel- dökka unga Gyðing, sem talaði eins og götusali úr Eastend, en hafði þó framúrskarandi þekkingu á hlutunum. Að lokum kom Samuel Lane ásamt hinum feita syni sínum, Jacob. Lane tók í báðar hendur Emanuels og grét, því hann minntist — ekki einungis Fernando Meldola, heldur einnig Ábrahams Gollantz og föður Emanuels. „Nú eru allir dánir,“ sagði hann og andvarpaði. „Þegar ég hugsa um það, verður mér fyrir að minnast þess, hvað ég er sjálfur orðinn gamall. Ég á varla mikið eftir, hugsa ég. Vesalings, gamli Samuel Lane. Lane er ekki hið rétta nafn mitt. Ég er fæddur Levi." Sonur hans, sem skimað hafði í allar áttir, gall nú skyndilega við: „Sjáðu þetta, pabbi! fætta el' eftir Bellini, ef mér skjátlast ekki því meir.“ „Nei, yður skjátlast,“ sagði Emanuel vingjarn- leiga. „Þetta er eftir Verrocit." Tárin á hvörmum Lanes gamla þornuðu nú strax. Hann setti hendurnar á mjaðmir sér og hló mikinn. „Þarna sérðu, Jacob! Það var eins og ég sagði þér um þessa Gollantz’a. Þú ert vel að þér og duglegur — en hann, Emanuel, mun samt reynast þér fremri." Síðar spurði hann Emanuel, hve lengi hann væri búinn að vera á Englandi og hvað hann hefði selt mikið. Emanuel svaraði, að hann væri búinn að vera á Englandi í sex vikur og hefði enn ekki selt neitt. Gamli Lane fórnaði höndum. „Veslings dreng- urinn!“ hrópaði hann óttasleginn. „Hvað getum við gert fyrir yður?“ „Ekkert,“ svaraði Emanuel, „nema að sýna mér vináttu og óska mér gæfu og gengis.“ Síðan bætti hann við: „Ég bíð rólegur og reyni að vera ekki óþolinmóður, því,“ sagði hann brosandi, ,innst i hjarta minu hef ég þá sannfæringu, að forlögin, forsjónin, guð — þið getið kallað það hvaða nafni, sem þið viljið — sé börnum Israels hliðholl." Lane gamli varð alveg undrandi yfir fram- komu Emanuels. Hann sagði við son sinn á leið- inni heim, að þessi ungi maður væri ekki aðeins duglegur, heldur líka gáfaður, ekki aðeins kurt- eis, heldur líka nærgætinn. Leon-systkinin komu að finna Emanuel. Þau höfðu þekkt föður hans og voru mjög vingjarn- leg. Bernsteinshjónin buðu hann velkominn og brutu heilann um, hvort hann væri ekki heppileg- ur eiginmaður fyrir hana Miriam þeirra. Og svo voru það Lewis-hjónin með einkadóttur sína, Adah, föla og fíngerða. Esther Salomons og Elísa- beth Davis komu einnig með foreldrum sínum. Þær voru báðar snotrar og þeim virtist litast vel á Emanuel. Sjálfur var hann ekki í neinum giftingarhug- leiðingum. Hann var allt of mikillátur til að vilja eiga stúlku, sem væri ríkari en hann, og allt of metnaðargjam til að vilja binda sig á nokkrun hátt áður en hann hafði komið undir sig fótun- um. Hann brosti við þeim öllum, hann var vin- gjarnlegur og kurteis við þær, en hann veitti engri þeirra sérstaka athygli annari fremur, nema ef nefna skyldi Rachel Leon, sem leiðrétti ensku hans og kenndi honum, hvernig hann ætti að hnýta bindi sitt eins og Englendingar. IV. KAPLI. Emanuel Gollantz bjó i þrjú ár í húsinu við Campden Hill innan um listmuni sína, sem smám MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Blshop. 1. Rakarinn: Jæja, ungi maður! Á að raka eða klippa ? Raggi: Eg á að fá góða klippingu! 2. Rakarinn: Það má nú segja, að ekki veitir aí að klippa þig vel! Raggi: Já. 3. Raggi: Þó ekki væri nema til að þóknast ömmu, þá ættirðu að klippa mig vel —. 4. Raggi: Hún sagði, að þú hefðir gert það svo illa síðast! saman jukust að tölu og fyrirferð. Rekstur hans jókst ár frá ári, og sjálfur þakkaði hann það því, að hann hafði kynnzt sir Walter Heriot í uppboðs- sölum Hammets í apríl 1865. Það var sólbjartan morgun, og Emanuel flaut- aði lag á meðan hann var að klæða sig. Hann hafði jafnan gagn og gaman af að koma á upp- boð, þau voru honum gullnáma. Hann gat rekizt þar á dýrmæta hluti, sem aðrir báru ekki kensl á, en aðrir hlutir, sem margir listasalar sóttust mjög eftir, voru oft einskisvirði í augum hans. Stundum keypti hann gamla, ónýta stóla, borð eða skápa, sem engum hafði dottið í hug að bjóða nokkuð í. „Ég hef keypt meira timbur handa yður, Mason," sagði Emanuel síðan við trésmiðinn sinn, lágvaxinn, þreklegan mann, sem alltaf var þak- inn í tréspónum. „Það er ekki hægt að nota þetta strax, en við skulum leggja það á rentu, eins og ég kalla það.V Mason klóraði sér í hnakkanum og svaraði: „Jæja, herra minn. En hvað eigum við að gera við þetta dót?“ „Geyma það. Sá dagur mun koma, að við þökk- um guði fyrir að eiga þetta til.“ „Hann hefir rétt að mæla,“ sagði Mason við Willons, aðstoðarmann sinn. „Ég verð stundum hálfgramur, þegar hann er að koma með þetta drasl í stórum stíl. Síðar meir segir hann mér hvernig ég á að nota það. Þú mátt trúa þvl, að ekki mun líða á löngu þar til þetta mun koma okkur í góðar þarfir." Fólkið í uppboðssölum Hammets var farið að kannast við Emanuel Gollantz, kallaði hann sin á milli útlendinginn og hafði gaman af að fá hann til að tala á ensku, því mál hans var svo einkenni- legt og bjagað. Það dáðist að því, hve snyrtilega hann var til fara, og þegar hann gekk inn i hina hálfdimmu uppboðssali fyrrnefndan morgun í aprílmánuði árið 1865, þá kinkuðu menn kolli til hans og brostu ánægjulega. Síðan stungu menn saman nefjum og sögðu: „Hann er vel til hafður í dag, engu síður en endranær!“ Og satt var það, hann var fyrirmannlegur í þrönga, brúna frakk- anum, í hvít og brún-röndóttum buxum og skóm, sem stirndi á í sólskininu. Hálsbindið var úr hvítu satíni og því var fest með tveimur nælum, sem tengdar voru saman með gullkeðju. Allt var þetta í samræmi við enska tízku, en barðastóri hattur- inn gaf honum ákveðið og glæsilegt útlit. Walter Heriot með stifu varirnar og blóðrauða andlitið, starði á hann bláum augunum. „Maður skyldi halda að hann liti hlægilega út með þenn- an skrípa-hatt. Það er einkennilegt að hann skuli samt ekki gera það. Hann litur ágætlega út samt sem áður,“ sugsaði Heriot. Hann hélt á skrá í mahogni-litum höndum og strikaði undir ýmsa liði með blýantsstubb. Emanuel tók eftir því, að hann strikaði undir töluna 137 á listanum, en við hana stóð: „Pjórir stakir Önnu-drottningar stíll. Frumsmíði, sætin handunnin." Emanuel gretti sig. Hann hafði séð þessa stóla og hafði ákveðið að kaupa þá ekki. Það var auð- séð að Englendingar höfðu ekkert vit á gömlum húsgögnum. Auðvitað voru þeir frumsmíði, en það var hneyksli í augum Emanuels að taka það fram. Maðurinn með skrána leit upp og augu þeirra Emanuels mættust. Bláu augun ljómuðu og hann opnaði munninn, eins og hann vildi segja: „Lítið á mig. Ég er sérfræðingur í þessari grein,“ Rödd uppboðshaldarans yfirgnæfði nú skvaldr- ið í salnum: „Pjórir önnu-drottningar stólar handsmíðuð sæti. Hvað bjóða menn í þessa fall- egu, sjaldgæfu stóla?“ Einhver fram i salnum kallaði í glettni: „Pimm krónur fyrir þá alla!“ og síðan heyrðist niður- bældur hlátur frá hóp Gyðinga. Emanuel lét ekki sjá á sér nein svipbrigði, en horfði annað veifið á Heriot til að grennslast eftir hvort hann færi að bjóða í hlutina. Nokkur boð höfðu komið fram og Heriot ætlaði að fara að hækka boðið, þegar hon- um varð litið á Emanuel, sem hristi höfuðið fram- an í hann og hvíslaði: „Nei!“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.