Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 1
Liðið, sem sigraði Danina
Dönsku knattspyrnumennirnir léku þrjá leiki við íslendinga. Fyrst var landsleikurinn,
17. júlí, og sigruðu Danir með 3 : 0. Annar leikurinn var milli danska liðsins og Fram,
íslandsmeistaranna, og unnu Danir með 5 : 0. Þriðji leikurinn var háður 21. júlí milli Dana
og úrvals úr Reykjavíkurfélögunum og sigruðu þá Islendingar með 4 :1.
Fremri röð frá vinstri: Kristján Ölafsson, vinstri fraxnvörður (úr Fram), Sigurður Ölafsson, vinstri bakvörður (úr Val), Anton Sigurðsson, mark-
vörður (úr Víking), Hafsteinn Guðmundsöon, hægri bakvörður (úr Val), Jón Jónasson, hægri innherji (úr K. R.). Standandi, frá vinstri: Mr. Steele,
aðalþjálfari Islendinganna, Þórhallur Einarsson, hægri útherji (úr Fram), Sveinn Helgason, hægri framvörður (úr Val), Haukur Öskarsson, vinstri
innherji (úr Víking), Birgir Guðjónsson, miðframvörður (úr K. R.), Albert Guðmundsson, miðframherji (úr Val), Ellert Sölvason, vinstri útherji (úr
Val), Mr. Murdo McDougal, aðstoðarþjálfari. — (Ljósm.: Sigurður Norðdahl).