Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 33, 1946
Mrs. Carmichall bauð henni með bendingu að
hón skyldi hvíla hana, en Beatrice hristi höfuðið.
„Nei, þökk,“ hvíslaði hún og horfði á hreyfing-
arlaust andlit móður sinnar.
„Mór þykir vænt um að geta gert ofurlítið fyrir
hana. I>að verður víst ekki svo lengi. En hvað er
þögult héma.“
Mrs. Carmichall leit á úrið. „Það er ekki kom-
ið miðnætti enn. Svo virðist, sem furstinn ætli
að efna loforð sitt.“
Aftur varð allt hljótt í herberginu. En þegar
fyrsta dagsbrúnin gægðist inn, heyrðu þær hratt
fótatak fyrir utan og þær bjuggu sig þegar undir
að horfast í augu við dauðann. Mrs. Carmichall
þrýsti hendinni fast að marghleypunni. Þetta
var þá aðeins Mr. Berry, sem inn kom. Pöt hans
voru öll í ólagi og andlitið svart af púðurreyk,
og augu hans, sem annars voru svo róleg, log-
uðu af orustuhug.
„Verið ekki hræddar," mælti hann þegar.
„Eins og stendur er engin hætta á ferðum. En
ég átti aðeins að biðja ykkur um, að vera tilbún-
ar að yfirgefa þennan bústað ykkar. Þið verðið
að reyna að komast yfir í gamla bústaðinn.
Nicholson heldur, að það verði auðveldara að
verja hann.“
„Maðurinn minn?“ greip Mrs. Charmichall
fram í?
„Honum líður vel. Enginn þeirra var særður,
þegar ég fór. Og ef það striddi ekki móti grund-
vallarreglum mínum, þá mundi ég segja, að þetta
væri stórkostlegt — allir eru þeir hetjur. Og —.“
„Og furstinn?“
Mr. Berry leit gremjulega á Beatrice, sem
gripið hafði fram í fyrir honum. „Furstinn, er
óvinnandi," mælti hann. „Hann er ávalt í broddi
fylkingar — við þekkjum hann á búningnum —
en við getum ekki hitt hann. Ekki vegna þess, að
ég óski dauða hans, enda þótt það sé okkar eini
möguleiki." Hann greip um enni sér. „Guð veit,
að það er erfitt fyrir kristinn mann að horfa
upp á þetta. 1 hvert skipti, sem ég sé f jandmann
falla, gleðst ég — en svo kemur mér í hug að
þetta er þó náungi minn og meðbróðir" — hann
þagnaði og andlitssvipur hans breyttist úr með-
aumkun og hryggð I rúsemi. „Kyrrar! Það kemur
einhver."
Aftur opnuðust dyrnar og Travers kom hlaup-
andi inn. Lois sá andlit hans og hjarta hennar
kipptist til af ógeði og leiða. Hræðsla, já, næst-
um vitfirringsleg angist lýsti úr augum hans,
sem voru opin og starandi, og marghleypan í
hendi hans titraði eins og strá.
„Fljótt — út um bakdyrnar!" hrópaði hann, en
gat þó varla stunið upp orðunum. „Ég skal lóka
dyrunum héma — það tefur svolítið fyrir þeim.
Hér leita þeir fyrst eftir okkur. Nicholson dregur
sig til baka með menn sína — þeir ætla að reyna
að handsama furstann. Það er okkar eini mögu-
leiki. Hann blæs hugrekki í brjóst þessara djöfla
— þeir halda að hann sé guð. Og það er hann ef
til vill líka, sá djöfull!“ Meðan hann var að hrópa
þetta, hrúgaði hann allskonar húsgögnum fyrir
dyrnar, gersamlega viti sínu fjær. „Hjálpið mér!“
hrópaði hann. „Eigum við að láta slátra okkur
hérna eins og skepnum?"
Lois þreif fast i handlegg hans. „Þú eyðir að-
eins tímanum," sagði hún. „Komdu heldur með,
okkur. En — þú ert þá særður."
óhreina, hvíta treyjan hans var öll þakin blóð-
blettum. „ö, það er bara óveruleg skráma, ég
finn varla til þess. Það er ekki hættulegt. Er það,
Berry?"
Trúboðinn yppti öxlum. Hann hafði opnað gler-
hurðina að svölunum og dagsljósið streymdi inn.
„Komið og hjálpið mér til að bera þessa konu,“
mælti hann. „Við megum engri mínútu eyða.“
Travers gerði tilraun, en kraftarnir brugðust
honum og Berry hratt honum til hliðar. „Komið,
Mrs. Carmichall. Þér eruð sterk," bað hann.
Með því að hjálpast að heppnaðist þeim að koma
Mrs. Cary, sem var meðvitundarlaus, niður tröpp-
urnar. Og þeim til ósegjanlegs léttis sáu þau
Nicholson koma hlaupandi yfir garðinn í áttina
til þeirra.
„Það var gott!“ hrópaði hann. „En flýtið ykk-
ur! Nú hafa þeir umkringt okkur, en menn mínir
veita þeim viðnám, þar til allir eru komnir burt
úr húsinu. Síðasta 'von okkar er gömlu rústirnar
niðri í garðinum. Ofurstinn er þegar kominn
þangað með nokkra menn. Ég verð hér.“
„Einn?“ spurði Berry og, vonleysi lýsti sér í
rödd hans.
„Já, sjálfsagt rannsaka þeir húsið hérna fyrst.
Þegar þeir svo koma út, er furstinn vafalaust í
fararbroddi og þá — já, þá verður hart á móti
hörðu, þegar ég og hann mætast. Ég þekki þessa
náunga með alla sína hjátrú. Ef ég verð ofan á,
þá hverfa hinir. Og ef hann verður fyrstur —“
„Ætlið þér að skjóta hann eins og rottu i
gildru," greip Beatrice fram í.
MAGGI
OG
RAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Raggi: Afi veiddi fisk, sem var svona lítill!
2. Itaggl: Og Maggi veiddi einn, sem var svona
langur!
3. Raggi: En ég veiddi stærsta fiskinn — hann
var um það bil svona stór!
Amma: Það var gaman! Þetta er einmitt rétta
stærðin, komdu hingað —.
4. Amma: Segðu mér meira um fiskinn, sem
þú veiddir!
„Eða verða sjálfur skotinn," mælti hann. „Látið
mig aðeins gera skyldu mina eins og mér finnst
bezt.“ Það var þrjózka í augum hennar, eða ef til
vill sagði hugboð hennar, að sá möguleiki, hinn
eini, sem þau höfðu og sem hann ætlaði að hætta
lífi sínu fyrir, var sáralítill, þvi að hún sneri sér
við án þess að segja meira og fylgdi á eftir hin-
um. Undir eins og hún var horfin úr augsýn, hlóð
Nicholson marghleypuna sina aftur, sem enn
rauk úr, og beið svo rólegur þess, sem verða vildi.
Hann vissi að menn hans voru að draga sig til
baka til þess að sameinast Carmichael ofursta
og að hér stóð hann aleinn sem síðasta hindrun
milli dauðans og þeirra, sem hann elskaði.
Öskrin og hljóðin nálguðust, hann heyrði að
hurðir voru brotnar og gluggar og loks siguróp.
Hann kreppti höndina um marghleypuna, reiðu-
búinn til síðasta einvígisins. En enginn kom. ö-
viðkunnanleg kyrrð fylgdi eftir síðustu óhljóðim-
um; og þessi kyrrð var miklu hræðilegri en öskr-
in og gauragangurinn áður. Litli hópurinn í
gamla húsinu fylltist ósegjanlegri angist. Eitt-
hvað hlaut að hafa skeð — en hvað? Lois lædd-
ist að dyrunum og gægðist út. Hingað og þangað
gat hún greint Gurkhana, þar sem þeir biðu eins
og steinstyttur eftir fjandmönnunum, sem ekki
komu. Lois varð hugsað til móður sinnar. Æst
ímyndunarafl hennar flutti hana aftur í tímann,
til þess dags fyrir 25 árum, sem nú endur-
tók sig á svo ömurlegan hátt. Henni fannst hún
sjá fyrir sér föl andlitin; hún sá einhvern koma
til stn, sem leit út eins og vofa — en það var þá
engin vofa, það var Mrs. Cary, sem alveg utan
við sig af hræðslu skjögraði yfir gólfið.
„Hvar er Beatrice?" hljóðaði hún viti sínu
fjær. „Mig dreymdi að hún væri dauð, en það er
ekki satt. Er það ekki?“
Lois horfði í kringum sig. t ósköpunum hafði
hún misst sjónir á Beatrice og blóðið stansaði í
æðum hennar. Hún kallaði, en fékk ekkert svar
og hún var í þann veginn að yfirgefa húsið til
að leita hennar, þegar ofurstinn greip í handlegg
hennar.
„Til baka, Lois! Nú koma þeir!“ Hann hljóp
áfram og augnabliki síðar kvað við skot úr marg-
hleypu. En skothríðin, sem vonazt var eftir, kom
ekki. Einhver dökk vera kom í Ijós milli trjánna;
með báðar hendur uppréttar kom hún hlaupandi í
áttina til þeirra.
Ofurstinn hafði næstum misst marghleypuna úr
hendi sér, þegar vera þessi, sem þau héldu að
væri einhver Indverji, fleygði sér fyrir fætur
hans.
„En guð minn góður. Geoffries! Eruð þetta
þér? Ég hefi þó vist ekki sært yður? Hvernig í
ósköpunum átti ég að vita það?“
„Nei, það er ekkert að mér hr. ofursti — ég
stend bara á öndinni — skiljið þér — ég hefi
aldrei á æfi minni hlaupið svona hart. Ég komst
inn í miðjan hópinn og það var hreinasta krafta-
verk að ég slapp. 1 guðanna bænum gefið mér
eitthvað að drekka."
Ofurstinn setti flöskuna sína á munn honum.
„Þúsund þakkir, þetta hjálpaði. Við fengum
símskeyti yðar og við komum með flughraða.
Herdeildin er aðeins um klukkutíma göngu héð-
an. Þér hefðuðu átt að sjá Sanders — dálítið
æstur — þetta er í fyrsta sinn, sem hann hefir
einn ábyrgðina, eins og þér vitið. Og það verð
ég að segja, hr. ofursti, að hér er talsvert lif og
fjör.“
Ofurstinn kinkaði kolli og hjálpaðl manninum,
sem var alveg útslitinn, inn í húsið.
„Já, helzt til mikið lif og fjör,“ mælti hann.
„En bara að herdeildin lendi nú ekki í sama
dansinum og við.“
„Ö, þvættingur!" svaraði ungi liðsforinginn,
meira heimspekilega en eiginlega virðulega.
„Þeim dansi mun herdeildin sjá fyrir. Þér bjugg-
ust víst ekki við okkur svona fljótt. Heyrið bara!
Þér skuluð sjá, að ég hefi þegar gert þá dauð-
hrædda. Það heyrist ekki nokkurt hljóð!“
Ofurstinn hlustaði — og hann varð að viður-
kenna, að Geoffries hafði rétt að mæla. Allt var