Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 33, 1946
15
Listin að lifa hainingju-
sömu hjónabandi.
(Framhald af bls. 10).
ur. Unglmgamir vita litið fyrirfram
um erfiðleika hjónabandsins. Aftur
á móti er það skynsamlegt að leita
hjálpar strax, þegar erjur og ófriður
hefjast. Fólk verður að gera sér
grein fyrir því, að eins og það er
sjálfsagt, að leita tannlæknis strax
og tönn byrjar að skemmast, eins
er það nauðsynlegt að leita umsagn-
ar sálfræðings, þegar eitthvað á
bjátar í hjónabandinu.
Og loksins, hve mikið á að leggja
á sig til að halda heimilisfriðinn ?
Oftast ekki of mikið. Þar með er
ekki brýnt fyrir fólki að jagast. En
ef annar aðilinn er óánægður, er
heimilisfriðurinn sem slíkur þegar
farinn forgörðum. Hinn sofandi verð-
ur aö vakna. Vissulega verður með-
alið að vera vandað; það verður að
koma beint framcin að sumum, en
aðrir verða að læknast án þess að
þeir verði aðferðanna beint varir.
En að láta allt reka á reiðanum leið-
ir beint til glötunnar.
Það er alls ekki vist, að hjónaband
sé bezta lausnin á samlífi manna.
Þess vegna væri mjög æskilegt að
finna eitthvað annað form, sem
fengi vegna almenningsálitsins að
keppa við hjónabandið.
Það er hverjum manni nauðsyn-
legt að þreifa sig áfram til þess að
hann finni þann hátt og þann maka,
sem honum hæfir bezt. Maðurinn
þarf að hafa frið til að móta líf sitt
án íhlutunar annarra.
Ef slíkt kæmist á án hindrunar af
erfðbundnum, siðferðislegum venjum,
myndi það koma á daginn, að í heim-
inum myndu þrífast fleiri, en ekki
færri hamingjusöm hjónabönd en
fyrr. Þeim, sem hæfði og entist dug-
uf til að vera giftur skyldi vera það,
en hinir hefðu frelsið til að haga
lífi sinu eftir eigin geðþótta.
Skynsöm stúlka veit, hvemig hún
á að neita kossi án þess að missa af
honum.
) **
Rafvélaverkstæði
Halldórs Ólafssonar
Njálsgötu 112. — Sími 4775.
Framkvæmir:
allar viðgerðir á rafmagnsvélum
og tækjum.
Rafmagnslagnir í verksmiðjur
og hús.
NATIONAL
MIÐSTÖÐ VARTÆKI
44
Hinar heimsþekktu verksmiðjur:
IDEAL, BOILERS & RADIATORS, ENGLANDI,
AMERICAN RADIATOR & STANDARD SANITARY
CORPORATION, U.S.A.
CHAUDIERES & RADIATEURS „IDEAL“, BELGÍU.
COMPAGNIE NATIONALE DES RADIATEURS,
FRAKKLAND
geta nú afgreitt pantanir á flestum tegundum miðstöðvarkatla, bæði fyrir kola- og olíukyndingu, svo og „Classic"
miðstöðvarofna, með stuttum fyrirvara.
jf^oi'láhóóon fs? VjoÁ
Skrifstofur: Bankastræti 11.
Afgreiðsla: Bankastræti 11:
Skúlagötu 30.
wiarm
byggingaefnaverzlun.
Simi 1280 (4 línur).
Simnefni: Jónþorláks.