Vikan - 15.08.1946, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 33, 1946
Fyrirmyndar
T/" æri, gamli vinur, hvemig hefir þú
það . . . ?
— Ef þú átt við heilsu mína, þá hef ég
það ágætt!
— Ég samhryggist þér innilega vegna
dauða konu þinnar!
— Þakka þér fyrir, þetta var hræðileg
sorg fyrir mig.
— Við sáum öll, hvað þið áttuð vel sam-
an og hvað það var innilegt á milli ykkar.
— Við vorum búin að vera gift í fjöru-
tíu ár.
— En þó að hún sé nú horfin frá þér, er
það samt ómetanlegt fyrir þig að hafa náð
fullri heilsu. Þú hefir verið svo lengi þjáð-
ur af þessum alvarlega hjartasjúkdómi, að
við héldum satt að segja að þú yrðir á und-
an konu þinni.
— Nú er ekkert að hjartanu í mér.
— Núna! Mér finnst þú segja þetta svo
undarlega . . . ?
— Það var ekki ættlun mín að . . . !
— Heyrðu, var það ekki hjartasjúkdóm-
ur, sem konan þín dó úr?
— Jú, hún hafði gengið lengi með alvar-
legan hjartasjúkdóm.
— En enginn vissi um þetta!
— Hún var búin að hafa hann árum
saman, og enginn vissi. . .
— Hugsa sér, að læknirinn skuli ekki
hafa séð þetta!
— Hann fann strax, hvað að henni var.
— En hélt hann því leyndu fyrir þér og
henni ?
— Nei, hann sagði mér frá því.
— En vissi hún ekkert?
— Nei. Það hefði riðið henni að fullu, ef
hún hefði komizt að sjúkleika sínum. Hún
var svo hrædd við að deyja . . . !
— Gamli vinur . . . nú fer ég að skilja,
hvemig í öllu liggur.
— Mér þykir það ekki leitt, því að ég
hefi engum sagt frá þessu.
— En mér dettur aldrei í hug að fara
að blanda mér í einkamál þín . . . !
— Þar sem þú veizt nú svona mikið og
hjónaband.
Smásaga
eftir Jens Locher.
meira en allir aðrir, þá ætla ég heldur að
segja þér alla söguna, en þetta verður að
vera leyndarmál okkar á milli.
— Auðvitað . . . auðvitað!
— Fyrir fimm ámm kom heimilislækn-
ir okkar til mín og sagði mér, að Anna væri
með alvarlegan hjartasjúkdóm. Sagði hann
að við yrðum þegar í stað að hætta að taka
þátt í samkvæmum og fara að lifa kyrrlátu
lífi. Anna yrði strax að hafa það rólegt og
mætti ekki framar fara í löngu gönguferð-
irnar, sem við fórum oft í og vorum svo
hrifin af!
PvEIZTU—■?
1. Fjórtán menn í öllum heiminum eru
sagðir skilja kenningar Einsteins.
Hvar er Einstein fæddur?
2. Hverri var Hákon VII Noregskonung-
ur kvæntur ?
3. Hver er nefndur faöir læknisfræðinn-
ar ?
4. Hvaða tslendingur hefir ritað margar
skáldsögur á norsku?
5. Hvar eru helztu kopamámur Evrópu?
6. Hvenær var Ríkisútvarpið sett á stofn ?
7. Hver samdi Lexicon Poeticum, orða-
bókina yfir skáldamálið?
8. Hver voru einkunnarorð stjómarbylt-
ingarinnar frönsku?
9. Hvenær var Jón Arason biskup á
Hólum ?
10. Hvar vom nunnuklaustur hér á íslandi
í katólskum sið?
Sjá svör á bls. 13.
-»
— Þú sagðir áðan að konan þín hefði
ekki vitað um, að hún væri hættulega veik,
en hvernig gaztu breytt svona lífsvenjum
ykkar án þess að hana grunaði, hvernig
komið væri?
— Það var aðeins ein leið til þess. Hún
mátti ekkert vita, og þess vegna tók ég
sjúkdóm hennar.
— Tókst þú ?
— Já, læknirinn fór til hennar og sagði
að hjartað í mér væri mjög slappt. Það
væri svo alvarlegt, að við yrðum að breyta 1
lífsvenjum okkar, en ef hún passaði mig
nægilega vel, kynni ég að lifa nokkur ár
í viðbót.
— Þá hætti hún öllu því, sem hún þoldi
illa og mátti ekki gera, því að hún hélt að
heilsa mín þyldi það ekki. Hún beinlínis
fómaði sjálfri sér fyrir mig. Við hvíldum
! •' okkur ákveðinn tíma á dag og hættum
gönguferðunum. Henni var mikil ánægja af
því að gera þetta fyrir mig . . .
— En fann hún aldrei til sjúkleikans.
— Kæri vinur, það er auðheyrt að þú
ert ókvæntur. 1 hjónabandinu getur aðeins
annað hjónanna verið alvarlega veikt. Allt
snýst um þann sjúka og hitt hjónanna
gleymist, hvaða sjúkdóm, sem það kann að
ganga með. Enginn tími gefst til að hugsa
frekar um það.
— En þurfti hún ekki að hafa meðul?
— Hún fékk þau einnig. Hefir þú ekki
heyrt sagt um mig, að þessi síðustu ár
væri ég orðinn sérvitur og ósanngjam.
— Jú, fyrst þú ferð að tala um það sjálf-
ur . . . !
— Aðallega komst þessi orðrómur á
kreik fyrir það, að ég vildi ekki taka með-
ulin mín einn. Ég sagði, að þau væru svo
viðbjóðsleg á bragðið, að það væri ómögu-
legt að koma þeim niður. Þá spurði konan
mín lækninn, hvort það gerði henni nokk-
uð, þótt hún tæki meðulin mín með mér.
Hann sagði að það myndi ekkert saka
hana, og upp frá því tók hún meðulin með
mér, til að sanna mér það að þau væru
ekki svo vond á bragðið að ekki væri hægt
að koma þeim niður.
— Þetta hefir verið undarleg sambúð.
— Já, en hamingjusöm; því fór nú ver,
að ég gat ekki losað Önhu við áhyggjurn-
ar út af mér, en læknirinn sagði henni að
batinn væri sýnilegur og var henni mikil
ánægja af því að hafa hjálpað bér þannig
við að yinna bug á þessum sjúkleika . . . !
— Og svo dó hún allt í einu sjálf ?
— Já, hún datt niður og dó. Ég sá að
eitthvað var að henni . . . ég hafði kynnt
mér dálítið þennan sjúkdóm hennar . . . og
þess vegna þóttist ég fá vont kast og þá
hugsaði hún svo mikið um mig, að hún
fullkomlega gleymdi sjálfri sér. Hún fann
ekki að hverju stefndi og dó snögglega og
án ótta . . .
— Þetta var fallega gert af þér!
— Það, sem hún gerði fyrir mig var
einnig fagurt og göfugt. Framkoma okkar
gagnvart hvoru öðru gæti verið fyrirmynd
fyrir önnur hjón, það er allt og sumt!