Vikan - 19.09.1946, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 38, 1946
HEIMILIÐ •
■■■■
NiiiiiiiiiiiiiimiiiiHiMtiiiiNfiiMuiiiiiiiimimiiiiifmiiiiiiiifiiiiiiifiiKVfiiiiiiiiiiMuiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiii
Handavinna.
MATSEÐILLINN.
Nýrnaragout.
• 2 kg. kálfs- eða lambanýru, 25
gr. smjör, 25 gr. hveiti, 2 dl.
vatn, salt, pipar, vin, sósulitur,
ætisveppar, laukur.
Nýrun eru lögð í ediksblöndu, síð-
an skoluð vel og allar himnur og æð-
ar skomar burt; nýrun síðan skorin
sundur. Smjörið er brúnað í potti,
þá lauksneiðamar, ætisveppamir og
síðast nýmabitamir; jurtaseiði siðan
bætt í pottinn og soðið við hægan
eld í % klst. Hveitið er hrært út í
matskeið af rjóma og jafnað í sós-
una; suðan látin koma vel upp. Soðn-
ar kartöflur bomar með.
Spínatjafningur.
750 gr. spínat, 25 gr. smjör, 25
gr. hveiti, 3 dl. mjólk eða seyði
af spínatinu, 2 teskeiðar sykur.
Spínatið er tekið af leggjunum,
skolað í köldu vatni, látið yfir eldinn
í sjóðandi saltvatni og stöðugt hrært
í. Vatnið í pottinum má ekki vera
meira en svo, að það fljóti aðeins
yfir spínatið. Spínatið er soðið í 5
mín., tekið upp úr pottinum og skor-
ið smátt á skurðarfjöl. Hveitinu er
hrært út í nokkmm matskeiðum af
köldu seyðinu eða mjólkinni. Að því
loknu er spínatið og smjörið hrært
vel saman og soðið í 3 mín. við
Jiægan eld.
Eggjagrautur.
iy2 1. mjólk, 1 egg, 25 gr. sykur,
70 gr. kartöflumjöl, 70 gr. hveiti,
1 teskeið salt.
Suðan er látin koma upp á mjólk-
inni. Eggjarauðan er hrærð með
sykrinum. Mjöltegundunum er bland-
að saman og hrært út í kaldri mjólk
og blandað saman við eggjarauðuna.
Og þá er heitu mjólkinni hellt í og
hrært vel í á meðan. Soðið i 5 mín-
útur. Rétt áður en grauturinn er
framreiddur, er eggjahvítan, sem
áður er stífþeytt, látin í, ennfremur
salt. Saftblanda höfð með.
Húsráð
1 skúffur sem stirt er að opna á
að strá „talkúmi“.
Isskápurinn er sótthreinsaður með
því að þvo hann upp úr 5 gr. „kalí-
umpermanganad" uppleyst í 100 gr.
af vatni. Síðan er hann þveginn úr
sápuvatni og skolaður úr vatni. Hurð-
in á að standa opin þar til skápurinn
er orðinn þurr.
Væring í hári hverfur oft við bór-
vatnsþvott.
Flögkur með ávaxtasafa í eða öðru,
sem ekki þolir loft, eru gerðar loft-
þéttar með því að stinga flösku-
stútnum með tappanum í ofan í brætt
parafín.
Ullargam, sem farið er að tæjast
í sundur, er hægt að gera nothæft
aftur með því að hella yfir það heitu
vatni. Þegar það er orðið þurrt er
það undið upp.
Nýkvæntur: Það er ánægjulegt
að mega bíða eftir matnum hjá þér,
ástin mín!
Matvælageymslan h.f.
pósthólf 658
Undirritaður óskar eftir að taka á leigu
til eins árs . geymsluhólf.
Nafn:......................
Heimili:...................
Hneslur.
Hneslur eru saumaðar á tvennan
hátt, annað hvort með hnesluspori
eða með bryddingum. Sé efnið þétt
og fastofið er notað hnesluspor, til
dæmis á lérefti, en sé um ullarkjóla
og kápur að ræða eru notaðar brydd-
aðar hneslur.
Hneslur eru alltaf saumaðar í efn-
ið tvöfalt; staðurinn er nú vel af-
markaður eins og sýnt er á mynd A.
Gott er fyrir viðvaninga að stinga
ferhyminginn á mynd Al, í saumavél.
Þegar búið er að klippa fyrir hnesl-
unni, eru barmarnir varpaðir laus-
lega, (sjá mynd A2) og síðan er
hægt að byrja á hneslusporinu og er
það sýnt á mynd É. Nálinni er stung-
ið aftur fyrir barminn og dregin í
gegnum hann og síðan í gegnum
lykkjuna að ofan. Á myndunum C
og D er sýnt hvemig er hægt að
ganga frá endum hneslanna á mis-
munandi hátt.
B
Gúmmihlutir, sem em harðir og
stífir, em mýktir með því að leggja
þá í 20% „glycerin“-upplausn.
Alúminíumpotta á að hreinsa upp
úr sápuvatni eða ediki, en aldrei upp
úr sóda.