Vikan - 19.09.1946, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 38, 1946
Pósturinn
Kæra Vika!
Geturðu sagt mér hvenær Ray
Milland er fæddur. Geturðu líka sagt
mér eitthvað frá Allan Ladd og síð-
ustu myndum, sem hann hefir leikið
i. Fyrirgefðu spumingarnar. — Þin
Lóa.
Svar:
Ray Milland er fæddur 3. janúar
1905. Allan Ladd hóf leikferil sinn
með því að leika í útvarp. Sue Carol
(sem síðar varð kona hans) varð
hrifin af rödd hans og lét hann fá
smáhlutverk í kvikmyndum. Fyrsta
aðaihlutverk sitt lék hann í kvik-
myndinni „This gun for hire“ á móti
Veronica Lake. Síðustu kvikmyndir
Allan Ladd eru þessar: ,,And now
tomorrow" og „Two years before the
mast". Um tíma ferðaðist hann um í
stríðinu og skemmti hermönnum.
Isafirði 7. sept. 1946.
Herra ritstjóri!
1 36. tölublaði, 5. september síðast-
liðinn hafði þér, samkvæmt beiðni,
prentað kvæðið „Vonleysi" með þeirri
umsögn, að höfundur sé ókunnur, og
kvæðið tekið úr Vasasöngbókinni.
Það rétta er: Kvæði þetta kom
fyrst út í Hörpuljóðum prentuðum á
Isafirði 1942. Utgefandi Jón frá
Ljárskógum, og þýtt af honum. Enn-
fremur: Línan: Örlög mín fær enginn
maður blekkt, í öðru erindi, á að
vera: Örlög sín fær enginn maður
blekkt. Með þökk fyrir leiðrétting-
una.
Jónína Kristjánsdóttir.
Kæra Vika!
Viltu birta fyTir okkur eftirfar-
andi: Við undirritaðar óskum eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku,
hvar sem er á landinu.
Virðingarfyllst,
Þóra Aradóttir (19—24), Hulda
Ingvarsdóttir (15—18) og Þórunn
Gísladóttir. Allar í Höfn í Homa-
firði, A.-Skaftafellssýslu.
Sögur um merka menn
Ekki verulega likur!
Maður nokkur af Flateyjardal kom
að bæ á Svalbarðsströnd. Býr þar
bóndi, sem Sigmundur heitir. Mann-
inum var boðið til baðstofu. Uppi á
þilinu hékk mynd af kvöldmáltíðinni,
og horfði hann lengi á hana með
gáumgæfni, þangað til hann spurði:
„Er þessi mynd af fjölskyldunni
héma?" „Nei,“ svaraði þá húsfreyj-
an, „þessi mynd er af kvöldmáltíð-
inni.“ „Já — einmitt það,“ sagði
gesturinn, „mér sýndist hann ekki
heldur veruiega líkur honum Sig-
mundi — þessi stóri,“ — og benti um
leið á Krist.
Mark Twain sem fyrirlesari.
Mark Twain, hinn frægi, ameríski
rithöfundur, sem Tom Sawyer og
margar aðrar skemmtilegar grínsög-
ur eru eftir, var mjög vinsæll fyrir-
lesari og ræðumaður. Einu sinni
hafði hann lofað að halda fyrirlestur
fyrir félag eitt í Denwer. Hann kom
að kvöldi til borgarinnar og var eng-
inn á járnbrautarstöðinni til að taka
á móti honum, svo að annað gat hann
ekki gert en rölta einn sins liðs til
samkomuhússins, þar sem hann átti
að tala. En þegar hann kom þangað
og ætlaði þegar í stað að ganga inn
í salinn til áheyrendanna, var hann
stanzaður af dyraverðinum, sem
heimtaði af honum aðgöngumiða.
„Eg hefi engan," svaraði Mark
Twain.
„Jæja, þá verðið þér að kaupa einn,
miðasalan er þama!“
Mark Twain laut brosandi að hon-
um og hvíslaði:
„Eg er fyrirlesarinn.“
Dyravörðurinn dró Einnað augað
glettnislega í pung og sagði með
rödd, sem ekki var hægt að skilja
nema á einn veg og sem heyrðist af
þeim, sem næstir stóðu:
„Þér eru þriðji fyrirlesarinn, sem
hefir komið síðustu tíu mínúturnar!"
En hann bætti við um leið og hann
sló kumpánlega á öxl Mark Twain:
„O, jæja, farðu bara inn! En næsti
fyrirlesari, sem gerir vart við sig hér,
fær að greiða inngangseyri."
„--------Málsfegurðinni og efnismeðferðinni i Snorra Eddu hefir lengi verið við-
brugðið, og það að verðugu, enda mun hvergi vera fegra mál eða frásögn að finna
í fornritum vorum, og óviða eins fagurt, nema ef vera kynni í Njálu og Egils sögu.
•—------Það á engin þjóð eins dýran arf frá fomöldinni til eins og Islendingar, sem
allir geta gengið jafnt að og notið eins og það væm nútiðarbókmenntir.“
8
Því aðeins er gaman að eiga Islendingasögumar, að þeim
fylgi hinar dýrmætustu perlur íslenzkra bókmennta:
Sæmundar edda, Snorra edda og Sturlunga saga
og svo auðvitað að þær séu í fyrsta flokks handunnu skinn-
bandi.
Strax í dag
getið þér eignast allar Islendingasögurnar ásamt Sæmundar
eddu, Snorra eddu og Sturlunga sögu í hinni þjóðkunnu
alþýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar.
Sendum hvert á land sem er, yður að kostnaðarlausu.
Bókaverzlun Siguröar Kristjánssonar, Bankastræti 3
Athugið! Engar áskriftir, en seljum ódýrt strax í dag.
í
v
v
v
♦
♦
V
V
V
V
V
V
V
V
V
’♦"
V
V
V
♦
V
V
V
V
V
V
*
V
V
>;<
V
V
I
>;<
V
V
V
V
V
V
>♦<
V
>♦<
>♦<
>♦<
>;<
v
>♦<
>♦<
v
>♦<
►♦<
V
>:<
V
>:<
V
V
>:<
V
>:<
>:<
V
>:<
V
>:<
>;<
►i<
♦
>:<
►:<
>:<
>:<
►7<
>;<
>:<
»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»io»»»»»»»»»»»»»»»»:.
Útgefandi: V3KAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.