Vikan


Vikan - 19.09.1946, Blaðsíða 6

Vikan - 19.09.1946, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 38, 1946 kæmist af með, til að særa ekki tilfiimingar Rachelar. Hún kæfðiv niður í sér andvarp, því að hún ▼ar nú einu sinni ung stúlka, sem var ekki laus rið að vera örlítið hégómagjöm. En það væri ekki drengilega gert af henni að kaupa allt mögulegt fallegt, þegar Rachel gat það ekki. Með sjálfri sér ákvað hún að reyna að fá Rachel til að þiggja af sér nokkra kjóla. Rachel var bara svo stórlát — en ef hún reyndi að tala utan að þvi og sjá hvemig hún tæki því--------. En það kom í ljós að það var ekki eins erfitt og Wanda hafði haldið. Rachel tók þvi mjög vel. Hún lét Wöndu gefa sér þrjá kjóla, tvo hatta og fín nærföt — já, hún meira að segja stakk sjálf upp á fleiru, sem Wöndu datt ekki í hug. Hún var mjög þakklát, en lét þakklæti sitt í Ijós á mjög háttprúðan hátt — gerði Wöndu hvorki vandræðalega með of mörgum mótmælum né þakklætisorðum — tók þessu öllu eins og það væri eðlilegt og sjálfsagt. „Auðvitað á ég bágt með að þiggja þetta,“ sagði hún, „en hins vegar vil ég ekki verða þér og föður þínum til skammar. Æ, ég veit vel, að þér myndi þykja eins vænt um mig þó að ég væri klædd tötmm öskubusku, eft illa klæddan gest er ekki hægt að þola. Konur — einkum í Austurlöndum — em dálítið illgjamar. Það væri hræðilegt ef þær myndu fitja upp á nefið við vinkonu þina.“ Wöndu létti við þessa viturlegu skoðun Rachel- ar á málunum, og gat þvi nú með gleði og af alhuga snúið sér að því að velja sjálfri sér kjóla og hatta. Hún ákvað að borga einnig fargjaid Rachelar, en hún minntist ekki strax á það. Hún varð að fara varlega. Rachel hafði tekið þessu ágætlega með kjólana, en hún þorði ekki að elga það á hættu að særa hana. Hún vonaði, að frú Thompson myndi ekki mis- líka þessar gjafir til dótturinnar. Hún hafði aldrei hitt móður Rachelar, en tveimur dögum áður en þær ætluðu að leggja af stað með skipinu, fór Rachel með Wöndu heim til sín. Ibúðin var uppi imdir hanabjálkalofti í litlu húsi í Auteuil, sem var leiðinlegur borgarhluti, en sem varðveitti enn þá foman virðuleika frá því að auðstéttimar höfðu búið þar. Frú Thompson var falleg kona, hún hlaut að hafa einu sinni verið eins falleg og dóttir henn- ar. Hún tók Wöndu vingjamlega og sagði að hún væri svo glöð yfir þessu yndislega frii, sem Rachel sín ætti í vændvun. „Rachel hefir ekki haft svo mikla ánægju síðan faðir hennar dó," sagði hún með sama yndisleik og Rachel var lagið, „og á hún vel skilið að fá einhverja breytingu. Það er svo leiðinlegt fyrir hana að búa hjá mér héma í París. En eftir að við misstmn peningana varð ég að brenna allar brýr að baki mér og flytja — því að í London er ekki hægt að vera fátækur!" Wanda kinkaði kolli, frú Thompson til sam- þykkis, en þó gat hún ekki varizt þeirri hugsim, að þetta hefði verið sjálfselskufullt af henni að flytja þannig og dæma dóttur sína til dapurlegrar tilveru í ókunnu landi. Henni sagðist svo hugur um, að frú Thompson væri hrifin af París og hún ætti þar sinn vinahóp, en i honum væri Rachel ofaukið. En frú Thompson var mjög aðlaðandi, og kyssti hún Wöndu, þegar hún fór og þakkaði henni fyrir, hvað hún væri vingjamleg við dóttur sína. Wanda var mjög glöð og létt í skapi, þegar hún hoppaði upp í leigubílinn og ók burt. Hurðin var naumast skollin aftur að baki Wöndu, þegar frú Thompson sneri sér við með svip, sem minnti á þegar menn varpa frá sér fati, sem hefir þrengrt að þeim. „Jæja, Rachel — að lokum hefir þér tekizt að koma þér áleiðis. Ef þú heldur vel á spilunum, er það ekki til, sem þú getur ekki komið í framkvæmd, bam. Hún tilbiður þig auðsjáan- lega.“ „Já, það held ég. Hún er gott bam!“ svaraði Rachel. „Hvað hefir hún gefið þér?“ Rachel hafði komið með öskjumar með nýju kjólunum i og hún opnaði þær nú, til að móðir hennar gæti séð þá. „Jæja, þeir eru fallegir, svo langt sem þeir ná! En þú þarft að hafa miklu fleiri með þér. Ég verð að sjá, hvers ég get verið án. Héma er þessi kvöldkjóll, sem ég keypti af Hortense fyrir Iítilræði — þú mannst að það var greifinn, sem gaf henni hann. Skóna — já, þá fékk ég þegar Marchand varð gjaldþrota. Svo er það útsaum- aði silkikjóllinn —.“ „Ég get ekki tekið öll fötin frá þér, mamma!" „Elsku bam, þetta ferðalag þitt til Egypta- lands getur orðið þér féþúfa. Ég ætlast til þess, Rachel, að þú kunnir að færa þér aðstöðu þína i nyt, svo að þú getir launað mér þetta seinna og þá með háum vöxtum. Þetta er einmitt hið bezta tækifæri, sem þú getur fengið." „Ég veit það, og þú getur reitt þig á að ég reyni að nota það.“ „Ég vona það að minnsta kosti. Ég hefi nú nurlað saman og horft í hvem eyri, til að geta sent þig í svona fínan og dýran skóla, svo að þú gætir komist í góð sambönd. Þú hefir nú verið þár í þrjú ár —.“ „Já, en ég hefi líka komist í gott samband við þá manntegund, sem hentar mér bezt, mamma." „Já, loksins," rödd frú Thompson var heldur blíðari, „er ekki faðir stúlkimnar ekkjumaður ?“ „Jú — Sir John Rhys! Konan hans dó skömmu áður en Wanda kom til París." „Hvað er hann gamall?" „Eitthvað um fjömtíu og fimm ára." „Það er ágætur aldur," sagði frú Thompson hugsandi. „Og hvaða stöðu hefir hann í Kairo?“ „Hann er við umboðsstjómina þar og er meðal æðstu embættismannanna." „Jæja, og þá auk þess ríkur að sama skapi.“ „Það held ég,“ svaraði Rachel, „minnsta kosti vel stæður." „Ríkur ekkjumaður, fjömtíu og fimm ára!" sagði frú Thompson. „Einmitt sá aldur, þegar menn óska þess að vera kvæntir, ef þeir em það ekki. Og þá auðvitað ungri stúlku! Aðstæð- umar er ekki hægt að hugsa sér betri. Konan hans hefir nú legið í tvö ár í gröf sinni, og honum mtm án vafa finnast hann vera að lifa upp æskuár sín. Rachel,“ hún varð allt i elnu hvöss og ákveðin í málrómnum, „þama sérðu þér leik á borði!" „Þú átt við, að ég eigi að verða seinni kon- an? En þar vill Sir John sennilega vera með l ráðum — þú gleymir, að það þarf tvo aðila til að ákveða hjónaband." Blessað bamið! Teikning eftir Goorge McMannm. Pabbinn: Guð minn góður, ég sofnaði vist, ég sem átti að gæta Lilla á meðan konan færi út — en hvar er hann nú? Pabbinn: Lilli, talaðu við pabba, ertu héma undir? Pabbinn: Ó, Lilll! Hann er ekki Pabbinn: Ég hefi leitað alls staðar — Mamman: Þú sofnaðir rétt áður en ég fór út, svo að ég tók Lilla ekki héma —. Lilli ertu héma? með mér. •— En hvað í ósköpunum hefirðu verið að gera? Pabbinn: Ó — ég — sjáðu til — mér datt í hug að gera hreint í kjallaranum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.