Vikan - 19.09.1946, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 38, 1946
13
Barnasaga eftir Sigurd Togeby
MAMMA Birgls rétti honum
körfuna og peningabudduna og
sagði, að hann ætti að flýta sér til
kaupmannsins ... „En taktu regn-
hlífina með þér,“ bætti hún við „það
er hellirigning." Og síðan fékk hún
honum stóra, svarta regnhlif, sem
hékk í forstofunni. Birgir horfði á
hana.
„En mamma — ég get ekki þolað
að nota regnhlíf.“
„Hvers vegna."
„Strákarnir hæðast að mér og
kalla mig stelpustrák. Hraustur
drengur getur ekki gengið með
regnhlíf, mamma!"
Mamma Birgis brosti. — „Ef þú
ætlar að vera hraustur, verður þú
að hafa regnhlífina með þér. Hypj-
aðu þig nú af stað.“
Birgir drattaðist áfram eftir
gangstéttinni, í illu skapi og regn-
ið lak niður af uppspenntri regn-
hlífinni. Þetta var meiri demban!
Samt sem áður skimaði hann í allar
áttir skömmustulegur á svipinn, þvi
að hann vildi ógjarnan mæta ein-
hverjum af félögum sínum. En ó-
gæfan elti hann, því að Arthur birt-
ist allt í einu í hliðargötunni,
skammt frá verzliminni, sem Birgir
ætlaði í. „Ætli hann hafi nú séð
mig?" hugsaði Birgir og flýtti sér
að leggja regnhlífina upp við verzlun-
argluggann. Hann hélt að Arthur
hlyti að verða kominn framhjá, þeg-
ar hann væri búinn að ljúka verzlun-
arerindum sínum.
En það fór á annan veg, því að
þegar Birgir komu út með fulla körf-
una á handleggnum, stóð Arthur í
horninu við dyrnar og stóð af sér
rigninguna.
„Sæli vertu, Birgir," sagði hann.
„Komdu sæll." Birgir nam staðar
við hlið hans, eins og hann ætlaði
einnig að standa af sér rigningar-
dembuna. Þarna stóðu þeir og
röbbuðu saman stundarkorn, og
Birgir vonaði að Arthur myndi halda
áfram, svo að hann gæti sjálfur
tekið þessa leiðinda regnhlíf og
laumast heim.
En Arthur virtist hafa nægan
tíma.
„Hefir þú tekið eftir þessari
hlægilegu Chamberlain-regnhlíf, sem
stendur þarna," sagði Arthur og
benti á regnhlífina.
„Já, hvilík drusla!" sagði hann
Birgir þóttist fyrst núna vera að
koma auga á hana.
Arthur kreisti aftur augun. —
„Og ég, sem hélt að þú værir með
hana!"
Birgir hló. — „Ég! Heldurðu að
ég sé svo viðkvæmur, að ég verði að
nota regnhlíf.. . nei, góði minn,
þar skjátlast þér!"
Arthur gægðist inn í verzlunina; í
gegnum stóra sýningargluggann var
hægt að sjá hvern krók og kyma í
henni.
„Þetta er undarlegt . . . það er
enginn inni í verzluninni," sagði hann
„Þvi er það undarlegt?" spurði
Birgir.
„En þá hlýtur einhver að hafa
gleymt regnhlífinni."
„Gleymt... hvað áttu við?“
„Þetta er ekki þín ■ regnhlíf og
ekki mín og enginn er inni hjá kaup-
manninum," sagði Arthur. „Því eins
hlýtur einhver að hafa gleymt henni
hérna."
„Já ... já, auðvitað," varð Birgir
að. játa. Hann rétti fram annan
handlegginn, til að vita hvort ekki
væri stytt upp. „Nú er næstum hætt
að rigna, eigum við þá ekki að halda
áfram?"
„Jú, við getum orðið samferða
heim," sagði Arthur, „annars er.það
skömm að láta regnhlífina liggja
þarna." Hann seildist eftir henni. —
„En hvað þessi garmur getur verið
þungur. Að nokkur skuli vilja nota
annað eins og þetta!"
Birgir varð . óttasleginn, en sagði
ekkert. Arthur lýsti því yfir að hann
ætlaði að fara með regnhlífina á
lögreglustöðina, ef til vill yrðu veitt
einhver fundarlaun, þegar eigandinn
sækti hana — „maður hefir alltaf
not fyrir eina og tvær krónur," sagði
hann.
„Já.. já, vissulega," sagði Birgir,
en hugsanirnar ætluðu að sprengja
heilabúið í honum. Hvað myndi
mamma hans segja, þegar hann
kæmi heim án regnhlifarinnar, og
ef hann sækti hana á lögreglustöð-
ina, þá yrði hann að greiða fundar-
laun — og það Arthuri. Þetta var
auma ástandið. En hann skorti hug-
rekki og hugkvæmni til að koma sér
út úr þessari lygaflækju. Og nú
t þrömmuðu þeir áfram niður götuna,
áleiðis til lögreglustöðvarinnar.
í sama bili kom dálitið óvænt fyr-
ir. Gluggi á hornhúsi þar skammt frá
var opnaður, og kona rak höfuðið út.
„Arthur, hvert ertu að fara?"
Arthur sneri sér við. — „Ég ætla
á lögreglustöðina með re'gnhlif, sem
ég fann."
„Nei, þú verður að koma óðara!
Við erum að setjast að matarborð-
inu!“ hrópaði móðir Arthurs.
Arthur yppti öxlum. — „Nei . . .
jæja, þá kem ég!“ — Hann rétti
Birgi regnhlífina. — „Getur þú ekki
farið með þennan fornminjagrip á
lögreglustöðina ? Þú færð þá helm-
ing fundarlaunanna ? “
„Jú, það skal ég gera," sagði Birg-
ir meira en fúslega og tók við regn-
hltfinni. Augnabliki síðar var Arthur
horfinn, en Birgir stóð kyrr og horfði
á eftir honum. Nú gat hann snúið
við og hraðað sér heim, en þá flaug
honum annað í hug. Ef Arthur liti
út um gluggann, þegar hann væri
kominn upp í íbúðina — og það var
ekkert ósennilegt að hann gerði það
— þá gæti hann séð að Birgir fór
ekki á lögreglustöðina! Og þá væri
nú betra að hafa haldið áfram.
Birgir andvarpaði, þegar honum
var hugsað um alla þá lygi, sem hann
hafði látið út úr sér á þessum stutta
tíma. Já, það var satt að lygi elur
af sér aðra lygi — hérna var hann
í þeirri hlægilegu aðstöðu, að hann
varð að fara með regnhlíf móður
sinnar á lögreglustöðina eins og hún
væri óskilahlutur.
Hann gekk hægt eftir götunni;
regnhlífin var blýþung í hendi hans.
Þama var lögreglustöðin og fyrir
framan hana græna Ijóskerið . . .
hann gekk upp tröppurnar og opn-
aði þunga hurðina. Lögregluþjónn
kom á móti honum, en í sama bili
voru opnaðar dyr til vinstri og fað-
ir Birgis kom þar út. Birgir glennti
upp augun af undrun.
„Hvað . . . ert það þú, Birgir?' En
hvað það var fallegt af þér að koma
og sækja mig — i þessu veðri. Sagði
mamma þín þér að gera það?“
„Nei,“ muldraði Birgir.
Faðir hans brosti og tók regnhhf-
ina. — „Nú, þú hefir þá heyrt mig
tala um viðgerðina á leiðslum í lög-
reglustöðinni, sem ég ætti að sjá um í
dag! Það var fallegt af þér að muna
eftir mér . . . ég var farinn að kvíða
fyrir því að blotna á heimleiðinni, þvi
að ég hafði enga regnhlif. En nú skul-
um við hraða okkur heim — mamma
fer að bíða með kvöldmatinn!"
I sama bili og þeir komu út á
götuna, byrjaði ný demba. Regnlð
streymdi niður og faðir Birgis
spennti upp regnhlifina.
„En hvað ég er feginn, að þú skyld-
ir koma," sagði hann.
Síðan héldu þeir heim — og var
Birgir djúpt sokkinn niður í hugs-
anir sínar.
Gluggatjaldastengur
með öllu tilheyrandi, höfum við nú aftur fyrirliggjandi.
Verzlunin Brynja