Vikan - 10.10.1946, Qupperneq 9
VIKAN, nr. 41, 1946
9
James F. Bymes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sést hér vera að taka í hendur
þeirra John G. Winant, fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna í Bretlandi (til
vinstri) og' Joseph E. Davies fyrrverandi sendiherra í Rússlandi (til hægri), eftir
að hann sæmdi þá heiðursmerkjum.
Þetta er geysimikil stífla í Tennessee-ánni nálægt Paducah í
Kentucky.
Frá verkfalli í Bandaríkjunum; yfirvöldin hafa tekið að sér rekstur
strætisvagnanna.
Fréttamyndir
Háttsettustu mennimir á mikilvægum ráðstefnum verða að hafa að baki sér hina
færustu sérfræðinga: Að ofan t. v.: Bymes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að
baki honum Charles Bohlen, sérfræðingur í Rússlandsmálum, og Ben Cohen. —
Að ofan t. h.: Gromykov, fulltrúi Rússa og aðstoðarmaður hans Boris Stein. —
Að neðan t. v.: Sir Arthur Cadogan, fulltrúi Breta og aðstoðarmaður hans Valentine
Lawford. — Að neðan t. h. íranski sendiherrann Hussein Ala og ráðgjafi hans Dr.
A. Daftery.
AÐ BAKI „HINNA STÓRU“
í ÖRYGGISRÁÐINU: