Vikan


Vikan - 10.10.1946, Side 10

Vikan - 10.10.1946, Side 10
/ 10 VTKAN, nr. 41, 1946 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■f IViiLIÐ 3 I lllllllllimilllllllllllllMlltllMllllttMMIMIIfggillllllllMOIIIIIUMIIimilllllllMlllimitlllMIHMIIIIMIMHIIIIMMI «» Z Líkamsœfingar. II. ._____L......J Með kaffinu. Skonsur. 240 gr. hveiti, y2 teskeið salt, 3 teskeiðar lyftiduft, 60 gr. smjör, 2 egg, iy2 dl. rjómi eða ný- mjólk. Saltinu og lyftiduftinu er blandað saman við hveitið. Smjörið er hnoð- að saman við með fingurgómunum. Eggin og rjóminn er þeytt saman og hrsert smátt og smátt út í hveitið. Deigið er hnoðað, flatt út (ekki of þunnt) og skorið með glasi. Þá er það látið á smurða plötu og penslað með eggi. Að lokum er það bakað við sterkan hita í 20 mínútur. Þegar skonsumar eru orðnar kaldar eru þær skornar í sundur og smurðar með smjöri. Tvíbökur. 125 gr. smjörlíki, 500 gr. hveiti, 1 peli mjólk, gerduft til eins punds, 50 gr. sykur, 1 egg, ögn af kardemommum. Úr þessu er búið til deig, sem síð- an er flatt út og skomar úr því um 30 tvíbökur. Bakað við sterkan hita. Þegar tvíbökumar eru orðnar kald- ar, eru þær skornar í tvær sneiðar og þurrkaðar við hægan hita. Vanilluhringir. 275 gr. smjörlíki, 500 gr. hveiti, 300 gr. sykur, 1 egg, 80 dropar af vanillu. Hveitið er sigtað, smjörlikið mulið saman við og síðan látinn sykur, egg og vanilla. Þetta er síðan vandlega hnoðað og búnir til úr þvi fallegir hringir, sem lagðir eru á velsmurða plötu og bakaðir þangað til þeir verða ljósbrúnir. Sléttur ullarkjóli og flókahattur í sama lit. Eina skrautið eru stórir hnappar úr gleri eða skjaldbökuskel, sem setja glæsilegan svip á búning- inn. Krosssaumsmynztur. Eruð þér siginaxla? Ef þér eruð siginaxla eða ávalar í baki ættuð þér að reyna að styrkja axla- og bakvöðvana með „hand- sveiflum“. Setjizt upp við hurð, eins 1. mynd. og sýnt er á mynd 1, og hafið þriggja til fjögra þumlunga bil á milli hurð- arinnar og baksins og krossleggið fæturna. Teygið handleggina upp fyrir höfuðið, þannig að lófarnir snúi fram. Sveiflið nú handleggjun- um eins langt fram og aftur og þér getið. Gerið þetta þrisvar, en hvilið yður svo. Átta æfingar i einu ætti að vera hæfilegt og farið ekki of hratt að því. Varizt að halla höfðinu áfram. Styrkið hryggvöðvana! Ágæt æfing til að gera fólk lið- legra og til að styrkja hryggvöðvana: Standið upp við vegg, beygið likam- 2. mynd. ann, þar til þér snertið gólfið með fingurgómunum og hafið hnén örlit- ið bogin (sjá mynd 2). Réttið smátt og smátt úr yður upp að veggnum. Æfingin sé endurtekin átta sinnum. | Höfum fengið | aftur hið | vinsæla ! RIDGEWAYS 1 X * zt I 5 o’cloek Te | Sími 2358 ] %>

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.