Vikan


Vikan - 10.10.1946, Side 11

Vikan - 10.10.1946, Side 11
VIKAN, nr. 41, 1946 11 Framhaldssaga: IIMMIINII! MIGNDN G. EBERHART: 13 SEINNI KONA LÆKNISINS þegnlegur við Bruce, til að hann gæti verið þekkt- ur fyrir að láta i ljós grun um hann?. Bruce hafði verið viðstaddur, þegar Crystal dó. Hann hafði með heiðarlegum hætti — eða það hefir ef til vill ekki verið jafnheiðarlegt og það virtist — látið þá skoðun í ljós, að hann væri alls ekki sannfærður um, að sú ástæða til dauða Crystals, sem hann hafði þá látiö yfirvöld- unum í té og þau tekið sem góða og gilda, væri rétt. Og samt hafði Bruce með köldu blóði dregið hulu yfir allan grim, sem kynni að rísa upp.. . „Þetta er svei mér fífldirfska," sagði Bruce hægt. „Og ég skil ekki. ..“ Hann lauk ekki við setninguna. Hann stóð upp og sagði þess í stað: „Mér finnst, að við ættum ekki að minnast á þetta við neinn, Jill. Hvorki lögregluna né aðra, Ekki strax að minnsta kosti. Það getur verið, að þetta sé ekkert. Ég tek glasið með mér. Mér finnst líka, að þú ættir að halda þig heima í dag — Ég á við, að þú eigir ekki að koma þér í neina hættu að nauðsynjalausu." Hann fór án þess að kveðja. En um hálfri stundu seinna barði hann að dyrum hjá henni, stakk inn höfðinu og sagðist vera að fara á spítalann. „Þú skalt ekki lesa dagblöðin, Jill,“ sagði hann. „Þau eru hræðilega leiðinleg í dag. Ég bað Gross um að fara burtu með þau.“ En hvað þetta var líkt Bruce! Að ráðleggja henni fyrst að lesa ekki blöðin og um leið að til- kynna, að hún ætti þess ekki kost, því að hann væri búinn að láta henda þeim. Samt fann hún eitt blað á borðinu í anddyrinu, þegar hún kom niður skömmu síðar. Hana hryllti við fregnumun. Biaðið birti álit lögregl- unnar sem staðreyndir. „Juhet Garder var myrt.“ Það stóð í fyrir- sögninni. Og morðið hafði verið framið um sömu mundir og hafin var rannsókn á dauða Crystal Hatterick, sem hafði átt sér stað fyrir einu ári. Enn fremur sagði blaðið, að lögreglan áliti, að báðar konurnar hefðu verið myrtar af sama manni og á nokkurn veginn sama hátt og að allar líkur bentu til að ef upp kæmist um morð Juliet myndi sennilega finnast skýring á dauða Crystal Hatterick. Ekki voru færð fram rök að skoðun lögreglunn- ar. En það var heldur ekki nauðsynlegt. Það var næstum því of augljóst. Bruce gekk þegar út frá því sem visu. Það var eina skynsamlega ályktunin. Það var einnig skýrt frá því, hvaða eitur það hafi verið, sem notað var, en með slíkum orðum, að venjulegir blaðalesendur græddu ekki mikið á því. Yfirheyrslurnar voru ákveðnar næsta dag. Yfirheyrslurnar------- Jill greip andann á lofti. Hún varð þá að mæta sem vitni. Hún — það gat leitt til hins versta! Andy kom um tólf-leytið. Hann þurfti að segja henni dálitið, sagði hann um leið og hann gekk inn og lokaðí dyrunum að bókaherberginu til að enginn gæti heyrt til þeirra. En Steven var inni i músikherberginu og Madge og Alicia — sem Jill hafði enn ekki séö þann daginn — voru þar víst líka. Við morgunverðarborðið hafði Madge neitað að opna munninn meðan Jill væri inni í stofunni. Jill hafði reynt að koma fyrir hana vit- inu. Hún reyndi að vera vingjarnleg við hana, þegar hún sá, hversu hrygg hún var. En ekkert vann bug á hinni barnalegu þrjózku stúlkunnar. Steven varð til þess að bjarga þessu við. „Komdu með inn í músikherbergið, Madge. Ég þarf að tala dálitið við þig,“ sagði hann. „Ein ?“ spurði Madge. „Ég vil helzt að Alicia komi með.“ „Aliciu. Já, ef þú vilt það endilega, þá máttu það.“ „Ég ætla að hlaupa og kalla á Aliciu. Hún var þreytt og vildi út —“ Madge var þegar þotin út og Steven horfði með áhyggjusvip á JiU. Steven hafði sofið illa eins og allir aðrir, hann var með dökka bauga í kringum augun, og hann gat ekkert borðað. Svo kom Andy rétt á eftir. Málverkið af Cryst- al, sem hékk á vegnum fyrir ofan arininn, virti þau fyrir sér með kuldalegum augum og kalt f jar- lægt bros lék um málaðar varimar. „Hefirðu séð blöðin?" „Já!“ „Og séð hver er ástæðan fyrir morðinu á Juli- et? Að hún hafi verið myrt, vegna þess að hafin hefir verið rannsókn á dauða Crystal?" Jill kinkaði kolli og sagði: „Já, Andy, en------“ „Nú skaltu hlusta, Jill. Ég hefi verið á spítalan- um í aUan morgun. Og veiztu, hvað varð fyrst fyrir mér er ég steig út úr bílnum mínum ? Leynilögreglumaður. Hann stóð í dyrunum, og aðrir voru inni. Þeir höfðu verið í herbergjum hjúkrunarkvennanna og höfðu rannsakað allt, sem JuUet átti. Þeir tóku með sér öll bréf, sem þeir fundu í herbergi hennar. Og hjúknmarkon- urnar sögðu, að þeir hefðu spurt sig spjörunum úr! . . . Þeir voru líka heima hjá mér í morgun og þeir hafa einnig verið á lækningastofunni og spurt aðstoðarstúlkumar, lyftudrengina og dyra- vörðinn í þaula. Þeir hafa-----ó, Jill. Þetta er eins og gildra. Og það er hræðilegast, að allt bendir í sömu átt. Þeir hafa ákveðið að hand- taka þig, strax-----“ „Andy!“ „En þeir verða að gera það. Þeir geta ekki komizt hjá því. Það er — þeir hafa spurt nokkr- ar hjúkrunarkonur um þig. Þeir hafa spurt flesta á spítalanum. Þeir hafa spurt um ýmislegt varð- andi þig og Bruce. Hvort þið líafið þekkzt vel áður en Crystal dó og um hið óvænta brúðkaup ykkar. Þeir hafa grennslazt eftir öllum ferli þín- um frá því að þú fyrst hófst starf þitt á spítalan- um fyrir átta árum. Þeir hafa spurt hvað eftir annað spurninga til að fá fólkið til að segja um þig eitthvað, sem gæti orðið þér til óheilla. Jill — Jill, ástin mín! Við skulum fara héðan! Við skulum fara héðan! Aður en þú verður hand- tekin. Það verður ef til vill gert innan fárra klukkustunda, og ég þoli ekki að sjá þig------“ Hann þagnaði. Hún stóð fyrir framan hann. Hana svimaði við allar þær myndir, sem orð hans mynduðu fyrir henni. Hann tók hana í faðm sér og grátbað: „Komdu með mér, ástin mín. Er ekki aUt annað í þessum heimi einskis vert, ef við aðeins fáum að' vera nálægt hvoru öðru? Og að þú sért örugg. Þú veizt ekki, hve hræðilegt þetta verður, Jill. Allur kjaftagangurinn. Og blöðin. Hinar hræðilegu ásakanir, sem þau munu hafa í frammi. Þau munu segja--------Þau segja það þegar, að það hafi verið vegna þess, að þið Bruce ætluðuð að giftast, að Crystal var myrt!“ „Andy! Þú veizt þó, að það er ekki satt!“ sagði hún hásri röddu. „Auðvitað veit ég, að það er ekki satt. Það hefi ég alltaf vitað. En samt, Jill — —.“ Hann strauk æstur báðum höndum yfir ljóst hárið. Það var eitthvað barnalegt, sem lýsti sér í hreyfing- unni, þegar hann sleppti henni og þreif hana strax aftur í faðm sér. Hann virtist eiga í hörðu striði við sjálfan sig og vera enn ekki kominn að neinni niðurstöðu, þegar hann allt í einu sagði: „Nei, það er bezt að ég segi þér sannleikann, JiU. Þín vegna. Það var ekki laust við, að varir hans titruðu, eins og honum þætti það leitt að þurfa að gera það, sem hann gerði.------Þú verð- ur að fá að vita það fyrr eða seinna. Og ég ftefi verið lionum hollur nógu lengi. Nú mun ég hér eftir taka þig fram yfir hann, Jill. t gærkveldí, nei, í fyrrakvöld á ég við — þegar ég fór með þér í óperuna------þá var það Bruce, sem sendi mig." „Já, og svo ?“ „Ég hefi áður verið staðgengill hans. Sem föru- nautur Crystal. Ég varð að fara með henni 1 sam- kvæmi, í óperuna, og-------“ Allt í einu fannst henni óþolandi heitt í her- berginu og henni virtist það vera fullt af dökkum skuggum. Andy hélt áfram: „Og manstu eftir því, að þegar við biðum eftir bilnum, sáum við lítinn bil, sem liktist bil Bruce og konu-------.“ „Og konu--------?“ „Já, skilurðu það ekki-------Hann hafði sent mig til þín, til þess að fara sjálfur til hennar. Alveg eins og hann gerði, meðan Crystal var Ufandi.“ >yAlicia ...“ hvíslaði Jill. „Já, Alicia," endurtók Andy. „Það hefir verið árum saman." Nú fann Jill betur en áður, hvernig hin undar- legu, gráu augu málverksins hvíldu á sér. Nú varð andartaks þögn, þögn, sem var þýðing- armikil og þrungin af ósögðum orðum. Frá músikherberginú heyrðust tónar frá slaghörpu Stevens. Steven var víst að leika. Alicia og Madge grúfðu sig niður í hugsanir sinar og hat- ur á Jill. Hin daufa, grálita birta lá þétt eins og þoka á rúðunum. Lampinn á skrifborðinu kastaði birt- unni beint niður á borðið, en mesti hluti her- bergisins var skuggalegur. Hún vissi, að Andy beið þéss, að hún segði eitthvað og reyndi að frá honum, gekk að skrifborðinu og reyndi að forðast að horfa á hið starandi málverk af fyrir- rennara sínum. Loksins stundi hún: „Ég trúi þessu ekki:“ „En það er satt," sagði hann alvarlegur. „En Crystal--------“ „Ég veit það-------“ flýtti hann sér að segja, og hún sneri sér við til að horfa á hann. „Ég veit það, Jill — það er það viðbjóðslegasta við þetta. Ég vildi gera allt, sem í mínu valdi stæði fyrir Bruce, hann hafði gert svo mikið fyrir mig. Ég spurðl einskis. Þegar hann bað mig í fyrsta skipti að fara með Crystal eitthvað, sem hana langaði, fann ég ekkert við það að athuga. Mér fannst það — fannst það skiljanlegt. Bruce hefir alltaf haft geysimikið að gera. Hann er víðfræg- ur skurðlæknir. Hann----------“ Andy hikaði, en hélt síðan áfram með barnslegri ákefð: „Hann er allt öðruvísi en aðrir menn! Ég hefi ætíð hlýðn- ast fyrirskipunum hans. Ég gerði mér alls ekki ljóst — og hefi ef til vill ekki viljað gera mér

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.