Vikan


Vikan - 10.10.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 10.10.1946, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 41, 1946 ljóst — hvert stefndi. Það var ekki vel gert vegna Crystal. Það var ekki til góðs fyrir neitt okkar------“ „Og Steven?" sagði Jill. „Alicia er þó trúlofuð Steven. Hann elskar hana.“ ,,Eg veit það, Jill. En —- hvað átti ég að gera ? Auðvitað kom ég illa fram við Crystal. En þetta varð svona smám saman. Crystal var svo miklu eldri en ég, að mér gat ekki dottið í hug að hún — nei, ég veit ekki, hvernig ég get sagt frá þvi, Jill. En þú skilur þetta?“ Ást hégómagjamar konu, sem ekki var leng- ur ung, á ungum manni. Og þessi kona gift manni, sem hafði framtíð Andys í hendi sér og sem — Andy hafði viðurkennt það — hafði gert óendanlega mikið fyrir hann. „Já,“ sagði Jill og kinkaði kolli. „Eg held, að ég skilji það. En þú hefðir átt að vera ákveðn- ari, Andy!“ „Já, heldurðu, að ég viti það ekki, Jill. Imynd- arðu þér ef til vill, að ég hafi ekki reynt að neita færis til að forðast, sem staðgengill Bruce — ég á við, til að forðast afleiðingarnar af því, sem ég hafði tekið mér fyrir hendur með þvílíkri létt- úð? Ég var ekki ástfanginn af Crystal. Ég hafði geysimikið dálæti á henni, við vorum lengi góðir vinir, en ekkert fram yfir það. En svo, nú já, það tekur því ekki að fara að rifja það allt upp aftur. Ég átti Bmce mikið að launa. Og sama var um Crystal að segja, að vissu leyti — hún hafði verið mér mjög góð, Jill. Ég gat ekki farið til Brace og sagt: „Ég get ekki lengur verið auð- mjúkur þjónn konu þinnar. Hún er nefnilega orðin ástfangin af mér.“ Það gat ég þó ekki-------" „En til hvaða bragðs ætlaðir þú að taka? því að þetta gat þó ekki gengið svona til lengdar." Andy varð allt í einu mjög fölur og þreytu- legur. „Ég veit það ekki, Jill,“ svaraði hann. „Ég vonaði í sífellu, að eitthvað myndi verða til að kippa öllu í lag. Alicia . . . Steven . . . Ég áleit, að þegar þau væru gift, myndi Brace aftur hverfa til Crystal og ég sjálfur — losna. Já, þetta hljóm- ar kjánalega, Jill, en hugsaðu hara um, hversu mikið Bruce átti skilið af mér!“ „Hve lengi hefir Alicia verið trúlofuð Steven? Um það bil tvö ár?“ • „Já, eitthvað nálægt þvi. En Alicia heldur á- fram að draga hann á asnaeyrunum. Samt elsk- ar hann hana. Hann dýrkar fegurð, og Alicia er feikilega lagleg." „Já, Alicia er lagleg,“ hugsaði Jiil, og fannst hnifur vera rekinn í hjarta sér. „Svo lagleg, að Brace var líka ástfanglnn af henni. Hafði verið það áram saman, sagði Andy. Árum saman-------“ Hún forðaðist að horfa í hin áhyggjufullu, bláu augu Andys og tók pappírshnífinn upp af borð- inu og velti honum á milli fingra sér, meðan hún þröngvaði sjálfri sér til að spyrja þeirrar spurn- ingar, sem ekki mátti ómælt vera. „En hvers vegna kvæntist Bruce ekki Aliciu, þegar hann hafði frjálsar hendur til þess?“ Áftur ríkti þögn í bókaherberginu. En frá músikherberginu hljómaði tryllingslegt lag með miklum hraða. Það var ein af tónsmiðum Stev- ens. „Nattens Arabesk" kallaði hann hana. Það var einmitt það, sem hann lék, þegar Juliet var að gefa upp andann-----— Jill þekkti aftur hinn sterka, næstum því sljóvgandi bassa, sem fjar- lægðin og hinar lokuðu dyr juku að styrkleik á kostnað hins granna dískants. „Andy átti sýni- lega erfitt með að svara,“ hugsaði hún. Veslings Andy. Hún hafði verið ósanngjörn við hann. En það var, vegna þess að hún hafði séð breytinguna á augum Crystal í hvert skipti, sem Andy kom inn í herbergi hinnar sjúku. „Jill,“ sagði hann loksins. „Þessari spurningu get ég ekki svarað, án þess að særa þig. Fyrst verð ég að fá að vita eitt. Elskar þú Brace? Eða er það aðeins — hetjudýrkun? Hvers vegna gift- ist þú honum? Jú, ég veit vel, að hjónaband þitt hefir veitt þér auð, stöðu og örugga framtíð. Ég veit líka, að flestar konur hefðu tekið þessu boði fegins hendi, aðeins vegna andlits hans og -— nú já, vegna þess að Brace er nú einu sinni Brace! En það er nokkuð annað með þig. Ég skil ekki, að þú vildir gifta þig af neinum af þessum ástæðum. Og samt — samt held ég, að þú elskir hann ekki." Hún beið og velti pappírshnífnum á milli fingra sér og virtist vera að setja nákvæmlega á sig hinar útskornu myndir. Eina hljóðið í herberginu MAGGI OG RAGGI. Telkning eftir Wally Bishop. 1. Eva: Strákar! Hjálpið þio mér. 2. Raggi: Hvað er að þér, Eva? Eva: Eg get ekki risið hjálparlaust á fætur! Maggi: Þú ættir alveg að hætta að reyna að læra þer.nan listdans, Eva! 3. Eva: Það er svo erfitt að fóta sig á dans- skónum! Maggi: Við verðum að bera hana heim, Raggi! 4. Drengur: Halló, strákar! Eruð þið nú orðnir trúðleikarar! Maggi: Við skulum ekkert anza honum! var daufur ómur af músik Stevens, en hin sljóvg- andi takt hindraði hana í að hugsa skýrt. Það var eins og hann orkaði á tilfinningar hennar. Hvers vegna hafði hún gifzt Brace — Bruce, sem var ástfanginn af Aliciu og hafði vérið það árum saman? En samt fannst henni sér ekki verða neitt um að komast að því. Eða öllu heldur — það hafði ekki komið henni á óvart. Henni varð hugsað til kvöldsins áður, þegar hún og Guy sáu Aliciu leggja höfuðið flýralega á öxl Bruce og þau gátu greinilega séð, að það var ekki í fyrsta skiptið. Guy setti á sig uppgerðarsvip. Hann hafði spurt um eitthvað til að draga að sér athygli þeirra, en hann virtist hvorki vera hissa né hrærður af því, sem hann sá. Það gat bent til þess, að Guy væri ekki ókunnugt um samband þeirra. Allir að undanteknum henni og Steven — hljóta að hafa vitað það. En Steven var svo niðursokkinn í músik og drauma um fegurð að harm myndi aldrei verða var neinnar veilu í ást og tryggð þeirrar konu, sem hann tilbæði. „Hvernig skyldi sambandið milli Brace og Aliciu vera?“ spurði Jill sjálfa- sig. Það var augljóst, að Andy hafði valið orð sín með mikilli nákvæmni til að gera henni þessa vitneskju ekki of beiskjufulla. Og nú beið Andy svars hennar. Hvers vegna hafði hún gifzt Brace? Hvers vegna? Andy kom nær. Hún fann nærvera hans, en vildi ekki snúa sér við til að horfa í augu honum. Hann spurði: „Viltu ekki horfa á mig, Jill. Og heldur ekki svara. Veiztu, að kvöldið, sem við voram saman í óperunni — hélt ég, að þú elskaðir mig. Eins og ég elska þig?“ „Ö, nei, Andy. Ég bið þig segðu ekki meira------“ „Það er bara vegna þess, að þú vilt ekki hlusta á mig! Gott! Ég skal ekki kvelja þig! Ég elska þig of mikið til þess. En ef það er bara vegna tillits til Bruce, að þú vilt ekki hlusta á mig — þá veiztu núna að slíkt tillit er misskilið." „Þú hefir eklti sagt mér, hvers vegna hann kvæntist mér en ekki Aliciu," sagði Jill hægt. Aðeins að Steven myndi hætta að leika! þá væri auðveldara að forðast allan misskilning. „Og þú hefir ekki svarað minni spurningu," sagði Andy. „Eða — var það þitt svar, Jill? Var það — — ?“ „Nei, nei, Andy! Ég . . .“ Hún þaut frá honrnn, alveg niður að hinum endanum á skrifborðinu. „Skilurðu þá ekki — ég verð að fá að vfta það!“ „Þá það,“ sagði Andy. „Ég hefi aðvarað þig. En ef það er einungis stolt þitt, sem ég mun særa-------“ „Eigum við ekki að sleppa þessu stolti? Segðu mér það nú. Heyrirðu það!“ „Verði þinn vilji!“ Andy andvarpaði og byrjaði að segja hið sanna. „Brace kvæntist þér, vegna þess að hann varð ósáttur við Aliciu. Eftir dauða Crystal. Nú — viltu nú koma með mér? Annars verður það of seint. Mér þykir leiðinlegt að hafa neyðzt til að segja þér frá þessu, en ég elska þig. Og Jill — þau munu ásaka þig fyrir að hafa myrt bæði Crystal og Juliet." „Ég hefi ekki gert það,“ sagði Jill vélrænt. Hún var að hugsa um annað. Það var sem sagt þess vegna, að Bruce hafði beðið hana að giftast sér. Hann hafði sagt hreint og beint — og það var þá sem henni fannst ,,hreinskilni“ hans svo eðlileg — að það yrði hjónaband, sem byggt væri á skynsemi og hagkvæmum sjónar- miðum.»Hann hafði ekki minnst einu orði á, að hann elskaði hana eða að hann ó^kaði þess, að hún elskaði hann. Hann hafði að minnsta kosti verið hreinskilinn í þvi efni. Og hafi hún í hjarta sínu verið nógu heimsk til að vænta þess, að hann myndi læra að elska hana — nú, þá gat hún sjálfri sér um kennt. Þvi að auðvitað var það heimskulegt. Mjög heimskulegt. En þá hafði hana ekki grunað, að Alicia væri elja hennar — Alicia, sem var ekki einungis fögur, heldur einnig hættu- leg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.