Vikan - 10.10.1946, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 41, 1946
13
Happdrættismiðinn.
BARNASAGA eftir Trolli Neutzsky Wulff.
LISELOTTE hafði leikið sér lengi
við Gerðu, dóttur smiðsins, þegar
henni flaug í hug að það vœri drykk-
löng stund síðan Kaja hefði komið
með þau skilaboð til hennar, að hún
ætti að fara í sendiferð til þorpsins
fyrir pabba sinn. Nú varð hún hrædd
við þær afleiðingar, sem þetta hirðu-
leysi hennar kynni að hafa í för með
sér, og þaut af stað, svo að ljósu
fléttumar stóðu beint út í loftið. Til
allrar hamingju rakst hún fyrst á
mömmu sína, þegar heim kom.
„Hefir pabbi beðið lengi,“ spurði
telpan lafmóð.
„Það held ég ekki; Jakobsen
hrossakaupmaður kom til hans um
leið og Kaja var farin til að kalla
á þig. En vertu heima við — þú átt
vist að fara til þorpsins, til að kaupa
eitthvað fyrir hann.“
„Er það — þessi andstyggilegi og
feiti hrossakkupmaður ? “ sagði Lise-
lotte óiundarlega, „hvað er hann að
gera hingað aftur?“
„Þú veizt, að faðir þinn á í við-
skiptum við hann,“ svaraði frú
Brandt og var bæði þreytuleg og
kviðin á svipinn, eins og hennar var
vani.
„En hann er samt viðbjóðslegur,"
sagði telpan þrjózkulega. Skömmu
síðar bættí hún við: „Er það satt,
sem mér hefir verið sagt — að pabbi
skuldi honum peninga?'1
„Þú átt ekki að hlusta. á slúðui !"
sagði frú Brandt ávitandi. „Hlauptu
nú út og leiktu þér, en farðu ekki
út úr garðinum."
En nú langaði Liselottu ekki lengur
til að leika sér. Orð móður hennar
höfðu ekki róað hana. Hljóð læddist
hún út til Óla fjósamanns, sem var
að lagfæra nokkur tjóðurbönd, og
stóð hún hjá honum og rabbaði við
hann.
Skömmu síðar sá hún pabba sinn
og hrossakaupmanninn koma út úr
einu útihúsinu og ganga að bílnum,
sem beið á hlaðinu. Sorg og reiði
telpunnar braust út að nýju, þegar
hún sá, hvað faðir hennar sýndist
hnugginn og lítilmótlegur við hlið
breiðmjmnta hrossakaupmannsins,
sem talaði svo hátt að undir tók í
öllum bænum.
„En þetta verður siðasti fresturinn,
Brandt," sagði hann hátt, „ég get
ekki lifað á loforðum yðar einum,
og þar sem ég þarf á peningum að
halda til fyrirtækis míns, er til
einskis fyrir yður að segja að þér
hafið ekkert til að greiða skuld yðar
með. Þér verðið að hafa einhver ráð,
já — þér skiljið við hvað ég á —
jæja, en núna fer ég' að minnsta kosti
og læt endumýja happdrættismið-
ann!"
Síðan ók hann burt í reykjarmekki,
sem þyrlaðist upp af veginum. Brandt
stóð og horfði á eftir honum; hann
vissi, að hann hafði lent í klónum á
blygðunarlausum peningaokrara, sem
vissi ekki hvað miskunnsemi var. Og
lengi hafði hann haft ágimd á Brxi . .
En nú kom Liselotte, sem hafði
heyrt samtalið, og spurði, hvort hún
ætti að fara til þorpsins.
„Já, þú átt að hjóla til Brugsen í
Stómgötu og fá það, sem ég hefi
skrifað í þessa bók.“ Þegar kona
hans kom í sama bili út á tröppumar,
hélt hann áfram: „Það varð úr að
ég hélt miðanum, Edel. Annars var
ég búinn að ákveða að láta hann
verða ógildan, en nú eigum við
Jakobsen hann í sameiningu. Hann
fór sjálfur með hann til að láta
endumýja hann."
„Hvers vegna þurfti það endilega
að vera hann, sem gerði það?" spurði
frú Brandt, og var ekki laust við að
hún væri gremjuleg í rómnum.
„Mér hefir aldrei fundizt sá maður
verða okkur til gæfu!"
ast. Þegar Jan í sama bih kom út úr
eldhúsinu, þaut hún til hans með
blaðið. Jan var mjög hægur og var-
kár að eðlisfari og vildi ekki rasa um
ráð fram, en þetta stóð skýmm stöf-
um, svo að hann sagði hóglega:
„Þetta bjargar pabba og verðum við
að sýna honum það strax."
„En Jakobsen á að fá helminginn
af peningunum, ef þeir ynnu — það
sagði ég þér um daginn."
„Það verður samt nóg eftir handa
okkur," sagði Jan og hló glaðlega.
Þennan dag var allt á öðmm end-
anum á Brú. Þegar gleðilætin stóðu
sem hæst, hringdi Jakobsen og það
varð langt simasamtal, sem frú
Brandt og börnin hlustuðu á.
„.. já, þetta var einstök heppni,"
sagði Brandt hlæjandi, „einkum fyrir
mig — hvað segið þér — kvittunina ?
— jú, auðvitað hefi ég hana. Annars
hélt ég ekki, að hún væri svona
„Æ, það segir þú satt,“ andvarpaði
hann, „ekki frekar en mjðinn. Við
höfum átt þennan sama miða í tíu
ár og aldrei unnið neitt á hann, og
mér óar hálf við því, að fleygja svona
hárri peningaupphæð til að endur-
nýja hann. Það var Jakobsen, sem
rak augun í hann á borðinu og bauðst
til að greiða helming kostnaðarins
og féllst ég á það."
Hann rétti Liselotte miða, þar sem
á var skrifað ýmislegt, sem vantaði
til búsins, og skömmu síðar hjólaði
litla stúlkan út um garðshliðið á
gömlum, skröltandi hjólgarmi. Frú
Brandt hristi höfuðið og hvarf afbur
inn í eldhúsið; hún var að hugsa um
börnin, sem voru að vaxa upp, og að
það myndi verða erfitt úr þessu að
leyna þau, einkum Liselotte, baslinu
og skuldunum, sem foreldrar þeirra
væru að berjast við.
Það var Liselotte, sem náði fyrst i
blaðið með happdrættisvinningunum,
þegar pósturinn lagði það í gluggann.
Hún leitaði nú áköf eins og hún var
vön að gera.
Hún rak upp hálfkæft óp — þama
stóð númerið þeirra. Það hafði unnið
— hundrað þúsund krónur!! Hún
vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða
gráta — en þetta stóð greinilega í
blaðinu og hér var ekki um að vill-
áríðandi — mér finnst þetta vera
samkomulag okkar á milli, en engin
viðskipti, og ég hefi þar að auki átt
miðann árum saman — já, og nú skal
ég leita að honum------
Þegar hann hringdi af, sneri hann
sér að fólkinu og sagði: „Mér er næst
að halda að hann muni hafa af mér
peningana, ef ég finn ekki kvittun-,
ina!“
„Þú hlýtur að muna, hvar þú lagð-
ir hana?" spurði frú Brandt.
„Hún liggur í bréfahylkinu, þar
sem skjölin mín eru geymd," sagði
hann og gekk inn í skrifstofuna, en
þau heyrðu hann draga þar út
skúffu. Það leið drykklöng stund,
síðan fór frú Brandt inn til manns
síns og Jan og Liselotte læddust á
eftir. Allar skúffumar í skrifborðinu
stóðu opnar og bréfahylkið tæmt.
„Eg get ekki munað, hvar ég lagði
hana," sagði Brandt og blés mæðu-
lega. „Hún hlýtur samt að vera
héma — —!“
Jan og Liselotte gáfu hvoru öðru
kvíðafullt homauga; þau sáu að fát
var á föður sínum, og þegar önnur
leit í gegnum allt skrifborðið bar
engan árangur, var frú Brandt að
gráti komin.
„Hvað eigum við að gera, ef við
finnum hana ekki?" sagði hún hrygg,
„reyndu að hringja til hans aftur,
hann getur ekki verið svo vesalmann-
legur — hvers vegna sóttir þú ekki
miðan aftur til hans?“
„Því að mér fannst hann vera ein-
skis virði, eftir að hafa aldrei unnið
á hann i öll þessi ár,“ svaraði hann
æstur. „Eg hefi verið svo önnum kaf-
inn við annað, en auðvitað hlýtur
kvittunin að liggja héma, ég fleygi
aldrei slíkum hlutum!"
öllu var snúið við á nýjan leik og
leitað í hverjum krók og kyma i
húsinu, en árangurslaust!"
Hann reyndi að tala aftur við
Jakobsen.
„Þér ætlið þó ekki að svikja mig
um minn hluta vinningsins, einungis
vegna kvittunarinnar ? “ spurði hann
náfölur af reiði. „Þér vitið þó eins
vel og ég um samning okkar!"
En Jakobsen varð ekki þokað; án
kvittunarinnar var enga peninga að
fá. Að síðustu skellti Brandt heymar-
tólinu á og fól andlitið í höndum sér.
Daginn eftir leitaði Brandt til lög-
fræðings, en hjá honum var enga
hjálp að fá — það voru engin vitni
að samtali þeirra Brandts og Jakob-
sens. Brandt kom heim til sín sem
brotinn maður á sál og líkama, og
fullur örvæntingar.
Jan og Biselotte voru þau einu, sem
höfðu ekki gefið upp vonina; það var
orðinn hálfgerður sjúkleiki á þeim
að snuðra í hverju skoti í húsinu, i
leit að kvittuninni. Liselotte vaknaði
stundum um miðjar nætur og fór að
hugsa um staði, þar sem hún hafði
ekki leitað á, en þegar hún fór að
gá daginn eftir, fann hún ekkert.
Yngsta dóttir Jakobsens, sem hét
Ása, var í sama bekk og Liselotte.
En því eins varð Liselotte dagleg;a
vör við hina miklu gleði Ásu yfir
vinningnum. Hún átti að fara til út-
landa í sumar, fjölskyldan fékk nýj-
an bíl — já, það vom öll ósköp, sem
hún' átti að fá og gera.
Haustið leið og vetur gekk 1 garð;
en á Brú var dapurt þessa mánuði og
lítil gleði og eftirvænting meðal
bamanna, þótt nú tæki að liða að
jólum. Það vom slæmar horfur fyrir
heimilið og dapurleikínn óx með
hverjum deginum, sem leið.
Snemma morguns kom Liselotte
hjólandi inn í þorpið. Það var kalt
i veðri og var litla stúlkan bæði
þreytt og með hroll í sér. Götumar
vom dimmar og skuggalegar I
morgunskímunni og það var salla-
rigning. Liselotte var svo niðursokk-
in í hugsanir sínar, að hún tók ekki
eftir litlum „busa" úr fyrsta bekk,
sem hentist með töskuna á öxlinni út
á götuna. Hún áttaði sig fyrst þegar
hún var búin að aka telpuna um koll
og hún sá blóð renna úr enni henn-
ar.
Hún kraup óttaslegin niður við
hlið hennar og reyndi að þerra blóð-
ið. „Er þetta sárt?" spurði hún.
Þetta var dóttir Óla fjósamanns,
Geirþrúður litla, sem öllum stundum
lék sér við Kaju litlu á Brú.
„Já,“ snökti hún. „Og það blæð-
ir —!"
Við áreksturinn hafði skólataskan
hennar opnazt og bækurnar lágu
sem hráviði út um götuna. En allt
í einu gleymdi Geirþrúður kvölunum.
Framh. á bls. 14.