Vikan


Vikan - 10.10.1946, Qupperneq 15

Vikan - 10.10.1946, Qupperneq 15
VIKAN, nr. 41, 1946 15 Árnasafnið í Kaupmannahöfn. (Framh. af bls. 3). tveir íslenzkir stúdentar skyldu jafnan hafa styrk úr sjóði sem hann stofnaði, til að vinna við safnið. En sökum verðfalls pen- inga hefur einlægt kveðið minna og minna að þessum styrk, þangað til um síðustu aldamót að hann þótti ekki lengur til tvískipta. Síðan hefur hann ver- ið veittur einum manni, 1000 kr. á ári, það er nú allt og sumt. Meðal styrkþega frá fyrri árum eru mörg kunn íslenzk nöfn, svo sem Bjarni Thorarensen, Jón Sigurðsson, Konráð Gíslason, Guðbrandur Vigfússon, Stein- grímur Thorsteinsson. Síðasti styrkþegi hefur verið Jakob Benediktsson. — Og að lokum, Jón prófes- sor Helgason, eykst safnið nokkuð, berast því handrit eða bækur, eða er aðalstarfið að varðveita það sem er og gefa út það, sem bezt er handrita? — Safnið gerir sér ekki far um að bæta við sig handritum. Þó hafa einstaka viðbætur kom- ið síðan um daga Árna Magnús- sonar, þar á meðal handrit sem Rasmus Rask eignaðist á Is- landi. Kveldsólin varpar geislum sín- um inn um hinn háa glugga safnsins og við hann hefir Jón Helgason skrifborð sitt. Sjálfsagt hefir Árna Magnús- son aldrei dreymt um það, að safn hans yrði sá ásteitingar- steinn milli íslendinga og Dana, sem raun ber vitni. SÆLUEYJAN. (Framhald af bls. 7). tók þátt í hergöngunni á ftalíu, ég var settur á land á suðurströnd Frakklands og nú kem ég frá Þýzka- landi. 1 öllum þessum löndum heim- sótti ég Esperantista og það á ég ár- bókinni minni að þakka, því hún birt- Orðsending til neytenda frá Jarðhúsunum Garðávextir eru um helmingur daglegs fæðis manna. Það skiptir því meira máli um garðávexti, en nokkra aðra fæðutegund, að þeir séu heilbrigðir og óskemmdir. Mikill hluti þeirra garðávaxta, sem fólk almennt leggur sér til munns hefir verið sjúkt af geymsluskemmdum, þegar kom- ið hefir fram á veturinn. Það er einkenni vaxandi siðmenningar að gera strang- ari kröfur um heilbrigt mataræði, það er tryggasta leiðin til heilbrigðis og þroska. — Neysla skemmdra matvæla heyrir" liðnum tíma til, tíma skorts, fátæktar og vanþekk- ingar, enda þung syndagjöld goldin í vanþroska og sjúk- leika fyrii' þá vanmenningu. Á tímum allsnægta, sem vér nú lifum á, er það dýrasti munaðurinn að borða skemmd matvæli, sem hefnir sín grimmilega í minnkandi næringargildi og vanheilsu. — Ein kartafla skemmd lamar ekki mikið heilbrigði neytandans, en margar kartöflur skemmdar 5—600 sinnum á ári vinna spellvirki á heilsu hans og lífi. í dag hefir neytandinn völdin. — Seljandinn er ávallt tilneyddur að laga sig eftir kröfum hans. Krafa neytand- ans er: Heilbrigð fæða. Heilbrigðir garðávextir. Heilbrigð- ar kartöflur-Sú krafa verður ekki þögguð heldur fram- borin með vaxandi þunga. Jarðhúsin við Elliðaárnar bjóða beztu fáanlegu geymslu garðávaxta. — Framvegis mun neytandinn spyrja: Eru þessar kartöflur úr Jarðliúsunum? I svarinu verða fólgin örlög seljandans. JARÐIIÚS ♦»»»:♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»: ir nöfn og heimilisföng fjölda Esper- antista. Alls staðar hjá þeim átti ég slikum viðtökum að fagna, að ég gleymdi ógnum og þrengingum ófrið- arins. Fyrir utan þetta varð hæfni þessa hjálparmáls mér að gagni í viðskipt- um mínum við þá, sem ekki voru Esperantistar. Með aðstoð orðabók- arkvers gat ég gert mig skiljanlegan við menn, sem aðeins skildu sína eigin þjóðtungu." Svo skildu leiðir okkar og Joern- sens liðþjálfa, litla, sérkennilega mannsins, sem neyddist til að læra eitthvað hrafl í ensku, vegna þess að hann var í bandaríska hernum. Þýtt úr „La Praktiko". Snyrting undir berum himni. Þessi mynd er frá Las Vegas í Nevada i Bandaríkjunum og sýnir „rakara- stofu“ á götu úti. Slippfélagið í Reykjavík h.f. » — STOFNSETT 1902 — Símar: 2309, 2909, 3009. Símnefni: Slippen. \ Kekum verzlun með allskonar Skipa- og byggingarvörur Framkvæmum: Skipaviðgerðir og Skipamálun

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.