Vikan - 16.01.1947, Page 11
iiMtMMiitiiiMMiiMiiiiiHtiiiiiiiiiiiiiiiiiiM
VTKAN, nr. 3, 1947
11
IIMIMMIIIIfllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIMIIMIIII 11111111111111111111111 ll'tlllllllllllllimilllllllll
Framhaldssaga:
MIGNDN G. EBERHART:
25
SEINNI KONA LÆKNISINS
Við þessi orð hans skaut einkennilegri hugsun
upp í huga Jills. Hvað ætli Andy hafi gert við
hnifinn, sem hún afhenti honum? Hún reyndi að
vera ekki að hugsa um þessa vitleysu. Og nú
settist Andy við hlið hennar.
Þau óku af stað. Það var fátt manna á ferli
eftir þessari götu. Þau óku eftir henni alllangan
spöl, en beygðu síðan inn í aðra götu. Jill hafði
enga hugmynd um hvar þau voru stödd. Henni
var líka nokkurnveginn sama.
Andy mælti ekki orð af vörum. Hann laut fram
yfir stýrishjólið og átti fullt í fangi með að sjá
veginn fram undan vegna myrkurs og rigningar.
Þetta hafði þá í rauninni reynzt eins auðvelt og
blátt áfram og hann sagði. Enginn vissi að hún
var komin burt, eða hvert hún hafði farið. Þótt
þeir hefðu nú fundið regnslána hennar, voru þeir
ekkert betur settir. Þeim mundi aldrei takast að
finna hana. Þegar hún væri komin á öruggan
stað? Þótt hún væri ekki komin á áfangastað,
gat hún samt verið örugg nú. Hún var með Andy.
„Eigum við langt eftir enn?“, hrópaði hún
hátt, svo það heyrðist fyrir hávaðanum í bílnum.
„Ha, hva . . .?“ Andy hrökk við, og hún sá, að
hann hafði verið með hugann annars staðar. „Já-
á, þú átt við til frú Black? Nei, þar er ekki svo
ýkjalangt. Við förum svolitla krókaleið, það er
vissast." Hann brosti til hennar, eins og til að
róa hana, en varð svo strax að hugsa um akstur-
inn og varð jafn þögull og áður.
Ekki svo. ýkjalangt. Nú, jæja. Henni hafði
tekist að komast að heiman og það var fyrir
mestu. Hún leitaði í vösum sínum eftir vindlingi.
Jú, hún var með nokkra á sér, en vantaði eld-
spýtur. Andy rétti henni eldspýtubréf með aug-
lýsingu á frá einhverju fyrirtæki. Hún kveikti
í vindlingnum og rétti honum bréfið aftur. Þetta
var í sjálfu sér ekki svo merkilegt, en þó átti það
eftir að hafa í för með sér örlagaríkar afleið-
ingar.
Þau þögðu bæði. Veðrið fór versnandi og það
varð stöðugt verra og verra fyrir Andy að sjá
framundan sér. Hann reyndi að koma rúðuþurrk-
unni af stað, en hún var gömul og slitin og
hreyfði sig hvergi. Þau voru komin í útjaðar
bæjarins og hún sá aðeins á stöku stað götuljós
blakta. Hún gat ekki séð nein íbúðarhús í nánd,
aðeins einstaka benzínstöð eða viðgerðarverk-
stæði. Þau hlutu þá að vera á einhverjum
veginum, sem lá í norður út úr borginni.
Loksins spurði hún:
„Sagðir þú ekki frú Black áðan? Mig minnir,
að þú nefndir hana frú Brown í dag.“
„Sagði ég það? Jæja — ég átti við frú Brown.
Það er orðið rétt ómögulegt að sjá nokkuð út úr
bílnum."
Þau komu að hliðargötu, og Andy virtist ætla
að sveigja bifreiðina inn á hana, en hægði síðan
við það og ók beint áfram.
„Hvar erum við annars stödd?“, spurði Jill.
„Ég veit það ekki almennilega. Það er að segja
Morton Grove ætti að vera hérna einhvers staðar
í nánd og Milwaukee ætti að liggja á þennan veg
rétt framundan."
Hún kannaðist rétt aðeins við sig á þessum
stað. Landslagið var eyðilegt og þjóðvegirnir lágu
í allar áttir. Þau hlutu að vera einhversstaðar
norðvestur af vatninu, sem lá fyrir utan borgina.
Þau óku fram hjá benzínstöð, sem lá rétt við
veginn. Það loguðu ljós við stöðina, en afgreiðslu-
Akýlið á bak við lá í myrkri. Það leit út fyrir að
enginn væri í því, og þetta gerði umhverfið enn
eyðilegra.
Þau höfðu aðeins ekið fáeina kílómetra frá
benzínafgreiðslunni þegar bifreiðin varð skyndi-
lega benzínlaus. Vélin hikstaði og hvæsti, þegar
Andy reyndi að koma henni af stað aftur.
„Getur verið að bifreiðin sé orðin benzínlaus?“
sagði Andy. „Það er ómögulegt. Ég lét fylla
benzíngeyminn. Það hlýtur að hafa komið leki að
honum.“
Hann fór út úr bifreiðinni, gekk aftur fyrir
hana og kom brátt þaðan. Hann stóð kyrr við
bílhurðina, og Jiil fannst andlit hans náfölt og
svipur hans svo skrítinn og óviðfeldinn.
„Já, bíllinn er benzinlaus," sagði hann og starði
á Jill.
„Við ókum fram hjá benzínstöð rétt áðan,“
sagði Jill, „en ég veit ekki, hvort hún var opin.“
„Já, kannske ég geti náð einhvernveginn í
benzín þar.“ Hann horfði svo einkennilega á hana.
„Ég verð að ná í það, hvað sem það kostar . . .“
Það var mjög dimmt og ringdi aldrei meira
en nú. Það var langt síðan nokkur bifreið hafði
mætti þeim. Jill leizt ekki á að biða ein í bif-
reiðinni á meðan Andy reyndi að ná í benzínið.
Hún sveipaði að sér kápunni og sagði:
„Ég kem með þér.“
Nei, nei, það vildi hann ekki. Það kom ekki til
nokkurra mála. Hún mundi verða gegndrepa.
„Ég kem rétt bráðum aftur,“ sagði hann að
lokum og starði á hana með einkennilegan
glampa í augunum. Siðan skellti hann bílhurðinni
og hvarf út í myrkrið.
Regnið lamdi rúður bifreiðarinnar. Það var
mjög eyðilegt og einmanalegt þarna úti á ber-
svæði. Jill sá ekki bjarma af Ijósi nokkursstaðar.
Jill átti ekki annars úrkosta en bíða. Hún taldi
víst, að það mimdi taka Andy að minnsta lcosti
20 mínútur að ganga til baka að benzínafgreiðsl-
unni, vekja afgreiðslumanninn — eða ná í ben-
zhnð „einhvernveginn," eins og hann hafði sagt
— og komast með það aftur að bifreiðinni.
Nú, jæja. Ef engin bifreið fór framhjá á þess-
um tíma, þá mundi heldur enginn vera þarna á
ferli til að gera henni neitt mein! Það var því
ástæðulaust fyrir hana að vera svona hrædd.
Hún stakk hendinni i vasann eftir nýjum vind-
lingi og var alveg búin að gleyma því, að hún
hafði engar eldspýtur á sér. Nú rakst hún á
bréfið í vasa sinum, tók það upp og hugsaði sér
að reyna að lesa það við birtuna af ljósinu í
stýrisborðinu. Bréfið var frá Elizabeth Donney,
en innan í bréfi hennar lá annað bréf. Þau voru
voru bæði mjög stutt. Hún las fyrst bréfið frá
Elízabeth.
Kæra Jill.
Stúlkurnar hérna sögðu mér að þú hefðir
komið hingað út í sjúkrahúsið, en ég hitti
þig þvi miður ekki. Við vorum að tala um
Juliet, hvort hún mundi hafa lent í einhverju
ástaræfintýri eða ekki. Ég held að svo sé,
því bréfið, sem ég sendi þér innan í þessu,
fann ég í bók í herbergi hennar. Ég býst við
að það sé frá honum, hver sem hann annars
kann að vera, og að hún ætti að hitta
hann daginn, sem hún var myrt. Það er hand-
skrifað, en ég kannast ekki við rithöndina,
og bréfið er ekki undirritað. Ég kaus heldur
að senda þér bréfið en lögreglunni, því ef það
hefur enga þýðingu, þá getur þetta aðeins
verið okkar á milli. Mig langar alls ekki til
þess, að blöðin fari að birta þetta að ástæðu-
lausu. Vesalings kæra Juliet! Lífið hafðí svo
lítið að bjóða henni. Hringdu til mln, ef þú
vilt tala við mig.
Elizabeth.1*
Jill tók síðan hitt bréfið og breiddi það út fyrir
framan ljósið. Rithönd á því var mjög einkennileg
og kröftugt. Það var þannig.
„Ástin mín!
Ég ætla að biðja þig að hitta mig 1 dag i
litlu kránni í Rush Street. Við skulum segja
klukkan 4. Hef ég sagt þér hve lengi ég hef
elskað þig? Hef ég skýrt þér frá þvi áður,
hve ég þrái að fá að sjá þig, þó ekki sé nema
bregða rétt fyrir, og að ég reyni að gera
mér upp erindi til þess að geta talað við
þig? Þótt þið séuð allar í eins búningum,
þá þekki ég þig strax úr, hvar sem þú ferð.
Þú mátt ekki svikja mig um að koma. Þú
manst — klukkan 4 e. h.
Bréfið var ekki undirritað af neinum, en þess
þurfti heldur ekki með, hér var ekkert um að vill-
ast. „Þótt þið séuð allar í eins búningum, þá
þekki ég þig strax úr —--------.“ Voru þetta ekki
sömu orðin og hann hafði sagt við hana sjálfa?
Það var enginn efi lengur í huga hennar.
Andy hafði ekki viljað að hún fengi að tala
við Juliet, því ef svo hefði orðið, mundi eitthvað
hafa komið í l]ós. Hvernig var þetta til dæmis
með lyfið, sem hún — Jill — hafði gefið Crystal?
Jill hafði ekki útbúið þetta lyf og Juliet hafði
heldur ekki gert það! Juliet mundi ekjci hafa
látið þess ógetið í dagbókinni, ef hún hefði út-
búið lyfið, en ekkert orð var að finna í bókinni
um það. Þær höfðu því hvorugar sett þetta lyf
í glasið, en samt sem áður var það tilbúið og
stóð í glasinu á náttborðinu kl. 7 e. h. — og Andy
hafði komið til Crystal kl. 6!
Hann hafði getað fundið upp á því að senda.
Juliet fram eftir einhverju, það voru óteljandi
ráð til þess að fá að vera einn inni í herberginu
hjá Crystal dálitla stund. Juliet átti að fara af
vaktinni eftir stutta stund, en Jill var að koma„
og því mundi Jill halda að Juliet hefði útbúiS
lyfið og lagt það þarna á borðið.
Nei, hún gat ekki setið þarna lengur aðgerð-
arlaus til að velta því fyrir sér, sem þegar hafði
gerst, því að á hverju augnabliki gæti eitthvað
skeð — með hana sjálfa. Hún þaut út úr bifreið-
inni og litaöist um. Hún sá í fyrstunni ekkert
fyrir myrkri og regni, en þegar hún leit í átUna
að benzínstöðinni kom hún auga á daufan bjarma
frá ljósunum þar. Einhvers staðar á milli henn-
ar og þessara ljósa hlaut Andy að vera.
Hún kom hvergi annars staðar auga á nokk-
urt ljós. Hún þráði skyndilega að geta náð í
Bruce. Bruce, Bruce — hún varð að gera hon-
um aðvart og biðja hann að koma sér til hjálpar.
Það var mjög sennilegt að einhver sími væri í
benzínstöðinni, en verst var að henni virtist sem
afgreiðslan hefði verið lokuð. En ef nú einhver
var þar samt sem áður, þá var henni borgið.
Én — hvernig átti hún að komast þangað, án
þess að Andy sæi hana? Ef til vill gæti hún falið
sig bak við limgerði, múrvegg eða eitthvað ann-
að. Hvað um það — hún mátti ekki eyða tíman-
um í eintómar bollaleggingar.
Hún byrjaði að hlaupa í áttina til benzínaf-