Vikan - 01.01.1948, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 1, 1948
sem hlotið hafa í vöggiigjöf yfimáttúrlega töfra
og yndisþokka. Þessir eiginleikar eru oft samfara
fegurð, bæði hvað andlitsfall og líkamsvöxt snert-
ir, en geta þó komið fyrir óháðir henni. Slíkir
kvenmenn valda oft allskonar óhappaverkum, sem
ýmist lenda á öðrum — eða þeim sjálfum.
Ég komst brátt að því, að frú Leidner sóttist
mjög eftir því, að allir hlutir snerust um hana
sjálfa, og hún hafði mikla löngun til að fá vald
yfir mönnum og beita því til góðs eða ills. Þar
sem hún var, varð þungamiðja heimsins að vera
og allir í námunda við hana urðu að taka tillit
til hennar og kenja hennar.
Fyrsta og mikilvægasta spumingin var auð-
vitað viðvíkjandi nafnlausu bréfunum. Hver hafði
skrifað þau og hvers vegna? Ég spurði sjálf-
an mig: Hefir frú Leidner skrifað þessi bréf
sjálf?
Til þess að svara þessum spumingum, var nauð-
synlegt að færa rannsókn sína langt aftur í tím-
ann — allt til þeirrar stundar, er frú Leidner
giftist í fyrra sinnið. Það er í rauninni hér, að
ferðalag okkar byrjar, ferðalagið eftir lífsvegi
frú Leidners.
Við skulum gera okkur ljóst, að frú Leidner
var þá nákvæmlega sama Lovísa Leidner og hún
var til síðustu stundar. Þá var hún ung, fram-
úrskarandi fríð sýnum, hafði þennan seiðandi
yndisþokka til að bera — og var þegar sami
eigingjarni harðstjórinn og hún síðar var.
Slíkir kvenmenn eru ekki hamingjusamir í
hjónabandi, og reyna að losa sig við eiginmann
sinn fyrr eða síðar, með góðu eða illu. Þær em
í sannleika sagt eins og fagra konan miskunnar-
lausa í ævintýrinu. Samt sem áður giftist frú
Leidner á unga aldri, eins og við vitum, og mér
þykir líklegt, að maðurinn hennar hafi verið bæði
friður og búið yfir miklum persónulegum mætti.
Litlu eftir brúðkaupið komst hún að því, að
maður hennar var njósnari. Hún beið ekki boð-
anna, en gerði yfirvöldunum aðvart.
íig tel, að í þessari framkomu hennar hafi lýst
Sér sálrænt, leynd hvöt. Hún sagði ungfrú Leath-
eran, að hún hafi verið milcill ættjarðarvinur og
hugsjónamaður og þetta hafi verið ástæðan til
þess, að hún tók þessa ákvörðun. En það er al-
kunna, að við reynum öll að blekkja okkur sjálf,
hvað tilganginn með gerðum okkar snertir. Við
færum óafvitandi allt til betri vegar fyrir sjálf-
um okkur! Frú Leidner hefir án efa talið sér trú
um, að ættjarðarást hennar hafi verið þess vald-
andi, að hún tók þessa ákvörðun, en ég býst
samt við, að þama hafi komið fram leynd ósk
hennar um að losna við mann sinn! Hún fann
sig bundna — hún gat ekki fellt sig við að til-
heyra neinum.
Með sjálfri sér fann hún þó undir niðri til
sektar og það kom til að hafa mikil áhrif á lif
hennar siðar.
Frú Leidner var nú aftur orðin frjáls, ef svo
má segja, og ekki leið á löngu áður en karlmenn-
imir fóm að ganga á eftir henni og jafnvel biðja
hennar. En færi svo, að henni litist vel á þá og
færi að umgangast þá nokkuð að ráði, þá brást
það ekki, að hún fékk nafnlaust hótunarbréf.
Hver skrifaði nú þessi bréf? Frederick Bosner,
bróðir hans William, eða frú Leidner sjálf?
Nokkrar líkur fannst mér vera fyrir öllum þess-
um möguleikum. Frú Leidner var að minu áliti
þannig gerð kona, að líklegt var, að hún myndi
vekja mikla ást eða grimmt hatur á sér meðal
karlmanna. Frederick Bosner hefir án efa verið
mjög hrifinn af konu sinni, en hún sveik hann
einu sinni og hann hefir því ekki þorað að gefa
sig fram við hana að nýju. Hanm ákvað, að hún
skyldi heldur deyja, en gefa sig á vald öðram
manni.
Þessi bréf komu jafnan, eins og áður er sagt,
ef frú Leidner fór að umgangast nokkum karl-
mann að ráði, svo ætla mætti, að hún ætlaði
sér að eiga hann., *
En nú komum við að dálitið einkennilegu at-
viki. Dr. Leidner kemur fram á sjónarsviðið —
og þá kemur ekkert aðvörunarbréf! Það var ekk-
ert við það að athuga, að hún giftist dr. Leid-
ner. Það var ekki fyrr en en hún var gift dr. Leid-
ner, að nokkurt bréf kom. Við hljótum að spyrja:
Hvernig stóð á þessu?
Við skulum athuga hvem möguleika fyrir sig.
Ef frú Leidner hefir skrifað þessi bréf sjálf,
þá er málið auðskýrt. Hún vildi i raun og veru
giftast dr. Leidner og því giftist hún honum fús
og frjáls. Sé þessu nú þannig varið, hvers vegna
tók hún þá það til bragðs að skrifa hótunarbréf
eftir á? Vantaði hana eitthvað sögulegt og tók
3. Raggi: Heldurðu, að þú sért að verða nægi-
lega undir það búinn að halda einsmannssýningu ?
Óskar: Já, já ....
4. Óskar: .... ég er búinn að útvega mér alla
rammana, en á eftir að gera myndirnar.
því upp á þessu? Aðeins tvö bréf komu, og síð-
an varð hlé í hálft .annað ár.
Geram nú ráð fyrir, að þessi bréf hafi verið
skrifuð af fyrra eiginmanni frú Leidners, Frede-
rick Bosner (eða bróður hans). Hvers vegna komu
þá þessi hótunarbréf ekki fyr en brúðkaupið var
um garð gengið? Frederick Bosner mun varla
hafa viljað, að konan hans, sem var, giftist dr.
Leidner. Hvers vegna reyndi hann þá ekki að
koma í veg fyrir að þau giftust? Hann hafði
svo oft áður sent hótunarbréf, þegar hann taldi
líklegt að frú Leidner litist vel á einhvem. Og
enn má spyrja: TJr því hann sendi ekki hótunar-
bréf fyrir giftinguna, hvers vegna tók hann þá
upp á því síðar að senda slík bréf?
Auðvitað má svara þessu sem svo, að hann
hafi ekki getað komið því við að mótmæla sam-
drætti þeirra hjónanna fyrr. Hann getur hafa ver-
ið í fangelsi eða erlendis o. s. frv. Þetta er þó
ekki líkleg. tilgáta.
Þá skulum við snúa okkur að því atriði, þegar
litlu munaði, að þau hjónin dæju úr gaseitran.
Það virðist mjög ólíklegt, að þetta hafi verið til-
raun einhvers þriðja manns til að ráða þau af
dögum. Lang líklegast er, að annað hvort þeirra
hjóna hafi verið hér að verki. Það er ekki hægt
að sjá neina skynsamlega ástæðu til að ætla, að
dr. Leidner hafi gert þetta, svo við verðum þá að
skella sökinni á.frú Leidner, að svo stöddu.
Eftir að þetta skeði, fóru þau Leidner-hjón-
in úr landi og í átján mánuði lifðu þau ham-
ingjusömu og friðsömu lífi, enda barst þeim
ekkert hótunarbréf á þeim tíma. Þau töldu sér
trú um, að nú vissi hótunarbréfaritarinn ekki,
hvar þau væru niður komin, en slíkt nær auðvitað
engri átt. Nú á tímum eru samgöngur og frétta-
flutningur miklu auðveldari en áður fyrr, en auk
þess er dr. Leidner þekktur visindamaður, sem
jafnan mátti fá upplýsingar um. Ekki þurfti
annað en spyrjast fyrir um hann í listasafninu,
sem dr. Leidner veitir forstöðu, og fá þar dvalar-
stað hans eða heimilisfang.
Eg sá fljótt að ég mundi ekki geta rakið
hótunarbréfamálið lengra að sinni og ákvað því,
að snúa mér að öðram rannsóknarefnum, en hafa
bréfamálið jafnframt í huga.
Ég snéri mér þá að leiðangursmönnum og
reyndi að komast fyrir, hverjir þeirra hefðu haft
tækifæri til að fremja morðið. Niðurstaðan varð
sú, að allir ieiðangursmenn hefðu (að þvi er
tækifæri snerti) getað framið morðið, að þremur
þeirra undanteknum. Þessir þrír menn vora: Dr.
Leidner, sem öll vitni bára um, að hefði verið
stöðugt uppi á þaki, hr. Carey, sem var úti við
gryfjumar og hr. Coleman, sem var í Hassanieh.
Fjarvera þessara manna frá afbrotastaðum og
þar af leiðandi sannanir fyrir sakleysi þeirra,
reyndust þó ekki eins góðar og fljótt á litið leit
út fyrir. Þetta á við tvo þá síðamefndu, en ekki
dr. Leidner. Það eru fullar sannanir fyrir því,
að dr. Leidner var stöðugt uppi á þaki frá þvi
um eit£ leytið og þar til hann kom niður rúmum
klukkutíma eftir að konan hans hafði verið myrt.
En hvemig var með þá Coleman og Carey ?“
Bill Coleman roðnaði út undir eyra og opnaði
munninn, eins og hann ætlaði að segja eitthvað,
en lokaði honum síðan aftur án þess að gefa
nokkurt hljóð frá sér og leit í kringum sig
flóttalegur á svipinn. A Carey sáust engin svip-
brigði.
Poirot hélt áfram:
,,Ég rannsakaði einnig tækifæri ákveðinnar
persónu til að fremja morðið, en þessi persóna
tilheyrir ekki leiðangursmönnum. Ég á hér við
ungfrú Reilly, sem ég vissi, að var ákveðin stúlka
og vílaði ekki allt fyrir sér. Þegar ungfrú Reilly
var að tala við mig um morðmálið og hina
myrtu, sagði ég við hana í gamni, að hún gæti
víst gert grein fyrir, hvar hún hefði verið um
það leyti, sem morðið var framið. Því er ekki
að leyna, að ungfrú Reilly brá mjög við þessa
spurningu mína og hún sagði mér ósatt um veru
sína'þennan dag. Hún kvaðst hafa verið að leika
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Óskar: Ég fekk fimmtu verðlaun fyrir þessa
mynd í skólanum!
Raggi: Jahá.
2. Óskar: Ég á meira heima, ég gæti bráðum
haldið einsmannssýningu!
Raggi: Er það?