Vikan


Vikan - 01.01.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 01.01.1948, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 1, 1948 Áður en þaö var um seinan. Smásaga eftir Miles Henslow. • k nna Meredith hallaði sér aftur í vagn- ■^horninu og andvarpaði lítið eitt þegar lestin mjakaðist af stað. Hálf utan við sig starði hún á landslagið, sem hún kann- aðist svo vel við. Þau fóru fram hjá stóru grenitrjánum, vindmyllunni með brotnu vængina og reykháfunum á gamla höfuð- bólinu, sem gægðust upp á milli trjátopp- anna. Síðan jók lestin hraðann og átthag- arnir hurfu. Eftir tvær klukkustundir yrði hún komin til London — og Rupert búinn að finna bréfið, sem hún skildi eftir til hans. Hún hafði brennt allar brýr að baki sér. Anna hafði íhugað málið vel, áður en hún tók þessa ákvörðun. Tíu ára hjúskap- ur — enda þótt aðeins fimm ár hans hafi verið hamingjurík — tengir fólk svo traust- um böndum, að erfitt er að rjúfa þau. Auk þess var það htli drengurinn þeirra, hann Davíð — I raun og veru var það John Carter, sem hafði tekið ákvörðun fyrir hana. John var allt öðruvísi en Rupert — vingjarnlegur, skilningsgóður og þolinmóður. Hann hafði beðið þess í tvö ár, að hún tæki ákvörð- un. Og jafnvel eftir að hún ákvað sig, hafði hann ráðlagt henni að hugsa sig um tvisvar áður en hún yfirgæfi heimili sitt — eiginmanninn og barnið. Anna horfði á glæsilega ferðatöskur sín- ar uppi í netinu og brosti hamingjusöm. John ætlaði að taka á móti henni á járn- brautarstöðinni með farseðlana í vasan- um. Þau yrðu erlendis í nokkra dásamlega mánuði, og þegar fólk væri búið að gleyma þessu hneyksli, færu þau að lifa rólegu og hamingjusömu lífi hér heima. Anna minntist þess ekki, að svona hafði hún einmitt hugsað sér það áður en hún giftist Rupert, fyrir tíu árum. Hún var ennþá að hugsa um John, þeg- ar lestin nam staðar á stöð, hálftíma síð- ar. Hún rankaði við sér, þegar hurðinni á vagninum var hrundið upp og nunna kom inn. Anna hafði aldrei hugsað um nunnur og klausturlíf þeirra. Hún vissi aðeins, að þær voru til og annað ekki. En þegar þessi litla, undarlega kona settist andspænis henni, róleg og virðuleg, tók hún að gefa henni gaum. Hún furðaði sig á að sjá nunnu með dagblað — hún hafði haldið, að þær læsu ekki blöðin, og henni fannst það óviðeig- andi. Lestin ók aftur af stað. Anna gat al- veg ófeimin horft á nunnuna, því að dag- blaðið skýldi alveg andliti hennar. Hvemig gat nokkur kona óskað þess að gerast nunna? Það líf hlaut að vera gleðisnautt! Anna kenndi allt í einu í brjósti um hana. Þessi nunna hlaut að neita sér um allt sem veitt gat ánægju — til dæmis föt, — það var dapurt, að ganga alltaf í þessum svarta kjól. Hún leit af snjáðum, svörtum kjól nunn- unnar á glæsilegan kjól sinn, sem var sam- kvæmt nýjustu tízku frá París. Hún horfði á granna, fallega fætur sína, silkisokka og háhæluðu rúskinnskóna. Klunnaleg og sprungin stígvél nunnunnar gægðust fram undan svörtum og þykkum pilsfaldinum. Anna gretti sig lítið eitt, — það var dapurt að bera saman tilbreytingasnautt líf þessarar nunnu og þau umskipti, sem hún átti sjálf í vændum. Hana langaði til að ávarpa nunnuna og spyrja hana um æfi hennar. Önnu var ekki ljóst, hvað aftraði henni frá að gera það, — en í stað þess fór hún í fyrsta skipti á æfinni að hugsa alvar- lega og að setja sig í spor annarra. Hvaða skoðun skyldi nunnan hafa á kvenfólki eins og henni? Líklega hafði nunnan með- aumkun með henni og fannst hún vera léttúðug. Sú hugsun var Önnu ógeðfelld. Hvað myndi þá þessi kona hugsa um hana, ef hún vissi að hún hafði í hyggju að yfir- gefa manninn sinn — og brjóta hið eina heilaga loforð, sem hún hafði gefið? <>.kllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllritHIIMIIMIIIIIIIIIIMIIIMMIIHIMIMIMIiniMin1l/^ | VEIZTU —? í 1. Flugvélar voru notaðar við spreng'ju- | árásir í fyrri heimsstyrjöld. Hver flaug jj fyrstur manna í Evrópu? I 2. Hvað heitir höfuðborg Kalifomíu? I 3. Hver var Elizabeth Petrovna? | 4. Hver fann upp smásjána? | I 5. Hvar er borgin Tarsus ? | 6. Hvað heitir næststærsta vatn heims- i ins og hvar er það ? i i 7. Hver var Jean Baptiste Vanloo ?" i 8. Hvaða efni inniheldur blóðið? | 9. Til hvers er lakkrís notaður? | 10. Hvað eru kókoshnetur þungar." Sjá svör á bls. 14. Því meira sem Anna hugsaði um þetta, því ógeðfelldara fannst henni það. Hún reyndi að afsaka sig — sagði við sjálfa sig, að það væri ekki nema réttmætt, að hún gerði þetta. John var svo blíður og skilningsgóður, — en þannig hafði Rupert einnig verið, áð- ur en þau tóku að fjarlægjast hvort annað. John vildi allt til vinna, að hún væri hamingjusöm, — Rupert einnig, fyrstu hjónabandsárin. Það varð hún að viður- kenna. En hvers vegna höfðu þau fjar- lægst svona? Það var ekki auðvelt að skýra það, — þetta hafði komið smátt og smátt. Þegar þau urðu ósátt, reyndu þau ekki lengur að jafna það aftur. Það var kominn ein- hver kuldi í sambúð þeirra, sem hvorugt þeirra hirti um að eyða. Þetta var nú allt og sumt. Anna kreppti hnefana, þegar hún hugs- aði um óhamingjusamt hjónaband sitt. Hvers vegna höfðu þau ekki gert eitt- hvað áður en það var um seinan? Hvers vegna hafði Rupert ekki verið nærgætn- ari við hana? En var þetta allt Rupert að kenna ? Önnu varð þungt um hjartað, þeg- ar hún varð að viðurkenna, að hún hafði sjálf marga galla. Hún vildi ekki hugsa um Rupert, en gat ekki varizt því. Hún varð allt í einu gagntekin samvizkubiti og iðrun. Anna sá í huganum andlit Ruperts, þeg- ar hann kæmi heim og sæi, að hún væri farin. Hrukkurnar yrðu dýpri, þegar hann tæki hvíta umslagið á borðinu í andclyr- inu. Hún hafði ekki einu sinni skrifað ut- an á bréfið til hans. Umslagið myndi hann skera upp, var- lega, með vasahnífnum sínum, eins og hann var vanur að gera — og svo læsi hann, hvað hún var búin að gera. Hvað myndi hann þá taka til bragðs? Skyldi hann elta hana? Nei, þá fyrirhöfn myndi hann ekki gera sér, til þess var hann of gáfaður. Nei, gáfaður var ekki rétta orðið — held- ur of stórlátur til að biðja hana að koma aftur. 1 bréfinu hafði hún sagt honum frá John —. Allt 1 einu lét nunnan blaðið síga og augu þeirra mættust. Anna leit óðara und- an, en roði hljóp í kinnar hennar — í fyrsta skipti á æfinni fannst henni hún vera auðvirðileg. En síðan náði reiðin tök- um á henni — hvers vegna þurfti þessi kona að spilla allri ánægjunni fyrir henni? Lestin hélt áfram og degi tók að halla. Landslagið tók að breytast, í stað akra og engja komu dreifð hús og á götunum á milli þeirra logaði á ljósastaurum. Anna leit á úr sitt. Eftir tíu mínútur átti hún að hitta John. Allt í einu varð hún gripin hræðslu. Sú vissa gagntók hana, að hana langaði ekkert til að sjá John — að minnsta kosti ekki á Framhald á bls. 14. IMIMIIIIIMI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.