Vikan


Vikan - 01.04.1948, Page 1

Vikan - 01.04.1948, Page 1
EZIO PIIMZA bassasöngvarinn frœgi "1%/f etrapolitan-söngleikahúsið í New York er óskaland allra óperusöngvara. Þeim, sem þar hafa sungið, eru allir vegir færir, þeir eru allsstaðar eftirsóttir. Kunn- ustu óperusöngvarar heimsins hafa starf- að þar, svo sem Caruso, Galli-Curci, Titta Ruffo o. fl. En Metropolitan-söngleikahúsið er í öldudal um þessar mundir, segir ameríski tónlistargagnrýnandinn Winthrop Sarge- ant í grein í myndablaðinu ,,Life“. Hann minnist með söknuði hinna miklu söngvara, sem taldir eru hér að framan og fleiri frá sama tíma og spyr, hvort nokkur af þeim, sem nú starfa þar, þoli samanþurð við þá. Hann svarar sjálfur og svarið er neit- andi — með einni undantekningu. Bassa- söngvarinn Ezio Pinza, sem hér birtast myndir af í ýmsum gervum, er sá eini, sem minnir á hina stóru frá gullöld óperunnar, segir Sargeant. Pinza er Itali. Hann er fæddur í Róm árið 1895 og ólst upp í miðaldaborginni Ravenna. Hann var sjöunda barn fátæks trésmiðs og voru öll systkini hans dáin áður en hann fæddist. Hann var skírður For- tunato Pinza sumpart í þeirri von, að hann fengi að lifa (Fortuna þýðir hamingja), sumpart af því að presturinn neitaði að skíra hann Ezio í höfuðið á heiðnum, róm- verskum hershöfðingja. Ezionafnið festist samt við hann. Sem drengur vann hann ýmist á verkstæði föður síns eða var send- ill í bakaríi. Á þeim aldri, sem væntanlegir óperusöngvarar eiga að vera önnum kafnir við söngnám, var hann bremsumaður á járnbrautarlest jafnframt því, sem hann bjó sig undir að gerast atvinnumaður í hjólreiðakappakstri. Hann á enn kapp- akstursreiðhjólið sitt frá þeim tíma. Það var einhverju sinni, er hann var annars hugar að syngja „0 Sole Mio“ í steypi- baði eftir hjólreiðakeppni, að einum félaga Framhald á bls. 2.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.