Vikan


Vikan - 01.04.1948, Qupperneq 5

Vikan - 01.04.1948, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 14, 1948 5 Framhaldssaga: Grunsamlegar persónur .................... Sakamálasaga^eftir Dorothy L. Sayers Doings held ég hún heiti — sagði mér, að Wat- ers hefði farið með ykkur til Glasgow." „Hún hlýtur að hafa misskilið manninn. Hann sagði á sunnudagskvoldið hjá Bob Andersson, að verið gæti, að hann kæmi, en hann kom ekki, og héldum við þá, að hann hefði hætt við það. Raunar bjuggumst við ekki við honum, var það, Mary?“ „Nei. En er hann þá ekki hérna?“ „Nei, það er einmitt það, sem hann er ekki,“ sagði Wimsey imdrandi. „Jæja, einhvers staðar hlýtur hann að vera,“ sagði ungfrú Cochran vongóð. „Auðvitað,“ sagði Wimsey, „en hann fór áreið- anlega um hálfníuleytið í gærmorgun og sagðist ætla til Glasgow. Að minnsta kosti virðist hann hafa gefið það í skyn.“ „Hann kom áreiðanlega ekki á stöðina,“ sagði ungfrú Selby. „Og hann var heldur ekki á sýn- ingunni, að því er ég bezt gat séð. En auðvitað getur hann hafa haft öðrum hnöppum að hneppa.“ Wimsey klóraði sér í höfðinu. „Eg verð að tala við þenna kvenmann aftur,“ sagði hann. „Ég hlýt að hafá misskilið hana. En það er ákaflega skrítið. Hvers vegna var hann að fara á fætur og fara út svona snemma, ef hann ætlaði ekki til Glasgow? Einkum —.“ „Einkum hvað?“ spurði ungfrú Cochran. „Satt að segja hefði ég ekki búizt við því af honum,“ sagði Wimsey. „Hann var talsvert hátt uppi kvöldið áður, og venjulega er full erfitt að koma Waters á fætur, þegar bezt lætur. Þetta er óheppilegt. En við getum lítið gert, fyrr en hann kemur.“ „Við?“ sagði ungfrú Selby. „Lögreglan á ég við,“ sagði Wimsey og roðn- aði lítið eitt. / „Þér aðstoðið auðvitað lögregluna, býst ég við,“ sagði ungfrú Cochran. „Ég var búin að gleyma þvi, að þér eruð eins kunnur og Sher- lock Holmes fyrir leynilögreglustarfsemi yðar. Eg er hrædd um, að við getum ekki orðið að miklu liði. Þér ættuð að biðja herra Ferguson um það. Það getur verið, að hann hafi rekizt á Waters einhvers staðar í Glasgow." „Var Ferguson í Glasgow?" Wimsey spurði kæruleysislega, en þó ekki svo, að hann gæti blekkt ungfrú Cochran, sem gaut augunum kænlega til hans. „Já, hann var þar. Eg hugsa, að við getum gefið yður upp nákvæmlega tímann ,sem við sáum hann.“ (Því ákafari sem ungfrú Coehran varð, þvi meira bar á skozka hreimnum. Hún steig fótunum gleitt niður, hallaði sér áfram og studdi höndunum á sitt hvort hné.) „Lestin okk- ar kom til Glasgow klukkan 14.16 — hún er óttalegur sleði, sem nemur staðar á hverri stöð. Það hefði verið betra fyrir okkur að biða eftir lestinni í Dumfries klukkan 13.46, en við þurft- um að hitta Kathleen, systur Margaretar og mann hennar, en þau voru á leið til Englands með lestinni klukkan 16. Þau komu á stöðina til móts við okkur og við fórum á hótelið og borðuðum hádegisverð, því að við höfðum ekkert bragðað síðan klukkan 8 um morguninn, og eins gott var að tala saman á hótelinu eins og annars staðar. Við fylgdum þeim á stöðina klukkan 16, og svo þjörkuðum við dálitla stund um, hvort við ættum að fara beint heim til frænda míns, sem við ætluðum að búa hjá, eða skoða sýning- una fyrst. Eg sagði, að of seint væri að fara á sýninguna, en Margaret sagði, að tilvalið væri að skreppa þangað snöggvast, rétt til að sjá, hvernig myndunum væri skipað niður, og koma svo aftur daginn eftir til að skoða hana betur, og ég féllst að lokum á mál hennar. Við tókum því strætisvagn og komum á sýninguna rétt um klukkan hálf fimm, eða fáum mínútum fyrr, en um leið og við komum inn í fremsta salinn, mæt- um við Ferguson, sem er að fara út. Við átt- um auðvitað tal við hann og hann sagðist vera búipn að fara einu sinni vandlega yfir sýning- una og ætlaði að koma aftur daginn eftir. Það varð þó úr, að hann fór eina umferð með okkur.“ Wimsey hafði rejmt að gera sér grein fyrir tímatalinu og reikna út burtfarar- og komutíma lestanna, en nú greip hann fram í. „Er víst, að hann hafi verið búinn að skoða sýninguna?“ ~,Já, áreiðanlega. Hann sagði okkur fyrirfram, hvar málverkin voru og gat þeirra, sem honum hafði geðjazt að. Hann hafði komið með sömu lest og við, — en hann hefir sennilega farið beint á sýninguna.“ ,',Með lestinni klukkan 14.16. Já, auðvitað, hann hefir komið í hana í Dumfries. Hún fer þaðan klukkan 11.22, er það ekki? Jú, það er rétt. Sáuð þið hann í Dumfries?" „Nei, en hann getur hafa verið þar fyrir því. Hann ferðast í reykingarvagni, en við fórum í gamaldags dömuvagni, því að við erum ekki mik- ið fyrir að reykja í þrengslum. Að minnsta kosti sá hann okkúr í Glasgow, þó að við sæjum hann ekki, þvi það fyrsta, sem hann sagði, þegar við hittum hann, var: „ég sá ykkur á stöðinni, en þið sáuð mig ekki. Var það Kathleen og mað- urinn hennar, sem voru með ykkur?" Og um leið gat hann þess, að hann hefði verið með sömu lest.“ * „Það er nú gott og blessað," sagði Wimsey. „Já, eins og þið segið, þá verðum við að tala við Ferguson — ég á við, lögreglan verður að tala við hann.“ Ujigfrú Cochran hristi höfuðið. „Þér getið ekki blekkt mig,“ sagði hún. „Þér eruð á kafi í þessu. Satt að segja mætti segja mér, að þér hefðuð sjálfur gert það.“ „Nei,“ sagði Wimsey. „Þetta er næstum því að segja eina morðið, sem ég gæti ómögulega hafa gert. Til þess brestur mig leikni.“ 8. Gowan. Macpherson, lögregluforingi í Kirkcudbright var einn af þessum vandvirku, hugmjmdasnauðu mönnum, sem aldrei láta hjá líða, að athuga alla möguleika, hversu langsóttir, sem þcir kunna að vera. Hann lagði mest upp úr áþreifanleg- um visbendingum. Hina sálfræðilegu hlið málanna lét hann sig engu skipta. Yfirlögregluþjónninn hafði lagt fyrir hann adar staðreyndir viðvíkj- andi dauða Campbells, og hann sá, að þær feentu til sektar einhvers málara. Honum geðjaðist vel að þessum staðrejmdum. Einkum þó niðurstöðum likskoðunarinnar. Þær voru ótvíræðar og áþreif- anlegar. Allt viðvíkjandi lestunum og áætlun- um þeirra var honum lika að skapi; það var held- ur ekki hrakið. Bn allt, sem snerti málverkið, var honum síður að skapi; það fjallaði um at- riði, sem hann brast persónulega skilning á, en hann var nógu víðsýnn til að taka gildar skoð- anir sérfræðinga í slíkum málum. Hann mjmdi t. d. hafa farið eftir ráðum Toms frænda síns um allt, sem viðkom rafmagnsmálum, og Alison systur sinnar um allt, sem viðkom nærfötum kvenna, og hann var ekki ófús að viðurkenna, að maður eins og Wimsey kjmni að vita meira en hann um listamenn og þeirra mál. Af þessu leiddi, að allir listamenn voru að hans áliti grunsamlegir, hversu ríkir, mikils- metnir eða gæfljmdir sem þeir Voru, eða hvort sem vitað væri, að þeir hefðu átt í útistöðum við Campbell eða ekki. Kirkcudbright var hérað hans, og hlutverk hans var að safna upplýsing- rnn um alla málara í Kirkcudbright, unga og gamla, karla og konur, vonda og góða. Hann gekk samvizkusamlega til verks, sleppti ekki Marcus McDonald, sem lá rúmfastur, eða frú Helen Chambers, sem var nýsetzt að í Kirkcud- bright, eða John gamla Peterson, sem var níutíu og tveggja ára, eða Walter Flanagan, sem komið hafði einfættur úr heimsstyrjöldinni. Hann skrif- aði hjá sér fjarvistir Waters og Farren, þó að hann fengi ekki eins mikið upp úr frú Farren og Pétri lávarði hafði tekizt; og að áliðnum degi barði hann að dyrum hjá herra Gowan með vasa- bókina í hendinni. Hann hafði skilið Gowan eftir þangað til síðast, því að það var á allra vitorði, að Gowan vann á morgnana og var illa við að láta ónáða sig fyrir hádegi, og Macpherson vildi ekki gera pér erfitt fyrir að nauðsynjalausu. Enski þjónninn opnaði hurðina og svaraði spumingu lögregluforingjans stuttaralega: „Herra Gowan er ekki heirna." • Lögregluforinginn gat þess, að hann væri í opinberum erindum, og endurtók beiðni sína um að ná tali af herra Gowan. Þjónninn svaraði drembilega: „Herra Gowan er úti.“ Lögregluforinginn spurði, hvenær von væri á herra Gowan. Þjónninn lét svo lítið að koma með nokkura skýringu. „Herra Gowan er farinn að heiman." Lögregluforinginn spurði, hvort von væri á honum um kvöldið. Þjónninn var nú að missa þolinmæðina, en reyndi að svara rólega: „Herra Gowan er fárinn til London.“ „Einmitt það?“ sagði lögregluforinginn og gramdist sjálfum sér fyrir að hafa dregið svona lengi að koma hingað. „Hvenær fór hann?“ , Þjónninn virtist eiga í harðri innri baráttu, en svaraði af mikilli stillingu: „Herra Gowan tók lestina frá Dumfries klukk- an 8.45.“ ' Lögregluforinginn hugsaði sig um andartak. Ef þetta var satt, hreinsaði það Gowan af öllum grun. En auðvirað varð að ganga úr skugga um, að það væri rétt. „Ég held,“ sagði hann, „að það sé bezt að ég komi inn rétt sem snöggvast." Þjónninn virtist hiká við, en þegar hann sá. að margir af nágrönnunum voru komnir út til að horfa á þá. vék hann til hliðar og bauð Mac- pherson inn í fallegt, eikarþiljað anddyri. „Ég er að rannsaka allt í sambandi við dauða herra Campbells,“ sagði lögregluforinginn. Þjónninn hneigði sig í þögulu samþykki. „Ég sé ekki ástæðu til að leyna yður þvi, að margt bendir til, að maðurinn hafi verið myrtur.“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.