Vikan


Vikan - 01.04.1948, Síða 6

Vikan - 01.04.1948, Síða 6
6 VIKAN nr. 14, 1948 „Einmitt þao,“ .cagði þjónninn, „ég skil.“ „Það er mikilvægt,“ hélt Macpherson áfram, „að við fáum sem nákvæmastar upplýsingar frá þeim, sem sáu Campbell skömmu áður en hann dó.“ „Já, einmitt." „Og fyrir formssakir, skiljið þér, verðum við að vita, hvar allir voru um það leyti, sem slysið varð.“ „Einmitt." „Ef herra Gowan væri heima,“ hélt lögreglu- foringinn áfram, „myndi hann fúslega veita okk- ur alla þá aðstoð, sem í hans valdi stæði." Þjónnirm efaðist ekki um það. Lögregluforinginn opnaði vasabókina sina. „Þér heitið Halcock, er það ekki?“ byrjaði hann. Þjónninn leiðrétti hann. „H’alcock," sagði hann með áherzlu. „H-a-l-l?“ spurði lögregluforipginn. „Það er ekkert „h“ í nafninu, herra minn. Fyrsti stafurinn er „A“.“ „Ég bið yður afsökunar," sagði lögregluforing- inn. „Sjálfsagt," sagði herra Alcock. „Jæja þá, herra Alcock, ég spyr yður aðeins fyrir formssakir: hvenær fór herra Gowan frá Kirkcudbright á mánudagskvöldið ?“ „Það mun hafa verið rétt eftir klukkan átta.“ „Hver ók honum?“ „Hammond, bilstjórinn." „Ammond?" sagði lögregluforinginn. „Hammond," sagði þjónninn með virðuleik. „Hann heitir Albert Hammond — með „h“.“ „Eg bið yður afsökunar," sagði lögreglufor- inginn. „Sjálfsagt," sagði herra Alcock. „Þér viljið kannske tala við Hammond?" „Bráðum," sagði lögregluforinginn. „Getið þér sagt hér, hvort herra Gowan sá herra Campbell á mánudaginn?" „Það get ég ekki sagt um.“ „Lá herra Gowan hlýtt orð til herra Campbell?" „Það get ég ekki sagt um.“ „Hefir herra C£impbell komið hingað í heimsókn nýlega?“ „Herra Campbell hefir aldrei komið hingað í heimsókn svo ég viti.“ „Einmitt það?“ Lögregluforinginn vissi eins vel og þjónninn, að Gowan umgekkst lítið aðra málara í sveitinni, og bauð sjaldan neinum £il sin nema þá til að spila bridge stöku sinnum, en Macpherson taldi það skyldu sína að setja fram þessa spumingu. Hann hélt samvizkusamlega áfram. „Eg er bara að rannsaka allt i sambandi við kunningja Campbells, skiljið þér. Getið þér sagt mér, hvað herra Gowan gerði á mánudaginn?" „Herra Gowan fór á fætur klukkan niu eins og venjulega, og borðaði morgunverð klukkan hálftíu. Hann var síðan stundarkom í garðinum og fór svo inn í vinnustofu sína eins og venju- lega. Hann borðaði hádegisverð á venjulegum tíma, klukkan hálftvö. Eftir hádegisverðinn fór hann aftur að mála, og var að því þangað til klukkan fjögur, þegar hann fékk teið inn í bóka- safnið." Þjónninn þagnaði. „Já?“ sagði lögregluforinginn uppörvandi. „Eftir að hann hafði drukkið te,“ hélt þjónn- inn áfram, „fór hann út að aka í sporvagninum sínum.“ „Ók Hammond honum?“ „Nei. Þegar herra Gowan fer í sporvagninum sínum, er hann vanur að aka sjálfur." „Já, einmitt. Og hvert fór hann?“ „Það get ég ekki sagt um.“ „Jæja, hvenær kom hann aftur?" „Um sjöleytið." „Og svo?“ „Herra Gowan lét þá orð falla, að hann ætlaði til London um kvöldið." „Hafði hann nokkuð minnst á það fýrr?“ „Nei. Herra Gowan er vanur að fara til London öðm hverju." „Fyrirvaralaust ? “ Þjónninn kinkaði kolli. „Yður fannst þetta ekki á neinn hátt óvenju- legt?“ „Nei, alls ekki.“ „Einmitt. Borðaði hann kvöldverð áður en hann fór ?“ „Nei. Mér skildist á herra Gowan, að hann ætlaði að borða í lestinni." „1 lestinni? Þér segið, að hann hafi farið með lestinni frá Dumfries klukkan 8,45 um kvöldið?" „Það skildist mér.“ „En góði maður, vitið þér ekki, að lestin klukk- an 8,45 hefir ekkert samband við London? Hún kemur til Carlisle klukkan 9,59, sem er mjög seint, ef menn ætla að fá mat, og eftir það er engin lest til London fyrr en fimm mínútur yfir tólf. Af hverju borðaði hann ekki áður en hann fór og tók svo lestina i Dumfries klukkan 11.8?“ „Það get ég ekki sagt um. Herra Gowan tjáði mér ekkert um það. Ef til vill hefir herra Gowan haft einhverjum erindum að gegna í Carlisle." Lögregluforinginn starði á stórt, hvítt, óbifan- legt andlit herra Alcocks og sagði: „Já, það getur verið. Gat herra Gowan nokkuð um, hve lengi hann yrði í burtu?" „Herra Gowan gaf í skyn, að hann kynni að verða að heiman í viku eða tíu daga.“ „Gaf hann yður nokkurt heimilisfang?" „Hann óskaði eftir, að bréf sín yrðu send í klúbbinn." „Og hvaða klúbbur er það ?“ „Mahlstick í Piccadilly." Lögregluforinginn skrifaði það hjá sér og bætti við: „Hafið þér heyrt frá herra Gowan síðan hann fór?“ Þjónninn lyfti augnabrúnunum. „Nei.“ Hann þagnaði, hélt svo áfram og var nú ekki eins kuldalegur og áður. „Herra Gowan mundi ekki skrifa nema hann þyrfti að gefa ein- hver sérstök fyrirmæli." „Já, einmitt. Að því er þér bezt vitið, er herra Gowan þá í London á þessari stundu." „Að því er ég bezt veit er hann það.“ „Hm, jæja, nú vildi ég gjarna tala fáein orð við Hammond." „Sjálfsagt." Herra Alcock hringdi bjöllunni og ung, snotur stúlka gegndi. „Betty,“ sagði þjónninn, „segðu Hammond, að lögregluforinginn vilji fá að tala við hann.“ „Bíðið augnablik," Macpherson. „Betty, hve- nær fór herra Gowan héðan á mánudagskvöldið?" Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. -v„ \ ::fMfxvn • Mamma: Gráttu ekki, Lilli minn, pabbi er að kaupa nýjan, sterkan Búðarmaðurinn: Þetta er þrælsterkt. vagn handa þér, svo sterkan, að það verður ekki hægt að brjóta Pabbinn: Ágætt, hve mikið kostar það? hann. Pabbi verður fljótur, elskan. Pabbinn: Ástin mín og Lilli, komið Pabbinn: Sjáðu Lilli, pabbi ætlar að sýna þér, hvemig Svona fór það! þið og sjáið, hvað ég keypti fyrir Lilla. á að nota það. Mamman: Lilli er ánægður, það er auðséð. Lilli: Da! I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.