Vikan - 01.04.1948, Page 8
8
VIKAN nr. 14, 1948
Gissur œtlar að flytja —
Teikning eftir George McManus.
Gissur: Þá er þessu að verða lokið! Nú er hægt
að aka öllu draslinu i fornsöluna. Ó hvað ég er feginn
því, að Rasmína ákvað £.5 selja húsið og flytja í
hótel. Það verður tilbreyting í því.
Rasmína: Guði sé lof, að nú geta flutningamenn-
imir komið og hirt allt saman!
Gissur: Þeir eru komnir og hafa þegar hlaðið á
tvo vagna. Ég hafði ekki hugmynd um, að við
ættum svona mikið af húsgögnum.
Gissur: Þetta var víst síðasta stykkið, drengir.
Flutningamaður: Það er þegar komið á sex vagna.
Rasmína: En sá léttir! Nú getur maður um frjálst
höfuð strokið, þarf ekki að hafa áhyggjur útaf matar-
tilbúningi eða að halda húsi hreinu!
Gissur: Eigum við ekki að flýta okkur í nýja heim-
ilið okkar, hótelið?
1. sendimaður: Gjöf til yðar í tilefni afmælisins.
Gissur: Afmæli — ég mundi ekkert eftir því.
Rasmína: Hann man aldrei eftir afmælum.
Rasmina: Fleiri gjafir?
2. sendimaður: Það eru þrir pakkar í viðbót.
Gissur: Það er vist ekki um annað að ræða en
taka á móti þessu.
Copf. 1947, King Teaturcs Syndicalc, Inc., World rignls reserved. |
3. sendimaður: Þetta er ekki dónaleg gjöf!
4. sendimaður: Þá er þessi ekki lakari!
5. sendimaður: Þið hafið séð minnst af þessu ennþá, það eru sex stykki
eftir úti.
Gissur: Ég vildi, að ég hefði enga vini átt!
Gissur: Hættið! Hættið! Ekki meira! Ég er búinn að hringja til fomsölunnar
og biðja hana að hirða þetta alltsaman, svo að við getum losnað úr húsinu!
Sendimaður: Og við eigum eftir að bera inn fimm vagnhlöss!