Vikan


Vikan - 01.04.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 01.04.1948, Blaðsíða 10
10 VIKAN nr. 14, 1948 * HEIMILIÐ • I Hirðing snyrtiáhaldanna ! Matseðillinn Lifrargratin. 250 gr. þorskalifur, 400 gr. soðn- ar kartöflur, 2 dl. tómatsósa, 60 gr. smjör, 2 laukar, 1 teskeið salt, pipar. Lifrin er skoiuð og látin liggja í köldu vatni í eina klukkustund, síð- an soðin í lítið söltu vatni í stund- arfjórðung og kæld. Lifrin sneydd niður, sömuleiðis kartöflumar, sett í lögum á fat, salti, pipar og lauk stráð á milli og sósunni hellt yfir. Smjörið er sett í smábitum ofa á og fatið lát- ið standa í 10—15 mínútur í heitum ofni. Sítróniisúpa. iy2 1. vatn, 2 litlar sítrónur, 2 egg, 140 gr. sykur, 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti. Eggin eru hrærð með svo miklu af sykrinum, sem nauðsynlegt er til þess að þau verði hvít. Sítrónusafinn er látinn í vatnið og sítrónubörkur- inn er soðinn í 10 mín. Þá er súpan síuð. Hveitið er hrært út með litlu af saftinni kaldri og síðan hellt yfir eggin, suðan látin aðeins koma upp og stöðugt hrært í. Smjörið er látið í rétt áður en súpan er framreidd. — Borin á borð með litlum tvíbökum. HÚSRÁÐ Svínaflesk á að geyma í kaldasta hólfinu i ísskápnum, vandlega vafið í pappír. Það er hæfilegt að eiga sex lök og sængur á hjónarúmið. Þá verður tvennt í notkun í einu, tvennt óhreint og tvennt hreint inni í skáp til vara. Ef ávaxtahlaup vill ekki hlaupa, getur verið gott að bæta út í nokkr- um dropum af sítrónusafa. Það get- ur oft nægt til þess að fá það til að hlaupa, auk þess sem safinn er bragðbætandi. Gulnaður þvottur hvítnar, ef hann er látinn liggja i bleyti í áfum í einn dag og síðan þveginn eins og venjulega. Það vilja alltaf verða eftir molar af handsápunni, sem eru of litlir til að nota þá við handþvott. Þessa mola Tízkumyndir Þessi skrítni kjóll er úr röndóttu baðmullarefni. Takið eftir jakkanum. — (Myndin er úr Britain To-Day). Fallegur, aðskorinn frakki. Bakið er sniðið í odda niður í mittið. má þó nýta vel með því að saxa þá smátt og stinga ofan í flösku með vatni. Þetta er látið standa um tíma og flaskan hrist öðru hverju þegar sápumolarnir eru orðnir vel uppleyst- ir höfum við þarna ágætan sápulög á hendur. Greiðum má halda nokkum veginn hreinum, með því að greiða með þeim knippi af bómullarþráðum. En öðru hverju þarf að safna saman öllum greiðum og kömbum heimilisins; hvítu og mislitu greiðumar em lagð- ar í volga blöndu af vatni og salmíak- spíritus (1 dl. í 1 1. af vatni). Þær éru síðan burstaðar með bursta, t. d. naglabursta, skolaðar og þurrkaðar. Svartar greiður em hreinsaðar úr bensini á líkan hátt, en ekki skol- aðar á eftir. Hárburstar, sem em ijósir og ólit- aðir, em hreinsaðir með greiðunum í salmíaksblöndunni; þeir eru lagðir þannig, að vökvinn nær alveg upp í rótina á burstanum. Ef tréskaftið er pólerað eða bæsað, verður að bera á það dálítið af vaselíni eða olíu, tii þess að það skemmist ekki af salmí- akinu. Síðan em hárin greidd með venjulegri greiðu ofan í vökvanum og skoluð úr saltvatni. Burstinn er látinn þorna á hreinu handklæði og hárin látin snúa niður. Tannburstann verður að skola vandlega í hvert skipti, sem hann hefir verið notaður. Síðan á að hengja hann upp á þurmm stað og skaftið látið snúa niður. Þvottapokann á að hengja upp og þurrka eftir notkunina. Það er skipt um poka viku- eða hálfsmánaðarlega og þeir þvegnir með stórþvottinum. Það fer oft saman að böm nagi á sér neglur og væti rúm sitt á næt- urnar. Til að venja þau af þessum ósið gilda sömu reglur. Foreldrarnir verða að koma barninu í skilning um að það sé skammarlegt fyrir það að væta rúmið svo að því finnist smán að þvi. Auk þess getur verið um líkamlega galla að ræða, sem verður að fá læknisráð við. Ef barnið heldur áfram að væta rúmið sitt, þegar það er orðið fimm eða sex .ára gamalt, er þetta orðið að alvarlegum ósið. Hér fer á eftir bréf, sme mér var skrifað viðvíkjandi þessu: „Kæri læknir! Yngsti sonur minn, sem er tíu ára gamall nagar á sér neglurnar og vætir rúm sitt um næt- ur. En ég er þó fegin að hann skuli vera hættur að sjúga þumalfingur sinn i svefninum. Hann er mjög líkamlega hraustur, það segir lækn- irinn, og einnig ákafur og ötull. Stundum hafa liðið einn eða tveir mánuðir á milli þess sem hann hefir vætt rúm sitt, en nú virðist ætla að versna um allan helming þessi ósiður hans. Ég hefi veitt því athygli að ef hann hefir orðið eitthvað lasinn eða honum orðið kalt, ágerist þetta.“ Það er mikils um vert að fjölskyld- an lifi rólegu og kyrrlátu lífi, fólkið Svampa skal skola vandlega dag- lega og þeir hengdir upp. Öðru hverju eru þeir þvegnir úr salmíaksvatni (1 dl. salmíakspíritus í 1 1. af vatni) og skolaðir á eftir. Gúmsvampa á að meðhöndla á sama hátt, en aðeins að þvo þá úr ediksvatni (blandað til helminga), þar sem þeir þola ekki salmíak. „Púðurkvasta" þarf að þvo oft úr volgu sápuvatni. Áður en þeir eru bleyttir, er púðrið hrist vel úr þeim. Þegar þeir eru orðnir þurrir eftir þvottinn, er gott að setja þá yfir gufu stundarkorn. C. Myers. sé ekki hávært, útvarpið látið vera lágt og förðast að drengurinn hlusti á útvarpsdagskrá, sem fjallar um glæpi og ýmslegt leyndardómsfullt. Sömuleiðis er ekki hollt fyrir hann að fara mjög oft í kvikmyndahús. Það verður sem sagt að miða að því að drengurinn verði ekki fyrir tauga- æsingi og þreytu, sem henni fylgir. Drengurinn þarf að lifa reglu- bundnu lífi og fara snemma að sofa. Ekki ætti hann að reyna um of á sig líkamlega og ekki lengi í einu. Foreldrar freistast til þess að jagast við börn, sem naga á sér neglur og hræða þau með ygldum svip. En til þess að foreldrarnir geti hjálpað fyrrnefndum dreng mega þau ekki láta í ljósi æsingu né reiði. Sömuleiðis skal ekki skamma hann fyrir að væta rúmið, það gagnar ekkert á þessu stigi málsins. Látið vekjaraklukku hringja nokkrum sinnum á nóttu til þess að hann geti haldið sér þurrum og látið hann hjálpa sér sjálfan. Þannig getur þessi ósiður vanizt af honum smátt og smátt og taugaslappleikinn læknast. Það er skammgóður vermir að banna börnum að drekka mikið vatn eða mjólk á kvöldin til að þau væti síður rúmið og hefi ég enga trú á þeirri læknisaðferð. Slœmur vani Eftir Dr. G.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.