Vikan - 01.04.1948, Side 12
n
VTKAN nr. 14, 1948
yfir hvem dálkinn af öðrum þar til hún að lokum
fann þessa frétt.
„Anthony Amberton, hinn frægi rithöfundur og
ferðalangur fór í gær i ferðalag til Panama. Sú
frétt hefir heyrzt að Nationwide Pictures hafi
boðið honum glæsilegan samning fyrir að fá að
kvikmynda nokkrar af skógarsögum hans.“
„Sjáum til,“ tautaði Boycie hugsi.
Þegar Cherry kom aftur út úr baðherberginu
sagði Boyeie fjörlega: „Við skulum reyna að fara
eins fljótt og við getum til strandarinnar. Þegar
ég fór að hugsa betur um þetta, þá finnst mér
að við hefðum átt að vera farnar fyrir löngu.“
Lolly kom til borgarinnar til að kveðja. Hún og
Pete ætluðu að vera um veturinn í Santa Barbara,
svo að það myndi ekki líða á löngu fyrr en þau
hittust aftur. Boycie og Cherry fóru til River-
view til að segja frú van Studen frá hinu nýja
áformi þeirra. Og síðan var haldið af stað til
Kalifomíu.
1 Chicago komst Cherry að þeirri niðurstöðu
að hún kærði sig ekki lengur um að ferðast í
bílnum. Það tók of langan tíma og hún fékk
höfuðverk af hristingnum. Á hótelunum starði
fólk á hana og blaðamennimir ætluðu hreinlega
að gera úti um hana. Þá fóm þær að lokum úr
bílnum og ferðuðust með lest það sem eftir var
leiðarinnar.
Húsið var yndislegt. Cherry hafði alltaf haft
löngun til að búa þar, þegar hún var í Hollywood.
Nú gat hún n'otið þess að vera í því næstu
mánuðina. En þá brá svo við að hún virtist kæra
sig kollótta um það. Hellulögð sundlaugin, pálma-
trén og rósagarðurinn vakti enga hrifningu hjá
henni. Hún ságði bara stuttlega:
„Jú, þetta er allt gott og blessað."
Boycie lá við að örvænta. „Við hefðum vel
getað sparað okkur þessa peninga og leigt eitt-
hvert hússkrifli," hugsaði hún.
Á móti þeim tóku eins og venjulega sægur
af ljósmyndumm og fréttamönnum. Forstjóri
kvikmyndafélagsins bauð hana velkomna og rétti
henni stóran rósavönd. Og tveimur dögum síðar
Atti hún tal við forstjórann á skrifstofu hans.
„I hinu nýja hlutverki yðar kennir margra
grasa, þar verðið þér að leika viðkvæmnislega
sorgar- og ástaratburði — og verður þetta vafa-
laust glæsileg kvikmynd. Þér munuð sigra heim-
inn í henni, Cherry. Ég hefi fengið Meader og
Harcourt til að vinna úr handritinu."
Cherry hlustaði meðan forstjórinn rakti höfuð-
atburði myndarinnar. Viðkvæm og fingerð ríkis-
mannsdóttir hélt inn í fmmskóginn til að leita
að þeim manni, sem hún átti að giftast. En þá
átti hún eftir að komast að því að sá hinn sami
hafði lagt í þennan leiðangur til þess eins að
losna við hana, því að hann elskaði konu, sem
honum var meinað að eiga. Unga stúlkan átti
að hljóta samfylgd fátæks blaðamanns. En ógæf-
an elti þau. Þau lentu í fárviðri, innan um óarga-
dýr og- villimenn — í miðri myndinni var sýndur
villimannadans í kringum hvít fórnardýr — og
stúlkan og blaðamaðurinn hennar urðu viðskila.
Þegar þeim var að lokum bjargað, fundu þau
æskuunnusta stúlkunnar á banasænginni. Síðustu
myndimar áttu að vera af Cherry, klæddri tötr-
um, í faðmi blaðamannsins. Þetta hlaut að vekja
hrifningu áhorfendanna.
„Þetta er hræðilegt,“ sagði Cherry.
„Nei, Cherry, segið ekki þetta," sagði for-
stjórinn vonsvikinn. „Þér megið ekki dæma mynd-
ina eftir þessum höfuðdráttum úr henni. Bíðið þar
til búið er að vinna alveg úr handritinu. Við
höfum ráðið Lothar Sanduz í hlutverki elskhug-
ans og David Mortimer til að leika unnustann,“
Cherry hristi stöðugt höfuðið, en forstjórinn
flýtti sér að bæta við.
„Þér og Lothar munuð eiga mjög vel saman
í myndinni."
Cherry stóð upp og horfði á hann. Síðan mælti
hún.
_,,Ágætt, Jack. En hver á að vera leikstjóri?"
„Bums," hvíslaði forstjórinn og bjóst nú við
ofviðri. En það fór á annan veg en hann ætlaði
og furðaði hairn’ sig á því. Leikkonumar voru
vanar að verða óðar og uppvægar þegar þær
heyrðu að Bums átti að stjóma myndatökunni.
Annars var Bums vinsæll. Það var hann sem
hafði stjómað fyrstu mynd Cherry. Og skelfdum
forstjóranum fannst hann ennþá geta heyrt berg-
málið af látunum, sem þá áttu sér stað. Bums
hafði nýlega sagt: „Já, auðvitað vil ég stjóma
leiknum. Þú skalt ekki halda að þetta stelpu-
tryppi skelfi mig. Og það máttu vita, Jack, að
hún kemur til með að hlýða mér -— auðvitað
getur hún fengið hljómlist með aðalsýningunum,
en ég ákveð, hvaða hljómlist það verður."
Þeir höfðu látið af hendi mikið fé til að tryggja
að þessi mynd yrði góð og þeir voru fúsir til að
láta ennþá meira af hendi. Flestar skógarsýning-
amar áttu að fara fram úti i guðsgrænni náttúr-
unni. Þetta yrði athyglisverð mynd — og fyrir
Cherry var þetta einstakt tækifseri. Þama gat hún
grátið, orðið vond, þjáðzt, gefizt upp, flúið, boðið
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
Þessar myndir eiga ekki að þurfa skýringa við!
dauðanum byrginn og elskað af ástríðu. Henni
gat ekki mistekizt í þessu hlutverki.
Cherry gekk út af skrifstofunni. Forstjórinn
starði á eftir henni og þerraði á sér ennið.
„Það vilja þá ennþá til kraftaverk hér í heim-
inum sagði hann við einkaritarann. „Sendið
Meader og Marcourt inn til mín."
17. KAFLI.
Cherry talaði um kvikmyndina við Boycie.
„Þetta er allt mjög ósennilegt og reifarakennt!"
sagði Boycie. „Þú hefir leyfi samkvæmt samningi
þínum Cherry, til að ráða hvaða hlutverk þú
leikur."
„Mér finnst þetta engu máli skipta," sagði
Cherry. „Ef ég neita að taka þetta hlutverk geta
liðið margir mánuðir þar til mér býðst annað.“
Hún vatt sér snöggt að Boycie, gripin skyndileg-
um ofsa: „Ég verð að fara að vinna, annars
verð ég brjáluð." ,
„Legðu þig,“ sagði Boycie. „Þú ert brjáluð."
„Legðu þig,“ sagði Boycie. „Þú ert dauðþreytt.
Þú getur ekki farið að vinna í þessu ástandi."
En það vildi hún ekki. Hún gat ekki unnt sér
nokkurrar hvíldar. Það gekk ekki á öðm en leik-
æfingum, hárgreiðslu, veizlum, blaðaviðtölum og
ráðstefnum. Allir við kvikmyndafélagið vom fam-
ir að trúa á kraftaverk. Erfiðasta kvikmynda-
stjarnan var orðin eins og hlýðið bam.
Tízkuteiknaramir, sem sáu um klæðnað henn-
ar, sögðu að hún væri ekki ennþá farin að finna
að neinu hjá þeim.
„Þú ættir að hvíla þig,“ sagði Boycie í ör-
væntingu og sendi Hildu með kodda og styrkjandi
drykki til hennar. „Þú reykir of mikið. Þú verð-
ur eins og fuglahræða ef þú horast meira. Þessu
getur ekki haldið áfram. Þú veizt að þú munt
verða yfirkomin af þreytu, þegar aðalæfingamar
byrja."
„Nei,“ svaraði Cherry. „Það er engin hætta á
að ég gefist upp.“
Hvar var hann? Hvert hafði hann farið? Hélt
hann í raun og vem að hann myndi sleppa svona
auðveldlega frá öllu saman? Það var ekki svo
að skylja að hún ætlaði sér •— nei, það var öðm
nær. Hann skyldi ekki fá að stíga fæti sínum
inn fyrir hennar þröskuld. Hún ætlaði að hlæja
að honum og auðmýkja hann ef hann kæmi.
Nei, það gat hún ekki. Sjálf hafði hún sína
galla. Það var einhver rödd innra með henni, sem
minnti hana stöðugt á það. Orð Boycie og ráð-
leggingar höfðu fallið í góðan jarðveg og óþjált
skap hennar hafði jafnvel ekki getað kæft niður
áhrifin, sem Boycie hafði á hana. Aðeins Boycie;
frú van Steeden, Cherry sjálf, Ixilly og ef til vill
Pete vissu að öll þessi geðvonzka og bræði var
að mestu uppgerð. Cherry hafði leikið fyrsta
hlutverk sitt komung á ensku sviði og þá verið
kvalin af reiði og andúð ömmu sinnar á þessu
uppátæki hennar. Sömuleiðis höfðu vinir hennar
kvalið hana með góðlátlegri kaldhæðni. „Hún
gefst fljótt upp á þessu," höfðu þeir sagt. Þá
hafði hún bitið á jaxlinn og heitið sjálfri sér að
láta ekki í minni pokann og að einhvem tíma
skyldi fólkið fá að breyta skoðun sinni á henni
í þessu efni og heyra frá henni. En ekki- gat hún
fengið það til að hlusta á sig með hæfileikum
sínum einum, hún varð að hrópa hátt til að vekja
athygli þess. Og svo hafði Cherry hrópað. Þegar
hún hafði leikið fyrstu kvikmynd sina, hafði hin
gustmikla og háværa framkoma hennar farið í
aukana. Nú var þetta orðinn vani hennar að
æpa, hlæja og gráta.
Hún hélt veizlu fyrir skáld eitt, sem kom í
heimsókn. Og hún fór í veizlu til Lothar og hann
sagði brosandi við hana: „Jæja, hvemig gengur
það, Cherry?" Og hún brosti á móti. Þeir, sem
viðstaddir vom, féllu í stafi. Þegar Lothar lék
ástarhlutverk á móti henni i fyrstú kvikmynd-
inni, hafði hann í marga daga verið klóraður í
andlitinu og haft orð á því að hann ætlaði að
kæra hana. Síðan höfðu þau ekki talazt við.
„Hvað er að henni?" spurðu vinir hennar.
„Hvað býr undir þessu?" sögðu ównimir.