Vikan - 01.04.1948, Side 15
VIKAN, nr. 14, 1948
15
Eftirlitsmaðurinn
Framhald af bls. 3.
unir þar þó illa sem fyrr. Þegar
hann er 22 ára, koma frá hon-
um fyrstu sögurnar frá Úkra-
inu, „Kvöld á búgarði í Didanj-
ka“, og varð hann strax fræg-
manna meðal í höfuðborginni og
enda um allt Rússland, er það
birtist. Allur almenningur tók
því með miklum fögnuði, en em-
bættismennirnir og aðrir brodd-
borgarar urðu æfir við, sem von-
legt var, og þóttust illa leiknir
og ómaklega. En keisarinn lét
sér vel líka og taldi að embættis-
menn hans hefðu gott af hirt-
ingunni, og að boði hans var
sakir námsdvalar erlendis, en
leikur nú eitt aðalhlutverkið, og
var honum fagnað mjög og það
að verðleikum. Haraldur Björns-
son hefir mikið og erfitt hlut-
og vex enn í leikmeðferð sinni,
þótt oft hafi hann verið afburða
góður áður. Sama er að segja
um Brynjólf Jóhannesson, þó að
ekki sé hlutverk hans eins um-
fangsmikið og f jölbreytt og Har-
aldar. Leikur tveggja nýliða,
Guðnýjar Pétursdóttur og Sof-
fíu Karlsdóttur, er þama mjög
eftirtektarverður, einkum þó
Guðnýjar, og virðist enginn vafi
á því, að mikils megi af henni
vænta. Gestur Pálsson sýnir,
eins og fyrri daginn, hve smekk-
vís og öruggur leikari hann er,
þvi að hann notar út í æsar
möguleika lítils hlutverks. Þó að
sérstaklega sé talað um leik
þessa fólks, þá er víða mjög
skemmtileg meðferð hinna og
auðséð, að leikstjórinn hefir að
mörgu leyi náð góðum tökum
á verkefni sínu.
ur fyrir þær um allt Rússland.
Þóttu þær frábærlega vel sagð-
ar og náttúru- og þjóðlífslýsing-
arnar afbragðs góðar. Hlaut
hann aðdáun ýmsra fremstu
skálda Rússa. I leikskránni seg-
ir S. G. m. a......Hann hvarf
nú aftur heim til Úkrainu og
dvaldi þar um hríð. Skömmu
síðar (1835) kom út eftir hann
annað safn smásagna frá Úkra-
inu, er hann nefndi ,,Mirgorod“,
er allar þykja snilldarverk. Því
næst semur hann með sama
meistarabragði allmargar smá-
sögur, er gerast í Pétursborg,
en 1836 kemur út eftir hann það
skáldverk, er þykir einna ágæt-
ast allra verka hans og margir
bókmenntafræðingar telja eitt
mesta listaverk sinnar tegund-
ar í heimsbókmenntunum, en
það er gamanleikurinn „Eftir-
litsmaðurinn“. Þar bregður hann
upp miskunnarlausri skopmynd
af embættismannastéttinni rúss-
nesku, flettir ofan af spillingu
hennar, ýkir að vísu stórkost-
lega, en dregur þó allar línur
rétt í meginatriðum, markvisst
og með styrkri hendi meistar-
ans. Leikrit þetta vakti feikna
athygli og olli miklum æsingum
Góð barnabók:
5AGAN HAN5
HJALTA LITLA
Isafoldarprentsmiðja hefir nú gef-
ið út Sögima hans Hjalta litla, sem
miklar vinsældir hlaut í barnatímum
útvarpsins, en það er skáldsaga eftir
Stefán Jónsson, hinn vinsæla barna-
bókahöfund. Sá, er þessar linur rit-
ar, hlustaði ekki á lestur sögunnar í
útvarpinu, en las hana aftur á móti
í striklotu eftir að hún kom út og
hafði óblandna ánægju af. Að lestri
loknum hugsaði hann: Svona bæk-
ur á einmitt að skrifa fyrir íslenzka
unglinga og þessa bók hefði hver
unglingur gott af að lesa. Bókin er
mjög heilbrigð, persónurnar, um-
hverfis- og atburðalýsingar skýrar
og skemmtilegar og svo sannar, að
fullorðnir hafa ekki síður ánægju af
en bömin. Allur sá fjöldi íslenzkra
barna, sem ekkert þekkir sveitalífið,
hefir sérstaklega gott af að lesa.
þessa bók; það er mjög menntandL
fyrir þau. Ég hugsa að flestum fari
eins og mér. Mig langar að fá meira
að heyra af honum Hjalta litla, svo
kær er hann orðinn manni.
Wilhelm Norðfjörð sem Osip, þjónn Hlestakovs, og Soffía Karlsdóttir sem
Avdotja, stúlka hjá borgarstjóranum. (Ljósm. Vignir).
loftlíi^"lr.
leikritið sýnt í Pétursborg. . . .“
Höfundur flýði til Italíu, und-
an illdeilunum og árásunum,
sem fengu mjög á hann. Þar
vann hann af kappi að miklu
skáldverki. Heitir það „Dauðar
sálir“, og kom fyrra bindið út
1842 og þykir stórbrotið lista-
verk, en um framhaldið fór illa,
sakir trúarofstæki, og prédik-
unar og athyglisgáfa hans
hafði daprazt. Hugsýki hans
jókst, eftir að hann kom heim
til Rússlands aftur og fór að
gefa sig að trúarlegum dulfræð-
um. 38 ára fór hann pílagríms-
ferð til Jerúsalem og sezt síðan
að í Moskva. Þar nær ofstæk-
ismaður í trúmálum valdi á Go-
gol og varð hann þá geðbilað-
ur. Er hann hafði svelt sig alla
föstuna 1852, neyddu læknar í
hann matnum, en það þoldi Go-
gol ekki, og dóu níu dögum síð-
ar, í febrúar 1852.
Eftirlitsmaðurinn er bráð-
skemmtilegt leikrit og yfirleitt
vel leikið, enda koma margir
beztu leikkraftar okkar fram í
því. Einn vinsælasti gamanleik-
arinn, Alfreð Andrésson, hefir
ekki sézt hér á sviðinu um skeið,
HLUTAFJARLTBOÐ
Vegna væntanlegra kaupa á annarri „SKYMASTER“-
flugvél til millilandaflugs, hefir stjóm félagsins ákveðið
að auka hlutafé félagsins um allt að 1 milljón krónur.
Hlutabréfin eru að fjárhæð kr. 100,00 til kr. 1000,00.
1 Reykjavík verða hlutabréfin til sölu á eftirgreind-
um stöðum:
Útvegsbanki íslands h.f.
Kauphöllin, Nýja Bíó, Lækjargötu 2.
Málflutríingsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og
Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7.
. Lárus Jóhannesson og Gunnar J. Möller, hæstaréttar-
málaflutningsmenn, Suðurgötu 4.
Málflutningsskrifstofa Kristjáns Guðlaugssonar og Jóns
Sigurðssonar, Austurstræti 1.
Sigurgeir Sigurjónsson, hæstaréttarmálaflutningsmað-
ur, Aðalstræti 8.
Sigurður Ólason, hæstaréttarmálaflutningsmaður, Lækj-
argötu 10.
Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður,
Austurstræti 14.
Páll S. Pálsson, hrm., Laugavegi 10,
og á skrifstofu félagsins í Nýja Bíó húsinu við Lækjar-
götu 2.
Síðar verður auglýst, hverjir annast hlutafjársöfnun
út um land.
|
I
Loftleiðir h.f.