Vikan


Vikan - 01.07.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 01.07.1948, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 27, 1948 EÐLISÁVÍSUN Smásaga eftir Það var mildur vordagur, eins og slíkir dagar geta aðeins verið í Englandi. Boss- ington hafði lofað að aka mér til Chel- caster........og það var velgerningur, því að bíllinn minn var fótbrotinn (lá á bílasjúkrahúsi með ónýt hjól). Við höfum verið um tíu mílur frá Chel- caster, þegar Bossington hægði ferðina. „Nei, sjáðu . . . . er þetta ékki yndis- leg sjón?“ sagði hann. Svo ók hann út á vegabrúnina fyrir utan limgerði eitt. Þar voru kindur með nýfædd lömb á beit. „Sjáðu litlu lömbin þarna,“ sagði Boss- ington, er við höfðum setið nokkrar mínútur við bílgluggana og horft á skepn- urnar, sem gerðust forvitnar og þokuðust nú nær til að þefa af okkur. „En hver ósköpin eru þetta, sem bundið er á hrygg- inn á lömbunum?" „Lambskinn," svaraði ég. „Það var skrýtið.“ Eg hallaði mér nú aftur í sætið og fann til þess með nokkurri notakennd, að ég hefði meiri þekkingu, en það ber annars ekki oft til. „Þetta er mjög oft gert,“ sagði ég í fræðandi tón. „Þetta eru kindur sem hafa misst lömbin sín . . . og eru þessi lömb einnig móðurlaus. Skinnið af dauða. lamb- inu er svo tekið og bundið á móðurlaust lamb, og þá tekur kindin það að sér í góðri trú, að hún eigi það sjálf.“ „Ágætt,“ sagði Bossington. — „Lambið hefur hlotið þarna einskonar úthlutun skaðabóta." „Þetta er eðlisávísun dýrsins,“ sagði ég yfirlætislega. „Já, hún er merkileg þessi eðlisávísun,“ sagði Bossington hugsandi og setti bif- reiðina af stað. Við höfðum ekið góðan spöl, þegar hann hélt áfram í sama dúr: „Heldur þú, að þessarrar eðlisávísunar gæti nokkuð hjá nútímamanninum . . . eða hefur menningin upprætt hana?“ „Ég held, að hún sé ekki til.“ „Við nefnum það bara hugsýn. Annars gæti ég nú sagt þér smásögu, sem snertir þetta atriði, ef þú nennir að hlusta á mig.“ „Vitaskuld nenni ég því,“ sagði ég ákveðið, um leið og ég var að hugsa með mér, hvort þetta yrði ein af mörgu enda- léysum, sem Bossington gat nú neytt mig til að hlusta á, af því að hann hafði verið svo greiðugur að aka mér til Chelcaster. Bossington sat um stund þegjandi, eins og hann væri að leita í minni sínu að ein- hverju. Svo hóf hann máls: „Það skeði fyrir tíu árum. Ég var þá fjórtán ára gamall og mesti ærslabelgur. Foreldrar mínir réðu ekkert við mig og var ég því sendur til ýmsra heimavistar- skóla . . . já, ég sggi ýmsra, því að enginn NEIL BELL. skólinn gat haft mig lengur en árið. Það er annars undarlegt, að ég skuli standa heilum fótum. Ef til vill er það vegna þess, hve margir kennarar hafa sparkað fótum sínum í bak mitt. Foreldrar mínir gátu ekki einu sinni haldið í hemilinn á mér meðan leyfisdagar skólanna stóðu ýfir, og var ég því sendur til Tom frænda míns og May frænku minnar í Devonshire. Tom frændi minn var læknir og hafði mikið að gera. Utan síns aðalstarfs var hann yfir- læknir sjúkrahúss eins í grendinni. Ég var þarna fimm sumur í röð . . . og þá var gestrisni þeirra þrotin . . . og nú ætla ég að segja þér, hvernig á því stóð. Frændi minn var vanur að fara til sjúkrahússins á morgnana, og fékk ég oftast að vera í fylgd með honum, en auð- vitað mátti ég ekki vera með honum á stofugangi. Ég fór því minna eigin ferða um spítalann og nágrenni hans, meðan frændi var að sinna sjúklingunum. Dag nokkurn kom ég inn í herbergi, sem lá að fæðingardeildinni. Þar lágu fjórir nýfædd- ir krógar í vöggum sínum. Voru það allt drengir, og engan mun á þeim að sjá. Við hverja vöggu hékk miði með nöfnum barn- anna . . . . og þá flaug einkennileg hug- mynd gegnum hinn sístarfandi heila minn. Ég hló hátt, er mér datt það í hug. Ég tók nú einn seðilinn og hélt á honum nokkra stund eins og hikandi, og svo tók ég annan seðil. Er ég hélt á báðum VEIZTU — ? = 1. Drekaflugur hafa sex fætur, en geta I samt ekki gengið. Hafa skordýrateg- \ undimar mismunandi marga fætur? | § 2. Hver orti Olgeirs rímur danska? = 3. Eftir hvem em hinar svonefndu Brand- 1 | enborgarkonsertar ? | | 4. Hvaðan er orðið „akkeri" runnið? i = 5. Hvenær tók Kyros Babylon og stofn- = | aði Persaveldi? | 6. Hvað heitir höfuðborg Egyptalands? 1 i 7. Hverrar þjóðar var tónskáldið Ludwig i van Beethoven og hvenær var hann i uppi ? i i 8. Hvað var Ari fróði gamall, er hann 1 kom í Haukadal til Halls Þórarins- f sonar og hvað var hann þar lengi? | 9. Hve há er íbúatala Sovétríkjanna ? = i 10. Hvenær byrjuðu Bretar að fiytja her i sinn frá Dunkerque í síðustu styrjöld? I Sjá svör á bls. 14. seðlunum, kom ein af yngri hjúkrunar- konunum inn í herbergið. Ég var orðinn góðkunningi þessarar stúlku, enda var ég hreint ekki svo ósnotur snáði. Nú, þarna sér hún mig með miðana í hend- inni.“ „Hvað ertu að gera?“ spurði hún. „Þú ert víst að fást við eitthvað óknytt- .ið . . . . ?“ „Ég er búinn að skifta um nafnamið- ana,“ svaraði ég rétt sí svona. „Það er svo fyndið.“ Hún fölnaði af skelfingu. „Það er ómögulegt að þú hafir farið til þess?“ stundi hún upp. „Hvað? Ég held að það geri nú ekki mikið til,“ svaraði ég blygðunarlaust. „Mæðurnar þekkja þá að, svo að þeim verður rétt skift. Eðlisávísunin sér um það.“ „Hvaða þvaður. Hvernig eigum við nú að skifta um nafnseðlana ?“ „Þetta gerir ekkert til,“ sagði ég. „Ég skal þekkja krakkana að.“ 1 þessum svifum kom frændi minn inn. — „Hvað er hér á seyði?“ spurði hann, og það var eins og hann hefði lesið það í augum hjúkrunarkonunnar, hvað við höfð- um verið að tala um . . . eða grunaði hann það, af því að ég stóð með miða í hendinni hjá einni vöggunni. „Hefur þú skift um nafnamiðana ?“ spurði hann, og var röddin ógnþrungin. ,,Nei,“ flýtti ég mér að segja, en hann hellti sér samt yfir mig. „Þú lýgur,“ æpti hann. — „Viltu bara skifta strax ?“ Við horfðumst í augu nokkra stund. Svo sneri ég mér við og batt nafnmiðann við vögguna, sem ég stóð hjá. „Á miðinn að vera þarna,“ spurði frændi minn utan við sig af bræði. „Já, . . . það held ég að minnsta kosti.“ „Þú heldur það,“ öskraði hann. „Já, það er þér að kenna,“ sagði ég þrjózkulega. Ég vissi upp á hár, hvar hver miði átti að vera . . . en þá æptir þú upp . . . og þá gleymdi ég því. En þú ættir bara ekki að segja mæðrunum frá þessu .... krakkarnir líkjast svo mjög, að þeim má vera rétt sama, hvert barnið þær fá. Og síðan dró ég mig í hlé. Níiðurlag sögunnar fékk ég síðar að heyra, sumpart hjá hjúkrunarkonunni og sumpart hjá frænku minni. Þau fóru ekki að mínum ráðum, heldur sögðu mæðr- unum, hvað við hafði borið. Það var farið með öll börnin f jögur niður í vöggustofuna og reyndu þær svo, eins og spekingurinn Salómon, að koma hverju barni til sinnar móður. Og. það gekk nú ekki án þess að það drægi til óveðurs að minnsta kosti, því að bæði frú Neill og frú Cravey gjörðu kröfu til barnins, sem legið hafði 1 vögg- unni, sem ég stóð hjá, þegar hjúkrunar- konan kom inn. Frú Neill fullyrti, að það væri sitt bam, þar sem það væri sitt barn, þar sem það væri lifandi eftirmynd manns- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.