Vikan


Vikan - 01.07.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 01.07.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 27, 1948 þætti hún nú aftur vera of frökk. „Það er vand- lifað hér,“ hugsaði Stella bæði reið og særð. Hún gekk inn í garðinn um leið og síðasti bíllinn ók af stað og hraðaði sér £lð steinþrepunum, þegar hann kallaði á hana. „XJngfrú Mannering, megið þér vera að tala við mig andartak?" Hún dró andann djúpt. Hún hafði haldið að hún gæti aldrei framar orðið hrædd við hann, en á þessari stundu var hún óttaslegin. Gekk hún til baka hægt, með saman herptan munn og var óttaglampi í augimum eins og í hræddu barni. Ef hann talaði ruddalega til hennar eða kæmi með særandi ákúrur eins og hann gerði stundum myndi hún vafalaust fara að gráta. Og hún vildi samt fremur deyja en að gráta fyrir augum þessa andstyggilega manns. „Hvar lokuðuð þér Chang inni í dag?“ spurði hann. „I herberginu rnínu," svaraði hann. „Hvers vegna í herberginu yðar?“ spurði hann hvasst. „Hann verður alltaf hræddur þar sem hann kannast ekkert við sig. Næst, ungfrú Mannering, verðið þér gjöra svo vel að biðja Gay og Miguel að stinga honum inn í mitt herbergi og lofa honum að fá inniskó til að leika sér að. Þá kann hann bezt við sig.“ „Það skal ég gera, herra Harringay. Fyrir- gefið! Eg vissi ekki —• — " „Þér áttuð að spyrja mig,“ svaraði hann. „Afsakið," sagði hún aftur lágt. Harringay horfði ergilegur á hana. „Það er andstyggilegt," hélt hann áfram. „Eg get ekki þolað að loka vesiings, iitla dýrið inni, en auðvitað má ekki valda Clare neinum óþæg- indum hérna með hundinum. Eg óska af heilum hug að Chang vildi vingast við Clare," sagði hann með innbyrgðri reiði. Hann þagði um stund og starði alltaf á Stellu. „Konur," sagði hann svo, „konur umtuma alltaf öllu hjá manni. Nú, þá það,“ sagði hann að endingu heldur mýkri á manninn, „Þá er það ákveðið. Þér skiljið það, það á að stinga honum inn í mitt herbergi og fá honum inniskó!" Með þessum kveðjuorðum sneri hann sér við og fór sína leið. Steila hljóp eins hratt og hún komst upp i her- bergi sitt og var þungu fargi létt af henni. Augu hennar voru rök af tárum. Hvernig hefði hún átt að vita þetta ? Gay hafði beðið hana að loka hundinn inni og auk þess var þetta nú hundur ungfrú Emrys, en ekki Harringays. Harringay fannst hún frökk á heimilinu — það var auðséð — en það var ósann- gjarnt. En hvað hann hafði verið reiðilegur. En nokkur hluti af reiði hans hafði beinzt að Clare en ekki að Stellu einni. „Hann getur ekki þolað neitt af okkur," hugsaði Stella- „Hann vill ekki hafa okkur héma — hann vill ekki hafa hjá sér neinn nema bróður sinn og litla kjölturakkann." Tár hennar þomuðu og hún fór að hlæja ofsa- lega. „Veslings maðurinn, hann hefir nú í þrjátiu og sex ár fengið vilja sinn í öllu og svo kemur Clare — og ég — að vísu telst ég þar ekki með. Það er Clare, sem spillir og mun spilla öllu fyrir honum hér á Paradís. Já, bara að hún komi til með að gera það! Þessi andstyggilegi, eigingjami maður!“ VII. Kafli. „Stella!" Gay kom inn í skrifstofuna með samanbrotna örk í hendinni. „Viljið þér gera mér greiða?" „Já, auðvitað. Hvað er það Gay?“ ,,Farið fram og náið í Miguel. En án þess að tekið sé eftir þvi. Piers er vonandi ekki heima?" „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Stella og leit undrandi upp frá borði sínu. „Ég sá hann ríða af stað snemma í morgun------------- “ „Ágætt," sagði Gay. „Farið þá fram og náið í ^Tiguel. En segið það ekki við neinn." Stella gerði það óðara- „Ég vildi fá ykkur bæði sem votta að þessari undirskrift minni,“ sagði hann og skrifaði nafn sitt á örkina. Stella og þjónninn settu nöfn sín undir hans nafn, að því búnu sagði Gay nokkur orð á spönsku við þjóninn og stakk einhverju í lófa honum. Sendi hann Miguel brosandi burtu og sagði þjónninn um leið eina setningu með áherzlu. Stella, sem lærði spönsku hjá ungfrú Emrys og var farin að venjast talsvert því máli, sem hún heyrði daglega meðal þjónustufölksins, skildi merkinguna í svari Miguels. Var það á þá leið að hann skyldi vera þögull sem gröfin. „Góður náungi," sagði Gay þegar hurðin lokaðist á hæla Miguels. „Hann virðist vera hræði- legur þorpari eftir útlitinu að dæma og með þetta olíuborna hár, en ef ég lenti í raunverulegri hættu, kysi ég fremur að hafa hann með mér en flesta aðra karlmenn, sem ég þekki.“ „Hann er duglegur maður," svaraði Stella. „Það eru þeir allir hérna. Og ég er viss um að þeir myndu vilja fremja morð, ef þeir héldu að ykkur Harringay og ungfrú Emrys væri einhver hagur í því.“ Gay hló. „Það held ég einnig. Satt að segja hafa for- feður þeirra við fleira en eitt tækifæri gert það fyrir ætt okkar. Einhvern tíma skal ég sýna yður sögu ættar okkar ■— það gæti verið yður skemmtilestur að lesa hana. Flest allir þjónar okkar eru komnir út af litlu sveitinni, sem fyrsti Harringayinn kom með hingað, og þeim finnst Paradís ekki síður heyra þeim til en okkur." „Til þessarar tilfynningar finna allir, jafnvel þótt þeir hafi ekki átt hér forfeður," svaraði Stella. „Er það þannig með yður,“ spurði hann og brosti að alvörusvipnum á andliti hennar. „Já — raunar ekki að Paradis heyri mér til heldur ég henni,“ flýtti hún sér að leiðrétta hjá sjálfri sér. „Eg væri reiðubúin til að verja hana — vera henni holl-------“ Hún þagnaði og fann að það var víst ekki sem bezt að skilja þessa skilgreiningu hennar. „Mynduð þér vilja vera mér hollar einnig?" spurði hann. „Já auðvitað. En hvernig á ég að sýna þá hollustu mína?“ hún leit forviða á hann. „Segið engum frá því að þér skrifuðuð undir þetta skjal hjá mér sem vitundarvottur." „Því lofa ég,“ sagði hún. Hann horfði á hana um stund og hélt svo áfram eins og honum fyndist hún eiga skilið að hann sýndi henni meira trúnaðartraust. „Þetta var erfðaskrá min!“ „Erfðaskrá yðar! Ö, Gay — góði Gay — þér eruð þó ekki — “ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: María, við verðum að ganga frá öllum þessum leikföng- María: Þetta er þriðja fangið — hvar á ég að um og taka til í húsinu. Við fáum tigna gesti í kvöld. láta þetta allt saman? María: Eg vildi helzt losna við þau fyrir fullt og allt! Mamman: Þetta var meira púlið! Ég held við Pabbinn: Sjáðu, elskan, ég kom í leikfangabúð á leiðinni heim og ættum að reyna að losna við eitthvað af þessum fékk heilmikið af leikföngum mjög ódýrt- Þeir ætla að senda afgang- leikföngum. Lilli á of mikið af þeim. inn! María: Það er hverju orði sannara. Hann hefur ekkert að gera við svona mikið af leikföngum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.