Vikan - 01.07.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 27, 1948
13
GULLHRIIMGIJRIIXIINI
BAR NASAGA
Ib stóð hjá pylsuvagninum, sem
faðir hans gætti, þegar vel klæddur
maður á vönduðu hjóli kom. Ókunni
maðurinn* mælti: „Látið mig strax
fá pylsu með sinnepi og sneið af
franskbrauði.“
Faðir Ibs afgreiddi það, sem beðið
var um. Maðurinn borgaði og át
í hvelli. Hann hafði tekið af sér vett-
linginn af annarri hendinni. En er
hann ætlaði að láta hann á sig aft-
ur, sagði hann: „Jæja, ég hefi þá
týnt giftingarhringnum mínum. Hann
hlýtur að hafa dottið hér niður með
vagninum." Svo fór hann að leita.
Feðgamir hófu einnig leit að hringn-
um. En enginn þeirra fann hann.
Fini maðurinn leit á úrið sitt og
mælti: „Ég hefi ekki tíma til þess
að leita lengur. En ef þið finnið hring-
inn, þá gerið mér þann greiða, að
geyma hann, eða koma honum heim
til mín. Hér hafið þið heimilisfang
mitt.“ Hann rétti fram nafnspjald.
Faðir Ibs svaraði: „Við munum
gera þetta með ánægju. „Þér fáið
25 krónur í fundariaun," sagði mað-
urinn. „Ég ber alltaf þennan hring,
og konan mín verður mjög leið, ef
hún fréttir, að ég hafi týnt honum.
Þetta er ekta gullhringur og mikils
virði. Reynið að finna hringinn. Nú
verð ég að fara, því ég þarf að mæta
á áríðandi fundi.“ Hann fór á hjólið
og var innan skamms horfinn.
Faðir Ibs stakk nafnspjaldinu í
vasann. Ib leitaði aftur að hringn-
um, án árangurs.
1 því er hann hætti að leita, kom
Biblíumyndir
1. mynd. Ég sagði við sjálfan mig:
Gott og vel, reyndu gleðina og njóttu
gæða lífsins! En sjá, einnig það er
hégómi. Um hláturinn sagði ég: Hann
er vitlaus! og um gleðina: Hverju
fær hún til vegar komið?
2. mynd. Mér kom til hugar að
gæða líkama mínum á vini — en
hjarta mitt skyldi stjórna öllu vitur-
lega — og að halda fast við heimsk-
una, unz ég sæi, hvað gott væri fyrir
mennina að gjöra undir himninum um
æfidaga þeirra.
3. mynd. En er ég leit á öll verk
min, þau er hendur mínar höfðu unn-
ið, og á þá fyrirhöfn, er ég hafði
haft fyrir að gjöra þau, þá sá ég,
að allt var hégómi og eftirsókn eftir
vindi, og að enginn ávinningur er
undir sólinni,
4. mynd......óttastu guð og haltu
hans boðorð, því að það á hver mað-
ur að gjöra. Því að Guð mun leiða
sérhvert verk fyrir dóm, sem hald-
inn verður yfir öllu því, sem hulið
er, hvort sem það er gott eða illt.
annar viðskiptavinur.' Það var ung-
ur, illa klæddur náungi.
„Pylsur og mikið sinnep,“ mælti
hann, og laut um leið niður til þess
að festa sokkabandið sitt.
„Hall6,“ sagði hann. „Hvað er
þetta? Hringur, hér undir einu hjól-
inu á pylsuvagninum. Akið þér á
gullhringum eða hjólum, pylsusali ?“
Hann hélt skínandi gullhring á lofti.
Faðir Ibs mælti: „Einn af við-
skiptamönnum mínum týndi þessum
hring fyrir stuttri stundu. Við gát-
um ekki fundið hann.“
Maðurinn svaraði: „En það tókst
mér. Hringurinn er mikils virði. Þetta
er ekta gullhringur.“
„Þér fáið tuttugu og fimm krónur
í fundarlaun ef þér skilið honum.
Hérna er heimilisfang eigandans."
Faðir Ibs tók nafnspjaldið úr vas-
anum og rétti að manninum. Hann
leit á spjaldið og mælti: „Þessi mað-
ur á heima í útjaðri borgarinnar. Ég
hefi vonda skó, botnlausa. Getið þér
ekki látið mig fá tuttugu krónur
og skilað svo hringnum. Þá græðið
þér fimmkrónur. Það er betra en ekk-
ert.“
Faðir Ibs hugsaði sig um augna-
blik..
Hann mælti: „Jæja, ég skal gera
þetta. Héma eru tuttugu krónur. Lát-
ið mig svo fá hringinn. Og Ib getur
farið með hann og komið honum
til skila.“
Náunginn tók við peningunum, lét
hringinn af hendi og hraðaði sér
burt. Hann var svo ánægður að hann
gleymdi að fá pylsumar, sem hann
hafði beðið um. Ib tók hringinn og
nafnspjaldið. Hann hafði hjól, og
hjólaði strax af stað.
En hann fór aðeins að næsta götu-
homi. Þar beið hann þangað til mað-
urinn hafði farið framhjá. Svo veitti
Ib manninum eftirför.
Sá eltingaleikur varð ekki langur.
Fátæklegi maðurinn fór inn í lítið
veitingahús, sem var þarna í grend.
Ib læddist nær. Hann gægðist inn
um einn gluggann. Þarna sat vel
klæddi maðurinn, sem týnt hafði
hringnum. Og hjá honum settizt
hinn náunginn. Ib brosti íbygginn.
Hann hjólaði í sprettinum þar til
hann sá lögregluþjón.
Að fimm mínútum liðnum urðu
félagarnir fyrir ónæði þar sem þeir
sátu og dmkku öl í mesta bróðerni.
Lögregluþjónninn bað þá að fylg-
ast með á lögreglustöðina. Ib fór
auðvitað með.
Hann fékk hól fyrir frammistöðuna.
Svo fór Ib til föður síns við pylsu-
vagninn.
Ib var glaður í bragði. Hann
mælti: „Gerðu svo vel, pabbi. Héma
færðu tuttugu krónumar þínar aft-
ur. Þetta með gullhringinn var
kænskubragð. Þessi hringur var úr
látúni, 49 aura virði. Fini svikahrapp-
urinn hafði vasa fullan af sams-
konar hringum.
Nú eru báðir svikaramir í fangelsi.
Nafnspjaldið var einnig falsað eins
og vænta mátti.“
Faðir Ibs svaraði: „Hvernig vakn-
aði grunur þinn?“
Ib mælti: „Þorparinn kvaðst allt-
af hafa hringinn., En það sást ekkert
far eftir hann á fingrinum. Af því
vissi ég að þetta var lýgi.“
„Þú ert snjall,“ mælti faðir hans.
Ib svaraði: „Það sagði yfirlög-
regluþjónninn einnig. Hann lofaði
mér verðlaunum."
Og það fékk Ib.
Veiztu þetta — ?
Mynd efst til vinstri: „Andino“-kaktusinn í Chile „skríður“ eftir jörð-
inni með rótunum. — Mynd að neðan til vinstri: Hákarlar teljast til
hinna svonefndu þvermunna (eða brjóskfiska). — Mynd til hægri: ,,Navajo“-
Indíánar heitir Indíánategund ein í Ameriku og em þeir um 30,000 að
tölu. Læknir einn, sem hefir stjómað spítala í Arizona í yfir 20 ár og
þekkir mjög til þessa þjóðflokks segist aldrei hafa séð sköllóttan „Navajo“-
Indíána eða orðið var við skarlatssótt meðal þeirra.