Vikan - 01.07.1948, Blaðsíða 12
12
Wetherby sendi mér hann. Hann er að vinna sér
fyrir fari til London, að því er mér skilst. Ein-
staklega þægilegur maður. Reglulegur listamað-
ur — málar myndir fyrir sýningar í London, eða
svo sagði hann mér. Skiltið verður ekki verra
þó að það fái nýja málningu — auk þess finnst
krökkunum gaman að horfa á hann.“
,,Alveg eins og mér,“ sagði Wimsey. ,,Mér þyk-
ir ekkert eins gaman og að horfa á, þegar aðrir
eru að vinna.“
„Jæja — ef þér kærið yður um að fafa upp
fyrir húsið, þá getið þér séð hann þar.“
Wimsey hló og rölti út með bjórglasið í hend-
inni. Hann fór í gegnum undirgang, og þegar
hann kom upp fyrir, sá hann skiltið með hundin-
um og byssunni standa á eldhússtól og fyrir
framan það sat týndi eiginmaðurinn Hugh Far-
ren á fötu á hvolfi, flautandi fyrir munni sér
og var að kreista liti á litaspjaldið.
Farren sneri baki að Wimsey og leit ekki við.
Þrír krakkar horfðu hugstola á, þegar hann
kreisti þykkar litarlengjurnar út á spjaldið.
„Hvað er þetta?“ spurðu þau.
„Þetta er græni liturinn í frakka mannsins. ■*
Nei — kreistu ekki úr henni, þú getur atað þig
allan út.“
Wimsey stóð kyrr og hlustaði á samtalið. Börn-
in spurðu í þaula og Farren svaraði öllum spurn-
ingum þeirra greiðlega.
„Halló, Farren!“ sagði Wimsey. „Þau eru spur-
ul, börnin.
„Drottinn minn!“ sagði málarinn. „Hvað sé
ég -— Wimsey! Hvernig komst þú hingað? Kon-
an hefir þó vænti ég ekki sent þig “
„Ekki beinlínis," sagði Wimsey. „Og þó —
þegar þú minntist á það, er ég ekki frá því, að
eitthvað sé til í því “
Farren andvarpaði.
„Heyrðu," sagði hann. „Ljúktu þér af — láttu
það koma. Farið til mömmu ykkar, krakkar. Ég
þarf að tala við þennan mann.“
„Ég geri ráð fyrir, að hegðun mín sæti harðri
gagnrýni í Kirkcudbright," sagði Farren. „Að
hlaupa svona að heiman ?“
„Eiginlega ekki,“ sagði Wimsey. „Konan þin
hefir haldið fast við, að ekkert óvenjulegt væri
við hvarf þitt. En — ef satt skal segja — þá
hefir lögreglan verið að leita að þér um allt.“
„Lögreglan? Því í ósköpunum —?“
„Ég held ég kveiki mér i pípu,“ sagði Wimsey.
„Það var með hliðsjón af þvi, að þú hafðir haft
stór orð um sjálfsmorð og eitthvað fleira. Og
svo fannst hjólið þitt rétt hjá gömlu námunum
fyrir ofari Creetown. Það var ekki góðs viti.“ ,
„Ó! Ég var búinn að gleyma hjólinu. *En Gilda
hlýtur að hafa — ég skrifaði henni."
Hún hefur ekki áhyggjur út af því lengur."
„Hún hefur sjálfsagt verið óróleg. Ég hefði
átt að skrifa fyrr. En — fjandakornið. Mér datt
ekki í hug, að það mundi finnast. Og aumingja
Strachan — hann hefur víst verið laglega út.
leikinn."
,(Af hverju Strachan?"
„Hann hefur hlotið að segja frá því — gerði
hann þáð ekki?“
„Heyrðu, Farren,, hvern skrattann ertu að
tala um?“
„Um mánudagskvöldið! Aumingja Strachan "
„Hvenær hitturðu Strachan?"
„Á mánudagsnóttina upp við námumar. Vissirðu
það ekki?“
„Ég veit ekkert," sagði Wimsey. „Segðu mér
söguna frá upphafi."
„Já, mér er sama. Ég býst við að þú vitir, að
ég lenti í brösum við Campbell þetta kvöld. Var
ekki eitthvað um Campbell í blöðunum ? Eitthvað
um að hann hefði fundizt dauður?"
„Hann var myrtur," sagði Wimsey stuttarlega.
„Myrtur? Það stóð ekki í blaðinu. En ég hefi
ekki séð blöð í marga daga, ekki síðan — hvenær
var það nú — á miðvikudagsmorgun, held ég —
eitthvað um kunnan, skozkan málara, sem hefði
fundizt dauður í á.“
„Það var ekki upplýst þá. En hann var myrtur
einhverntíma á mánudagsnóttina eða þriðjudags-
morguninn — upp við Minnoch."
„Var það? Það var honum mátulegt. En — er
eitthvað á bak við þetta — er álitið að ég hafi
gert það, Wimsey?"
„Ég veit það ekki,“ sagði Wimsey sannleik-
anum samkvæmt. „En skoðun manna er sú, að
þú ættir að koma og gera grein fyrir ýmsu. Þú
varst að leita að honum þetta kvöld, eins og þú
veizt."
„Já, það er rétt. Og ef ég hefði hitt hann, hefði
það leitt til morðs. En ég hitti hann ekki.
„Geturðu sannað það?“
„Sannað ? — það veit ég ekki, ef til þess kæmi.
Þetta er þó ekki alvarlegt?"
VIKAN, nr. 27, 1948
FELUMYND
Hver er að elta froskinn ?
„Ég veit, það ekki. Láttu mig heyra söguna,
Farren."
„ Já, Ég kom heim um sexleytið á' mánudag-
inn og fann manntuskuna vera að gera sig til
við konuna mína. Mér var nóg boðið, Wimsey.
Ég sparkaði honum út og hagaði mér víst að
öðru leyti bjánalega."
„Bíddu við. Sástu Campbell í raun og veru?“
„Hann var að fara, þegar ég kom. Ég sagði
honum að hypja sig, og svo fór ég inn og sagði
meiningu mína. Ég sagði Gildu, að ég vildi ekki
hafa, að Campbell kæmi. á heimilið. Hún tók
málstað hans, og það gramdist mér. En mundu
það, Wimsey, að ég hef ekkert út á Gildu að setja
annað en það, að hún getur ekki og vill ekki
skilja, að Campbell er — var — skítmenni, og
að hún gerði mig að athlægi. Hún er haldin
þeirri meinloku að hún verði að sýna góðvild og
samúð, og hún skilur ekki, að slíkt er tilgangs-
laust við menn eins og Campbell. Ég veit, að
hann var bálskotinn í henni. Og þegar ég reyndi
í mesta bróðerni að benda henni á, að hún væri
að gera sjálfa sig að a,thlægi, þá setti hún sig á
háan hest og — fjandakornið, Wimsey! Ég hefi
enga löngun til að tala illa um konuna mína,
en sannleikurinn er sá, að hún er of góð og of
full af háleitum grillum til að skilja, hvernig
venjulegir menn eru. Þú skilur, hvað ég á við?“
„Fyllilega," sagði Wimsey.
„Og ég hef víst sagt ýmislegt, sem betur hefði
verið ósagt-“
„Ég veit alveg hvað þú sagðir," sagði Wimsey.
„Hún sagði mér það ekki, en ég get ímyndað mér
það. Þú æddir um, og hún varaði þig við að gera
þér ljótar hugmyndir, og þú varzt æstari og hún
rólegri, og þú sagðir ýmislegt, sem þú ætlaðir
ekki að segja í von um að hún kæmi krjúpandi til
þín, ef svo mætti segja, og þá sagði hún, að þú
værir ósvífinn og fór að gráta, og þá æstirðu
sjálfan þig upp í að trúa hálft í hvoru ásökunum,
sem þú hafðir upphaflega aðeins borið fram til
að ergja hana, og svo hótaðirðu morði og sjálfs-
morði og fórst út til að drekka þig fullan. Bless-
aður vertu, þú ert ekki sá fyrsti, og verður ekki
sá síðasti, sem hagar sér svona."
„Já, þú hefir gert þér rétta grein fyrir þessu,"
sagði Farren. „Nema að ég trúði þessu raunveru-
lega þá. Að minnsta kosti trúði ég, að Campbell
ætlaði sér að komast eins langt og hann gæti.
Ég drakk mig fullan. Ég fékk mér nokkra sjússa
niðri í bæ og siðan lagði ég af stað til Gatehouse
til að leita að Campbell."
„Hvernig gaztu farið á mis við hann í Kirkcud-
bright? Hann var allan tímann í McClellan Arms
kránni."
„Mér datt það aldrei í hug. Ég rauk bara af
stað til Gatehouse. Hann var ekki heima og
Ferguson æpti að mér. Mér lá við að rjúka á
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Að hverju er drengurinn að gá? 3. — svo flautar hann og móttökutækið er í
2. Hann virðist ekki finna það, sem hann leitar híá hundinum
ag___ 4. — og þá er vandinn leystur!