Vikan


Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 1

Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 1
Eftir Baldur Andrésson Fyrir skömmu sungu allir kirkjukóram- ir í Reykjavík saman á opinberri söng- skemmtun í Dómkirkjunni, og þótti mönn- um gott að hlýða á þann söng. Mönnum fannst, að nú væri nýtt fjör að færast í kirkjusönginn í höfuðstað landsins, og þótt organistamir við kirkjumar væru allir valdir menn, og meðal þeirra væri einn hinn mesti tónlistarsnillingur landsins, þá var það samt á allra vitorði, að sá mað- ur, sem áhugann glæddi og vakti menn til dáða, var söngmálastjóri kirkjunnar, Sigurður Birkis. Það er liðinn meira en aldarfjórðung- ur síðan é£ kynntist fyrst Sigurði Birkis. Hann var þá lagður á stað út á söngv- arabrautina, staðráðinn í því, að gera söng- inn að ævistarfi sínu. Þá kom strax fram hjá honum það, sem ávallt hefir einkennt hann síðan, en það er hin takmarkalausa lotning fyrir sönglistinni. Hann leit ekki á sönglistina sem skemmtun fyrir fólkið og ekkert annað, heldur sem mátt til að hefja það til fyllra og menningarauðugra lífs. Einmitt af þessum ástæðum er hlut- verk listamannsins svo háleitt. Síðan hafa árin liðið. Birkis lærði að syngja hjá ítölskum meistunim, kom fram sem einsöngvari í Kaupmannahöfn við góð- an orðstýr, söng margoft hér í Reykja- vík næstu árin þar á 'eftir, en starf hans hefir þó að langmestu leyti verið fólgið í því, að kenna öðrum að syngja, og nú á síðustu árum, síðan hann var skipaður söngmálastjóri kirkjunnar, hefir það ver- ið unnið fyrir kirkjusönginn í landinu. Eins og kunnugt er, þá gengur söng- gáfan í ættir. Sigurður Birkis hefir hlot- ið sönggáfuna í arf frá foreldrum sínum og er hægt að rekja hana langt aftur í ættlegginn. Birkis segir sjálfur þannig frá: ,,Eg er fæddur Skagfirðingur. Faðir minn, Eyjólfur Einarsson, var frábær söngmað- ur á sinni tíð og getur séra Bjarni Þor- Framh. á bls. 3. <JH<* 16 síður Verð 1,50 Nr. 28, 8. júlí 1948 KAN SIGURÐUR BIRKIS/ söngmálastjóri SIGUKÐUR BIRKIS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.