Vikan


Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 2

Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 28, 1948 PÓSTURINN Góða, bezta Vika! Til þín flýja allir með vandkvæði sín. Nú er röðin komin að mér. Von- ast ég eftir svörum í næsta pósti, ef guð lofar. En fyrst vil ég þakka þér fyrir hina skemmtilegu stund, er þú veitir í viku hverri. Ég er orðin 18 ára gömul. 1 mörg ár hefur mig langað til að læra að spila á hljóð- færi og þá fyrst og fremst á píanó, en mér hefir aldrei gefizt tækifæri Er það orðið of seint nú ? Hvað er kennslugjaldið hátt? — Er hoiit að drekka sítrónusafa ? og þá að hvaða leyti? Er hann megrandi eða fitandi, fjörgandi eða andstætt? Á að drekka hann sykraðan eða ekki, heitan eða kaldan? Hvaða vitamín inniheldur hann? -— Er satt, að grá- salvi auki hárvöxt ? — Geturðu gefið mér upp hæð tveggja eða þriggja hæsta kvikmyndaleikaranna, bæði kven- og karlleikara? — Gætir þú ekki birt fáeinar myndir af vor- og sumartizkunni í ár? — Að endingu þetta: Lestu úr skrift? Ef svo er, þá hvað um mína? Með kveðju og þakkiæti fyrir væntanieg svör. Þin GENE E.S. Ég á ljósgula skinnhanzka, Niðurjöfnunarskrá Hafnarfjarðar Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Hafnarfirði fyrir árið 1948 liggur frammi almenningi til sýnis í skrif- stofum bæjarins í Ráðhúsinu frá 30. júní til 13. júlí n.k. að báðum dögum meðtöldum, á venjulegum skrifstofu- tíma. Kærur yfir útsvörum skulu afhentar formanni nið- urjöfnunarnefndar eigi síðar en 13. júli n.k. Hafnarfirði, 29. júní 1948. i BÆJARSTJÓRINN. Tilkynning frá Skattstofu Haínarfjarðar. I dag verða lagðar fram: 1. Skrá yfir tekju-, eigna-, viðauka- og stríðsgróða- skatt einstaklinga og félaga, fyrir árið 1948, í Hafn- arfjarðarkaupstað. 2. Skrá um tryggingariðgjöld samkv. hinum almennu tryggingarlögum frá 26. 4. 1947, bæði persónugjald og iðgjaldagreiðslur atvinnuveitenda — vikugjöld og áhættuiðgjöld — skv. 107., 112. og 113. gr. laganna. 3. Skrá yfir þá íbúa Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem réttindi hafa til niðurgreiðslu á kjötverði. Skránar liggja frammi í skrifstofu bæjarins, dagana 30. júní til 13. júlí, að báðum dögum meðtöldum, og skal kærum skilað til Skattstofu Hafnarfjarðar fyrir 14. júlí 1948, að undanteknum kærum yfir kjötskrá, er ber að skila til yfirskattanefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir sama tíma. Skattstjórinn í Hafnarfirði, I’orvaldur Árnason. sem eru nú famir að óhreinkast. Get- urðu gefið mér upplýsingar um, hvemig bezt sé að hreinsa þá? Svar: Það er ekki of seint. Kennslu- gjaldið er nokkuð misjafnt, mim leika á 10—20 krónum fyrir hálftímann í einkatimum. Sítrónusafi er talinn hollur og er í honum mikið af C-víta- míni. Varla mun skaða að hafa í honum svolítinn sykur, enda er hann bragðbetri þannig. Sama er, hvort safinn er drukkinn heitur eða kald- ur, þó eyðileggur það C-vítamínið, ef safinn er soðinn. Sumir telja sítr- ónusafa megrandi, en ekki tökum við ábyrgð á því, en fitandi er hann áreiðanlega ekki. Hétt þykir að geta þess, að nýjustu rannsóknir þykja hafa leitt í ljós, að sítrónusafi hafi eyðandi áhrif á tennumar, ef hann er dmkkinn mikið, hinsvegar megi koma i veg fyrir eyðandi áhrif hans með því að blanda rabarbarasafa saman við hann. Grásalvi eykur ekki hárvöxt, nema þá að því leyti, sem eyðing lúsarinnar kann að auka hann! Spumingunni um hæð leikaranna, getum við því miður ekki svarað. Ef tækifæri gefst, skulum við birta myndir af sumartizkunni. Við lesum ekki úr skrift. Reyndu að hreinsa hanzkana fyrst með feitu kremi og síðan með hreinsuðu benzini. Kæra Vika! Mig langar tii að biðja þig að leysa fyrir mig úr dálitlum vanda. Er ekki eitthvað borgað i bætur, þeim er missir fingur, og hve mikið er fyrir hvem fingur? Hve mikið er þá fyrir einn köggul af löngutöng ? Með fyrirfram þakklæti. G. Garðars. Svar: Örorkubætur fyrir fingur- missi munu yfirleitt ekki vera borg- aðrar, nema ef um þumalfingur er að ræða, ef höndin hefur ekki beðið tjón að öðm leyti. Annars fara ör- orkubætur eftir læknisúrskurði í hverju einstöku tilfelli, og skaltu snúa þér til slysadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins, Tryggavötu 28. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Steingrímur Jónasson (við pilt eða stúlku 13—15 ára), Jódísarstöðum, Eyjafirði. Bettý Ingólfs (við pilt 20—25 ára, Reykjavík eða ísafirði, mynd fylgi), Brekkugötu 47, Akureyri. Inga Ingólfs (við pilt 20—25 ára,' Reykjavik eða Isafirði, mynd fylgi), Brekkugötu 47, Akureyri. Erla J. Skagfjörð (við pilt eða stúlku 18—20 ára), Skagfirðingabraut 6, Sauðárkróki. Sigurd B&rdsen (hann er 16 ára, skrifa ber á norsku eða dönsku), Fjordgard i Senja, Norge. Bata sokkar Kvensokkar úr rayon — silki — ull — baðmull — ísgarni Karlmannasokkar úr ull — baðmull Barnasokkar Full reynsla er fengin fyrir gæðum og end- ingu sokkanna hér á Islandi. Verðið er hagstætt. Til afgreiðslu mjög fljótt gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum. Gjörið svo vel og lítið á sýnishornasafn okkar, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Kristján G. Gíslason & Co. h.f. (Ttgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón EL Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.