Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 28, 1948
3
Sigurður Birkis
Framliald af forsíðu.
Nemendur Sigurð'ar Birkis á fyrstu nemendahljómleikum á Islandi, sem haldnir voru í Reykja-
vík 2. páskadag' 1928. — Fremri röð, frá v. Stefán Islandi, Ásta Jósepsdóttir, Sigurður Birkis,
Svanhildur Þorsteinsdóttir, Daníel Þorkelsson. — Aftari röð, frá v.: Séra Garðar Þorsteinsson,
Hallgrímur Sigtryggsson, Þorsteinn Magnússon, Jón Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Sverr-
ir Sigurðsson.
steinsson prófessor hans í hinni miklu bók
sinni „Islenzk þjóðlög“ sem ágæts söng-
manns. Hann var ekki eldri en 16 ára, þeg-
ar hann var orðinn forsöngvari í Mæli-
fellskirkju, og til marks um það, hve góð-
ur raddmaður hann hefir verið, er það, að
séra Jón Magnússon, faðir Magnúsar Jóns-
sonar prófessors, sagði, að sér hefði þótt
vænt um, þegar Eyjólfur byrjaði lögin
of hátt, því að þá varð hann að syngja
þau einn, en hann hafði óvenjulega háan
og mjúkan tenór. Hann gat sungið upp
á e (fyrir ofan ,,háa-c“) og er það fádæma
há tenór-rödd.
Móðir mín hafði mjúka og fallega sóp-
ranrödd. Hún var ættuð af Suðurlandi;
foreldrar hennar bjuggu að Ártúnum eða
Árbæ hér við Elliðaárnar. Móðuramma mín
var systir Brynjólfs frá Minna-Núpi, en
ætt hennar má rekja til Þórðar Þorláks-
sonar biskups í Skálholti, 1674—1697, er
átti næst-fyrsta orgelið, sem flutt var til
landsins (1691) og kvæntur var dóttur
Vísa Gísla á Hlíðarenda.
Foreldra mína missti ég á 2. og 3. árinu
og er ég alinn upp hjá þeim ágætis hjón-
um séra Vilhjálmi Briem og Steinunni konu
hans, fyrst í Goðdölum og síðar á Staðar-
stað.“ Frú Steinunn, fósturmóðir hans,
söng vel og lék á hljóðfæri og kenndi hon-
um og bjó hann að því síðan.
Það var í fyrstunni ekki ætlun Birkis
að gera sönginn að ævistarfi sínu, en hann
var samt virkur kraftur í sönglífinu, hvar
sem hann var staddur. Árið 1916 syngur
hann einsöng með karlakórnum „Þröst-
um“ í Hafnarfirði, undir stjórn Friðriks
Bjarnasonar tónskálds. Tveim árum síðar
dvelur hann í Stykkishólmi, og þá er þar
stofnaður kvartett og syngur hann 1. ten-
órinn. Aðrir í kvartettinum voru Jón Eyj-
ólfsson, bróðir hans, Hjálmur Konráðsson
og Óli Blöndal. Kvartettinn söng þrisvar
sinnum opinberlega um veturinn. Ári síðar
Kirkjukór Selfosskirkju (á söngmóti 22. nóv. 1947).
Kirkjukór Isafjarðar (Sunnukórinn).
/
er Birkis á Siglufirði, og þar er enn mynd-
aður kvartett og voru í honum kunnir söng-
menn þar á staðnum, þeir Þormóður Eyj-
ólfsson, sem er bróðir Birkis, Kristján Möl-
ler og Sophus Blöndal, en Birkis söng að
sjálfsögðu aðalröddina.
Fram að þessu hafði hann haft söng-
ihn sér til gamans í tómstundum og ekki
komið til hugar að leggja hann fyrir sig
sem aðalstarf, enda sigldi hann um haust-
ið 1918 til Kaupmannahafnar til náms í
verzlunarskóla og lauk prófi úr skólanum
árið eftir. Aldrei varð neitt úr því, að hann
gerði verzlunarfræðina að hagnýtum lið í
lífi sínu. Verzlun og viðskipti voru ekki
að hans skapi, en sönglistin lét hann aftur
á móti aldrei í friði. Hann hafði lært í einka-
Kirkjukórarnir í Reykjavík.
Framh.' á bls. 7.