Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 28, 1948
7
Sigurður Birkis
Framhald af bls. 3.
tímum að syngja meðan hann var í verzl-
unarskólanum og áræddi þvi að halda
hljómleika í Reykjavík, er hann var kom-
inn hingað heim. Söngur hans fékk hinar
beztu viðtökur. Eflaust hefir þetta hvatt
hann, til að snúa sér óskiptur að söngnum,
og sjálfsagt hefir hann dreymt frægðar-
drauma, eins og alla, sem út á þá braut
leggja. Hann fór nú í annað sinn til Kaup-
mannahafnar, það var um haustið 1920,
og nú var það til að læra að syngja á hinum
konunglega tónlistaskóla í Kaupmanna-
höfn. Sú ferð var söguleg að því leyti, að
skipið fórst á leiðinni, og komst Birkis lífs
af, slyppur og snauður, því að aleiga hans
hvarf í hafið með skipinu. Það var ekki
efnilegt að hefja námið þannig efnum bú-
inn, en með hjálp Guðs og góðra manna
tókst honum að ráða fram úr erfiðleikun-
um, og lauk prófi úr skólanum 1923. Á
þessum árum söng hann með hinum nafn-
kunna karlakór ,,Bel Canto“ og fór með
kórnum í söngferðalag til Prag og fleiri
borga og er sú söngför mikið rómuð. Birk-
is hefir skrifað um hana góða grein í eitt
tímaritið okkar.
Síðan settist Birkis að í Reykjavík og
tók að kenna söng. Kom þá í ljós, að vönt-
un hafði verið á lærðum söngkennara, því
að nemendur fékk hann marga, meðal
þeirra söngmennina í karlakórnum K.F.
U.M. (nú karlakórinn „Fóstbræður“), en
þessi kór fór nokkru seinna frægðarför til
Noregs, svo sem kunnugt er.
Árið 1926 fór Birkis til framhaldsnáms
til ítalíu, en í því landi hefir sönglistin
öldum saman staðið með mestum blóma.
Hann stundaði fyrst nám hjá meistaran-
um Podesti eða maestro Podesti, eins og
ítalir kölluðu hann. Hann var frægur söng-
stjóri, og hafði hann oft spilað undir söng
Carusos, enda voru herbergisveggirnir hjá
honum prýddir fjölda mynda af Caruso í
allskonar óperuhlutverkum. Maestro Pod-
esti var þá orðinn fjörgamall og dó litlu
síðar, en þá varð annar meistari kennari
hans, maestro Carpi, sem var frægur, ljoð-
rænn tenórsöngmaður.
í ítalíu varð Birkis fyrir margskonar
áhrifum og meðan hann dvaldi í Milano, þá
hlýddi hann margoft á óperur í Scalasöng-
leikhúsinu. Eins og nærri má geta, þá voru
ekki valdir aðrir en hinir færustu söng-
stjórar við söngleikhúsið, en þó bar einn
af, svo bæði hljómsveit og söngvarar virt-
ust leggja sig betur fram en ella, þegar
hann hélt á taktsprotanum. Þessi söng-
stjóri var Toscanini.
Eftir þetta hélt Birkis heim til Reykja-
víkur. Það var árið 1927. Hann kom við
í Kaupmannahöfn og hélt þar opinberlega
hljómleika og fékk ágætar viðtökur bæði
hjá áheyrendum og blöðum. Berlingske
Tidende minntist á sönginn og sagði, að
nann hefði fullkomna ítalska söngaðferð
og „klassiskt Foredrag“.
Eftir að Birkis var seztur að í Reykja-
vík var söngkennslan aðalstarf hans. Hann
söng þó opinberlega við og við framan af
og hélt nemendahljómleika. Nemendur
hans voru meðal annars söngmennirnir í
karlakórunum auk annara, sem löngun
höfðu til að læra að syngja. Nokkrir nem-
endur hans hafa síðan orðið nafnkunnir
söngmenn og skal þá fyrst fræga telja
óperusöngmennina Stefanó íslandi og Ein-
ar Kristjánsson, sem voru báðir með fyrstu
nemendum hans. Mörgum árum seinna
kenndi hann Þorsteini H. Hannessjmi, Guð-
rúnu Á. Símonar og Kjartani heitnum Sig-
urjónssyni að syngja, en öll urðu þau síð-
ar landskunn fyrir söng sinn.
Anð 1928 var Birkis fenginn til að
kenna „Hátíðakórnum 1930“ söng, en þetta
var 100 manna blandaður kór, sem flutti
verðlaunakantötu Páls fsólfssonar og önn-
ur lög á Alþingishátíðinni.
Árið 1929 var Birkis ráðinn til að kenna
karlakórsöngmönnum að syngja og var
hann í þjónustu karlakórasambandsins allt
til þess tíma, að hann var gerður að söng-
málastjóra kirkjunnar. Þurfti hann þá að
ferðast um landið milli kóranna og var
þetta mikið starf og þreytandi. Hefi ég
heyrt það úr mörgum áttum, að nemend-
um hans hafi fundizt mikið til um elju hans
og áhuga við starfið og átti hann vináttu
þeirra og hylli.
Þegar Birkis var skipaður söngmála-
stjóri árið 1941, þá tók hann þegar til
óspilltra málanna, ferðaðist um milli safn-
aðanna og stofnaði kirkjukóra, og eru þeir
nú orðnir rúmlega 120 að tölu og auk þess
9 kirkjukórasambönd. Það eru skiptar
skoðanir um það, með hverjum hætti safn-
aðarsöngur eigi að vera. Sumir vilja hafa
hann einraddaðan, en aðrir vilja hafa þjálf-
aðan kirkjukór með orgelinu, sem yrði
leiðandi kraftur í safnaðarsöngnum, og sú
leið hefir verið farin hér á landi, svo sem
víða annarsstaðar. Góður kirkjusöngur
getur gert guðþjónustuna að hátíð og auk-
ið mjög á áhrif hénnar. Kirkjukór í hönd-
um góðs stjórnanda getur einnig sungið
hin viðhafnarmeiri kirkjulög og fer oft
vel á því, að syngja þau við guðþjónustur,
ekki sízt á hinum meiriháttar hátíðisdög-
um kirkjunnar. En það er ekki einhlítt að
stofna kirkjukór, ef ekki er til hæfur mað-
ur til að æfa og stjórna honum. Það sem
mestu máli skiptir er það, að organistinn
við kirkjuna sé vel fær um að æfa og
stjórna kórnum, að hann sé gæddur þeim
eldi áhugans og þeim hæfileikum búinn,
að hann geti haldið uppi sönglífi við kirkju
sína. Annars yrði kórinn, hversu góðum
söngmönnum, sem hann væri skipaður,
eins og hljóðfæri í höndum manns, sem
lítið kynni með það að fara. Þetta hefir
Birkis séð, og þess vegna var fyrir hans
atbeina starfræktur söngskóli kirkjunnar
síðastliðin vetur, en í þeim skóla var org-
anistaefnum veitt kennsla, svo og söng-
kennaraefnum og guðfræðinemum Háskól-
ans. Þetta hygg ég, að sé rétta leiðin, því
Framhald á bls. 15.
Kirkjukór
Akureyrar.