Vikan


Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 08.07.1948, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 28, 1948 Sven Forssell: Aðeins vélritunarstúlka Ég er aðeins vélritunarstúlka, eins og þúsundir annara kvenna. Og ég veit ekki hvort það er rétt að láta birta þetta, sem við kemur engum nema mér. Jú, það viðkemur öðrum manni. En ég býst ekki við að hann lesi þetta. Hann er sjálf- um sér nógur, lifir sínu eigin lífi og er önnum kafinn við að koma sér áfram. Það er ekki langt síðan að hann var draumhetjan mín, ímynd hins bezta, sem hugur minn snerist allur um. Ég gat ekki hugsað mér neina hamingju án hans. Ég sá hann fyrir augum mínum dag og nótt. Það voru einkum augun, sem voru töfr- andi. Er hann horfði á mig, var sem hann sæi allar mínar hugsanir. Ég hefi ekki gleymt honum enn. En i kvöld ætla ég að gleyma honum algerlega. Á morgun byrja ég nýtt líf, og ég skal aldrei minnast hans framar. Ég er ein í skrifstofunni og sit í mínu venjulega sæti út við gluggann. Ég skrifa þetta á ritvélina mína. Þáð er ef til vill illa gert gagnvart kyn- systrum minum, að veikla trú þeirra á æv- intýraprinsinn og kotastelpuna. En að öðru leyti virðist mér þörf á að segja þessa sögu þeim tit viðvörunar. Það eru ritaðar sannar sögúr um fátæku stúlkuna, sem giftist forstjóranum, kvikmynda- stjörnunni eða frægum manni. En ég álít þær sögur færri en hinar, sem enda rauna- lega fyrir „Helgu í öskustónni". í fyrra- málið ætla ég að gifta mig í fógetaskrif- stofunni. Mannsefni mitt er hvorki banka- stjóri, kvikmyndaleikari né rithöfundur. Hann er skrifstofuþræll, eins og ég. En mér þykir mjög vænt um hann. Og ég vil gera allt, til þess að við verðum hamingju- söm. Ég ætla aldrei að svíkja hann. Hann er ekki fallegur. Aðeins eins og fólk er flest. Hann er enginn sérstakur gáfumað- ur. Hann er ekki ríkur. Hann gengur ekki með neina draumóra um fé og frama. En þó vil ég eiga hann og engan annan. Hann elskar mig og vill eiga með mér böm, mörg börn. Og ég álít, að hann verði fyrirmynd- ar faðir. Ég álít, að hann verði ágætur eiginmaður, hvorki harðstjóri né gunga. Ég játast honum á morgun með glöðu geði. En nú ætla ég að segja söguna af fína manninum, sem ég mun í kvöld þurrka út úr hugskoti mínu. — — Ég lyfti höfð- inu og leit yfir götuna. Hann sat við glugg- ann. Þetta var í fyrsta sinn, er ég sá hann! Það var í apríl. Snjórinn var að bráðna. Fyrsta flugan hafði vaknað í skrifstofunni okkar. Ég leit upp annað slagið og sá manninn í glugganum í húsinu hinumegin götunnar. Við voram á sjöttu hæð, en hann á sjöundu. Hann sá mig vel við gluggann. Ég roðnaði. Hann horfði alltaf á mig, er ég leit upp. Ég gat ekki slitið mig frá því að horfa á andlitið hans. Hann leit út fyrir að vera um þrítugt. Hann var ekki fullklæddur. Hann var í slopp og hafði uppbrettan krag- ann. Ég reyndi að hætta að horfa á hann, en það sem ég var að gera fór allt í handa- skolum. Ég hafði aldrei gert eins margar vitleysur og þennan fyrrihluta dags. Ég fór fram og drakk vatnsglas og reyndi að jafna mig. Ég fór inn og ritaði 3—4 bréf, þá kallaði einhver til mín að símtal beði mín. Það var ekki talið við- eigandi að tala í síma í vinnutímanum. Ég svaraði því í flýti. „Viljið þér borða hádeg- isverð með mér?“ heyrði ég rödd segja í símann. „Hver eruð þér?“ spurði ég. „Ég er mað- urinn í glugganum beint á móti yður. Ég hringi frá mjólkurbúðinni. Ég fer nú og raka mig. Svo hitti ég yður úti fyrir hlið- inu.“ „Nei, vitið þér?----- „Engin óþarfa orð,“ mælti hann. „Ég þarf nauðsynlega að tala við yður. Hafið þér aldrei orðið þess vör að eitthvað sé óumflýjanlegt? Eftir tuttugu mínútur hittumst við. Sælar.“ Ég stóð mjög forviða. Ég varð mátt- farin. Svo spurði ég stúlkuna, sem tilkynnti mér símtalið, hvernig hefði verið um mig spurt. Hún hló: „Maðurinn, sem vildi tala við þig, bað um samtal við ljóshærðu stúlk- una er sæti við gluggann, og væri klædd | VEIZTU — ? \ 1. Bandaríki Norður-Ameríku hafa haft i 9 höfuðborgir síðan frelsisskráin var \ 5 birt. Hverjar eru þær? i i 2. Hve há er ibúatala Spánar? | 3. Hvenær samþykkti Bandaríkjaþing- I = láns- og leigulöggjöfina í síðustu heim- i i styrjöld ? i | 4. Hver var Jens Tvedt og hvenær fædd- i i ist hann? i i 5. Hvenær var Magnús þjóðsagnasafnari i Grímsson, prestur að Mosfelli, uppi ? i | 6. Hver er talinn „faðir nútímatónlistar“ ? i = 7. Hvað þýðir orðið „argintæta“? i 8. Hvaða ár var Jesús frá Nazaret kross- i i festur ? | 9. Hvað heitir höfuðborg Grikklands? | 10. Hvaða saga hefst á þessum orðum: j „Haraldur tók konungdóm eftir föð- i ur sinn. Þá var hann tiu vetra gamall.“ I i Sjá svör á bls. 14. • i ' ,,,,,,,,,,,,i",i,,,,iii,iniiiiiiininminn bláum kjól. Þetta sagði maðurinn og ekki annað.“ „Það er dæmalaust,“ sagði ég og gekk að ritvél minni. Ég leit í gluggann hans, en hann var þar ekki. Hann var sjálfsagt að raka sig. Svo ætlaði hann að borða hádegisverð með mér. Ég ákvað að ganga framhjá honum þó að ég sæi hann neðan við gangþrepin. Mér datt ekki í hug að borða með ókunnugum manni. En er ég kom út stóð hann þar og tók ofan hattinn. Ég komst ekki fram- hjá honum. „Hvað segið þér um hádegisverð? Ég heiti Hans Bengtson og ég hefi verið skot- inn í yður frá þvi klukkan ellefu.“ ,,Ég hefi ekki haft þann sið að sitja til borðs með ókunnugum mönnum,“ mælti ég og reyndi að vera fráhrindandi. „Nei, það vona ég,“ sagði hann og hló við. „En við erum nágrannar, og það skiptir miklu máli. Ég er hungraður eins og úlfur.“ Ég fór með honum. Ég vissi síðar hvers vegna ég fylgdist með honum. Ég mælti: „Hvað álítið þér að húsbóndi minn og félagar segðu, ef þeir vissu að ég fer með yður?“ „Þau myndu segja að það væri vingjarn- legt að forða veslings rithöfundi frá ein- stæðingsskap.“ Hann hló. „Eruð þér rit- höfundur, eða skáld?“ „Já, að nafninu til. Ég hefi lítið skrifað fram að þessu.“ Ég sagði lítið á meðan við borðuðum. En hann var skrafhreyfinn og hafði lengst- um orðið. Hann var fallegur maður. Hann hreif mig. Hann talaði lágt. En allt sem hann sagði virtist mér dásamlegt. Aldrei hefir hádegistími liðið eins fljótt og þessi. Er við skyldum úti fyrir hliðinu, hvaðst hann þurfa að hitta mig klukkan fimm. „Það getur ekki orðið,“ svaraði ég, „ég fer beina leið heim.“ „Þá fylgi ég yður heim,“ svaraði hann „Ég verð að hitta yð- ur í kvöld. Ef til vill verðum við bæði dáin á morgun. I kvöld skulum við fara út í dýragarðinn. Þar er lítil hljómsveit á einu kaffihúsi, er spilar Triste valsinn alveg framúrskarandi vel. Ég vil sitja þar hjá yður. Ef til vill getið þér létt lund mína svo ég geti farið að yrkja. Ég ætla að lesa fyrir yður kapítula úr nýrri skáldsögu, er ég hefi í smíðum, þér verðið fyrsti áheyr- andinn að þessu.“ Og þegar ég kom út af skrifstofunni, stóð hann og beið mín. Hann fylgdi mér heim, og beið úti á meðan ég hafði kjóla- skipti. Mamma spurði hvort ég ætlaði að hitta Harry. „Hefir hann hringt?“ „Já, hann hringdi og ætlar að hringja síðar.“ „Einmitt það. Segðu honum að ég ætli að fara að heimsækja vinkonur mínar.“ Þetta var fyrsta lýgin. En þær urðu marg- ar er fylgdu í kjölfar þessarar. Það var satt að hljómsveitin á litla kaffihúsinu lék Tnste valsmn forkunnar veh Við sátum út af fyrir okkur í geð- Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.